Morgunblaðið - 03.01.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.01.2014, Qupperneq 24
Jafnvægi Jafnvægisþjálfun ætti að vera hluti af æfingarþjálfunarpró- grammi þar sem hún eykur samhæfni hreyfinga,“ segir Gísli. Morgunblaðið/Ómar Eymsli „Allt of margir þjást óþarflega mikið vegna bakverkja sem væri hægt að koma í veg fyrir með réttri líkams- beitingu, bættum vinnu- aðferðum og reglulegri líkamsþjálfun.“ Þ etta námskeið er hugsað fyrir fólk frá miðjum aldri og upp úr,“ segir Gísli Sig- urðsson, sjúkraþjálfari hjá Klíník, aðspurður um styrktarþjálfunarnámskeiðið, en hann er sérfræðingur í greiningu og meðhöndlun stoðkerfis. „Það verður farið yfir markvissar og skemmti- legar æfingar fyrir hvern æfingadag en æft verður þrisvar í viku. Æfing- arnar miðast við að þjálfa upp bæði styrk og þol, með áherslu á styrkt- arþáttinn. Lögð verður áhersla á að kenna fólki að framkvæma æfing- arnar vel og hver og einn ræður sinni ákefð.“ Gísli bætir því við að tak- markaður fjöldi verði á hverju nám- skeiði þannig að allir fái mikla athygli við æfingarnar til að ná sem mestum árangri. Áslaug Guðmundsdóttir, ÍAK-einkaþjálfari, stýrir hópnum en hún hefur mikla reynslu úr einka- þjálfarageiranum og mun ásamt sjúkraþjálfara setja saman æfing- arnar.“ Stöðuteygjur og hreyfiteygjur Seint verður brýnt nægilega fyrir fólki hversu mikilvægar vöðvateygjur eru þegar líkamsþjálfun er annars vegar, eins og Gísli bendir á. „Vöðva- teygjur ættu að vera hluti af hverju æfingaprógrammi en ætti aldrei að framkvæma nema vöðarnir hafi verið hitaðir upp og er virk upphitun talin best. Algengustu vöðvateygjurnar sem flestir þekkja eru stöðuteygjur þar sem vöðvateygjunni er haldið í ákveðinn tíma en best er að fram- kvæma þær í lok æfinga. Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á að vöðvateygjur þar sem haldið er stöðuteygju og síðan slakað á milli gefi betri árangur en látum það liggja milli hluta. Hreyfiteygjur hafa komið sterkar inn og margir íþróttamenn notað þær fyrir keppni en rannsóknir hafa sýnt fram á að best er að nota þær eftir virka upphitun og fyrir átök. Við hreyfiteygjur er hreyft í gegnum hreyfiferilinn, sem eykur lið- leikann og gefur líkamanum meiri sveigjanleika fyrir átök. Rannsóknir eru misvísandi varðandi árangur af vöðvateygjum en flestar telja að þær skipti máli. Almennt er talið að vöðva- teygjur hjálpi til við að auka liðleika og hreyfiferil en þær hafa slökunar- áhrif á vöðva. Það sem er mikilvæg- ast í vöðvateygjum er að halda teygj- unni í 30-45 sekúndur til að ná fram lífeðlisfræðilegum áhrifum.“ Jafnvægisþjálfun mikilvæg Gísli undirstrikar í framhaldinu mikilvægi jafnvægisþjálfunar, nokk- uð sem færri gera sér eflaust grein fyrir. „Jafnvægisþjálfun ætti líka að vera hluti af æfingarþjálfunarpró- grammi þar sem hún eykur samhæfni hreyfinga og öryggi í hreyfingum. Jafnvægisþjálfun ætti að vera enn mikilvægari þáttur í þjálfun á efri ár- um og er mikilvæg forvörn gegn dettni, sem er algeng hjá eldra fólki og skapar oft vandamál,“ bendir hann á. „Sú æfing sem er talin einföldust í jafnvægisþjálfun og hefur gefið góða raun samkvæmt rannsóknum er að standa á öðrum fæti og lyfta hinum fætinum upp frá gólfi og halda stöð- unni í 20-30 sekúndur og þeir sem eru óöruggir ættu að halda sér í með höndunum í byrjun. Á síðari stigum jafnvægisþjálfunar er hægt að þjálfa jafnvægið á jafnvægisbretti eða jafn- vægispúða og enn síðar með lóðum.“ Hlúum að stoðkerfinu Stoðkerfisvandamál eru einnig kvilli sem má fyrirbyggja með mark- vissri þjálfun. „Mikilvægast er að þjálfa stoðkerfið heildrænt, og þá á ég við að þjálfa bæði djúpa og yfir- borðsvöðva líkamans,“ segir Gísli. „Mikilvægast er að læra grunn- þjálfun fyrir djúpvöðvana og síðan byggja ofan á grunninn og gera æf- ingar sem nýtast best í daglegu lífi. Jafnvægisþjálfun, vöðvateygjur og liðkandi æfingar ættu líka alltaf að vera hluti af heildrænu æfinga- prógrammi.“ Að sögn Gísla eru algengustu stoð- kerfisvandamálin í vestrænu þjóð- félagi í dag bakverkir en bakverkir eru taldir næstalgengasta ástæða tapaðra vinnustunda og kosta því at- vinnulífið miklar upphæðir á ári hverju. „Allt of margir þjást óþarf- lega mikið vegna bakverkja sem væri hægt að koma í veg fyrir með réttri líkamsbeitingu, bættum vinnuaðferð- um og reglulegri líkamsþjálfun. Í þessu sambandi má nefna að hjá Klí- ník Sjúkraþjálfun ætlum við að setja af stað stoðkerfismat fyrir alla sem vilja vita stöðuna á sér til betri fram- tíðar. Stefnan hjá okkur er að leggja aukna áherslu á forvarnir og matið er liður í því. Ef viðvörunarljós eru farin að blikka þýðir það einungis það eitt að eitthvað er að í stoðkerfinu og því þarf að veita athygli í stað þess að hunsa það. Því þegar allt kemur til alls erum við eins og bílarnir; við „bil- um“ ef ekkert er að gert,“ segir Gísli Sigurðsson að endingu. jonagnar@mbl.is Æfingar og forvarnir í forgrunni Það er ekki óalgengt að fólk sé með stífasta og stirðasta móti eftir kyrrsetu og kræsingar desembermánaðar. Hjá Klínik Sjúkraþjálfun eru að fara af stað styrktarþjálfunar- námskeið ásamt því að þar má fá ýmsa fræðslu um vöðva- teygjur og liðkandi æfingar og rétta líkamsbeitingu. 24 | MORGUNBLAÐIÐ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: Þín heilsa – þín skemmtun Landskeppni í hreyfingu ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 66 77 5 12 /1 3 Skráðu þig Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Lífshlaupið byrjar 5.febrúar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.