Morgunblaðið - 03.01.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.01.2014, Qupperneq 29
’Ég er skræfa og þoliilla kulda. Sigríður Heimisdóttir hönnuður „Ég datt niður á kraftlyftingar fyr- ir um það bil einu og hálfu ári og hef æft hjá Ingimundi Björgvinssyni í World Class á Seltjarnarnesi síðan. Þetta eru æfingar sem henta mér mjög vel en áður hafði ég eiginlega prófað allt milli himins og jarðar. Ég lyfti þrisvar í viku og hleyp svo yfir í WC á laugardögum í létta þolæfingu ef ég nenni, ég bý hinum megin við götuna svo það er stutt að fara. Ég er almennt frekar aktíf; sit mik- ið við tölvuna í vinnunni og mig bók- staflega þyrstir í hreyfingu eftir langa kyrrsetu. Ég hef skíðað í fjölda ára og ætla einmitt út í skíðaferð í vetur sem eru skemmtilegustu ferðir í heimi. Svo hendist ég í sund með krakkana nokkuð oft, enda ekki annað hægt með bestu laug landsins í bakgarð- inum, eða svo gott sem.“ Fer eftir veðri Aðrar áherslur á sumrin? „Já, ég er skræfa og þoli illa kulda. Ég held mig því innandyra að vetri til en reyni að hreyfa mig sem mest ut- andyra á sumrin. Skíðamennskan er samt alltaf kýld í gegn sama hvernig viðrar, þó svo að blindbylur bjóði ekki beint upp á spennandi skíðamennsku. Á sumrin hjóla ég og hleyp reglulega en reyni það ekki yfir veturinn, ég er ekki mikið fyrir slabbið og myrkrið. Annars er ég spennt að prófa nýja hluti og þarf að passa að brydda upp á nýjungum í líkamsrækt því ég verð auðveldlega leið á síendurteknu pró- grammi. Ég glími einmitt stundum við þetta vandamál í lyftingunum en þá mixar þjálfi eitthvað nýtt sem reynist góð tilbreyting.“ Full af orku Hefurðu alltaf verið dugleg að hreyfa þig? „Já, ég held að ég geti sagt það. Ég er ör og þarf á því að halda. Það er ekkert sem slær út endorfínkikk eftir góða æfingu.“ Hvenær dagsins finnst þér best að fara í ræktina? „Mér finnst best að lyfta rétt um há- degi en það klippir dálítið í sundur dag- inn svo ég mæti klukkan átta á morgn- ana þegar börnin eru farin í skólann. Þá er ég komin í vinnu um hálftíu, sprækari en andskotinn, og hef fullt af orku sem dugar mér allan daginn.“ Ertu meðvituð um hollt mataræði? „Ég mætti alveg vera betri þar, ég viðurkenni það. En ég er samt miklu betri en ég var. Ég var ekkert að spá í matarmálin hér áður fyrr en þegar ég byrjaði að æfa af viti tók ég aðeins til hjá mér og borða öðruvísí en áður. Ég hef reyndar alltaf verið hrifin af græn- meti og ferskum og hollum mat. Ég bjó fimm ár á Ítalíu og myndi segja að ég matreiði mikið af mat ættuðum þaðan. Fiskur er mitt uppáhald og ég gæti borðað hann alla daga. Súkkulaði er minn helsti veikleiki og svo er ég reglulega skömmuð fyrir vínglas hér og þar, en mér finnst gott vín með góðum mat fullkomna máltíðina.“ Egg og beikon Hvað færðu þér fyrir æfingu? „Ég er gjörsamlega á haus á morgnana við að koma krökkunum af stað úr húsi svo ég skelli í mig Fruit & Fiber með mjólk og einu glasi af app- elsínusafa. Ég ætti eflaust að borða einhvern graut eða mixa grænan drykk en hvorugt passar mér, ég hef fullreynt það. Ég hef heldur ekki tíma í svoleiðis handavinnu eldsnemma á morgnana. Um helgar útbý ég svo egg og beikon og þá er hátíð. Eitt er alveg öruggt, það er bráð- nauðsynlegt að næra sig fyrir æfingu. Ég hef upplifað það að mæta með tóm- an maga í ræktina, einfaldlega út af at- hyglisbresti og stressi, og það var skelfing, ég geri það ekki aftur.“ Kraftlyftingar að morgni Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunmaturinn „Ég ætti eflaust að borða einhvern graut eða mixa grænan drykk en hvorugt passar mér,“ segir Sigríður Heimisdóttir. MORGUNBLAÐIÐ | 29 VANTAR ÞIG STUÐNING Á NÝJU ÁRI? Össur býður upp á ýmsar lausnir fyrir þig. Fjölbreytt úrval af spelkum og stuðningsvörum. KOMDU OG KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ. GRJÓTHÁLS 1-3 110 REYKJAVÍK S. 425 3400 STOÐTÆKJAÞJÓNUSTA ÖSSURAR WWW.OSSUR.IS FORM FIT® BACK SUPPORT BAKBELTI FORM FIT® ANKLE BRACE ÖKKLASPELKA REBOUND® KNEE BRACE HNÉSPELKA FORM FIT® WRIST BRACE ÚLNLIÐASPELKA REBOUND® AIR WALKER GÖNGUSPELKA/ HÁSINASPELKA Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina? Weleda Birkisafinn hjálpar! Þau eiga það sameiginlegt að hlúa vel að heilsunni, bæði andlegri og líkamlegri, borða hollan og næringarríkan mat og hreyfa sig reglulega. Heilsuræktin er fjölbreytt og spennandi; japanskar skylmingar, sjósund, brimbretti, kraftlyftingar, körfubolti, skíði, hlaup, danshugleiðsla, öndunaræfingar, íhugun, fótbolti, fjall- göngur, hjólreiðar og hot yoga. beggo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.