Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ • Sjálfstyrkingarnámskeið – 15. janúar • Félagsfælninámskeið – 21. janúar • Námskeið við athyglisbresti og kvíða – 6. febrúar • Námskeið við svefnleysi – 11. febrúar • Öryggi í námi – 12. febrúar Námskeið á döfinni við Kvíðameðferðarstöðina Nánari upplýsingar má finna á www.kms.is en skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 og á kms@kms.is. A ð sögn Sævars Inga Karlssonar er það mikill misskilningur að konur eigi ekki að lyfta lóðum. Sævar er einkaþjálfari og nemi í osteópatíu og segir hann það rangt sem margir halda að konur eigi að leggja ofuráherslu á þrekæfingar ef þær vilja minnka fituhlutfallið og fegra útlínur lík- amans. „Það sem margar konur óttast er að ef þær byrja að lyfta lóðum þá safni þær stórum vöðvum og verði „massaðar“ eins og það er kallað. Raunin er hins vegar að frá náttúrunnar hendi er mun erf- iðara fyrir konur en karla að bæta við sig vöðvamassa. Vöðvarnir gætu stækkað eitthvað strax í byrjun, sem er eðlilegt fyrir byrj- endur, en það er lítil hætta á að venjulegar æfingar með þungum lóðum geri konur mjög stæltar.“ Litlar og stórar perur Styrktaræfingarnar segir Sævar að brenni orku rétt eins og þre- kæfingar og hjálpi þannig til við að losa líkamann við umframfitu. Ókosturinn við þrekæfingarnar er einkum sá að þær fá vöðvann ekki bara til að missa fitu heldur geta vöðvarnir líka rýrnað. „Kona sem er með nokkur aukakíló og peru- laga vaxtarlag getur misst þyngd með því að verja löngum stundum á hlaupabrettinu, en hún fer þá líkast til bara frá því að vera stór pera yfir í að vera lítil pera. Styrktaræfingarnar aftur á móti bæði brenna fitunni og bæta lögun líkamans. Rassinn lyftist, hand- eggirnir verða stinnari, bakið þéttara og vaxtarlagið getur farið frá perulaginu yfir í kókflösku- formið.“ Grunnurinn að spengilegri lík- ama er samt alltaf mataræðið. Hitaeininganeyslan verður að vera í samræmi við þá hreyfingu sem fólk stundar. Í mjög einföldum dráttum geta umframhitaeiningar verið fæða fyrir vöðvana eða fitu- frumurnar og ýmist orðið til þess að vöðvarnir stækka eða fitumagn- ið í líkamanum minnkar ekki eins og stefnt var að. „Mataræðið er það sem mestu skiptir til að grennast en styrktaræfingar gefa besta árangurinn til að viðhalda brennslu. Oft líki ég þessu við bíl, þar sem stærð vöðvanna er eins og stærð vélarinnar. Stærri vélar brenna meira eldsneyti og á sama hátt brenna stærri vöðvar fleiri hitaeiningum. Þrekæfingar verða til þess að líkaminn missir smám saman þennan orkubrennandi massa sem þýðir að meðal- líkamsbrennslan verður stöðugt minni.“ Þrek með lotuþjálfun Þar með er ekki sagt að eigi að sleppa þrekæfingum með öllu og leyfa hlaupabrettinu að rykfalla. „Þrekæfingar hjálpa fólki til að bæta hjá sér þol og úthald og ekki má heldur gleyma að lykilatriði í allri líkamsrækt er að gera það sem manni finnst skemmtilegt. Ef einhver getur aðeins fundið sig í þrekæfingum er betra að hann geri þá bara það frekar en að gera ekki neitt.“ Sævar mælir með því að þeir sem stunda lyftingar fái þrek- æfingaskammtinn sinn með lotu- þjálfun (e. high intensity interval training). „Þá skiptist æfingin í stuttar skorpur á lágum og háum hraða, þar sem er t.d. gengið í eina mínútu og hlaupið af krafti í eina mínútu og þannig koll af kolli. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að lotuþjálfun er góð og skil- virk leið til að byggja upp gott þol.“ Rétt er að leggja á það áherslu við byrjendur að fá vandaða leið- sögn þegar byrjað er að æfa með lóðum. Sævar segir það líka gilda um æfingar með lóðum eins og um aðrar æfingar að þess þarf að gæta að gera ekki það sama of lengi heldur breyta æfingunum þegar líkaminn tekur að venjast álaginu. „Á fjögurra til sex vikna fresti þarf að breyta æfingapró- gramminu, auka eða fækka end- urtekningum, stytta eða lengja hvíldartímann og skipta reglulega um æfingar. Með þessu nær lík- aminn ekki að aðlagast álaginu eins og hann annars reynir að gera og þannig má halda uppi há- marksbrennslu yfir allan daginn, vikurnar og mánuðina.“ Vöðvarnir þjálfaðir rétt Huga verður vel að réttri lík- amsbeitingu til að koma í veg fyrir möguleg álagsmeiðsl. „Byrja ætti styrktaræfingar létt og auka svo þyngdirnar smám saman. Miklu skiptir að gera allar hreyfingar rétt og vandlega og helst undir leiðsögn góðs þjáfara. Þjálfarinn ætti, auk þess að hafa auga með réttri líkamsbeitingu og lyft- ingatækni, að kenna skjólstæð- ingnum að nota réttu vöðvana við æfingarnar. Vöðvarnir sem bera líkamann eru missterkir og hættir okkur til að gera styrktaræfingar þannig að við hreyfum útlimina með sterkustu vöðunum en reyn- um ekki á og vanrækjum veikari vöðvana. ai@mbl.is Konur eiga ekki að óttast lóðin Litlar líkur á að konur verði „massaðar“ af að lyfta lóðum en meiri líkur á að þær fái „kókflöskuútlínur“. Byrjendur ættu að fara rólega af stað og hafa góða leiðsögn. Útlínur Sævar segir að með því að styrkja vöðvana eiga konur bæði að geta brennt burt fitu og fengið fallegra vaxtarlag. Miklu skiptir að gera allar hreyfingar rétt og vandlega og helst undir leiðsögn góðs þjáfara. Stellingar Áríðandi er að læra að nota lóðin rétt til að ná betri árangri og forðast meiðsli og slys. Sævar bregður hér á leik með ketilbjöllur. ’Byrja ætti styrkt-aræfingar létt ogauka svo þyngdirnarsmám saman. Mikluskiptir að gera allar hreyfingar rétt og vand- lega og helst undir leið- sögn góðs þjáfara. Þjálf- arinn ætti, auk þess að hafa auga með réttri lík- amsbeitingu og lyft- ingatækni, að kenna skjólstæðingnum að nota réttu vöðvana við æfingarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.