Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ U ndanfarin ár hefur Hot Yoga farið sigurför um heiminn, og eins og vera ber með allt sem er nýtt og ferskt hafa Íslend- ingar tekið þessari nýju tegund lík- amsræktar opnum örmum. Fáir eru betur að sér um Hot Yoga en Jóhanna Karlsdóttir. Hún hefur um árabil stýrt Hot Yoga- tímum hjá Sporthúsinu og heldur að auki úti vefnum www.hotyoga.is þar sem má m.a. kynna sér hinar ýmsu stöður og æfinga sem gerðar eru í Hot Yoga tímum. Gamlar hefðir í nýjan búning „Rekja má rætur jóga mörg þús- und ár aftur í tímann en hreyfing- arnar og stöðurnar sem notaðar eru í Hot Yoga eru að uppistöðunni til um 4.000 ára gamlar og fengnar úr indverskri jógahefð. Upphafsmaður Hot Yoga er Bikram Chodhury en þegar hann var í kringum tvítugt gerðist það að hann slasaði sig svo illa í íþróttum að læknar töldu sennilegt að hann gæti aldrei aftur gengið með góðu móti,“ segir Jó- hanna. „Chodhury dó ekki ráðalaus og í stað þess að sætta sig við hlut- skipti sitt leitaði hann til jógakenn- ara og gat undir hans leiðsögn þjálf- að líkama sinn á ný og náð fyrri styrk. Út frá þessu þróaði Chodh- ury æfingar sem nota 26 jógastöður sem æfa og liðka hvern einasta vöðvaflokk og liðamót í líkamanum.“ Jóhanna segir Hot Yoga þannig bjóða upp á alhliða þjálfun sem ekki aðeins geri líkamanum gott og auki vellíðan heldur styrki vöðva sem oft eru vanræktir og kalli á töluverða hitaeiningabrennslu. „Æfingarnar ná m.a. til litlu vöðvanna sem finna má innst inni við beinagrindina, en það eru vöðvar sem auðvelt er að gleyma við hefðbundnar æfingar í líkamsrækt og íþróttum. Samhliða þessari víðtæku þjálfun líkamans er hugað vandlega að önduninni sem örvar brennslu. Síðast en ekki síst eru æfingarnar gerðar í upphituðu herbergi við um 38-40°C sem hitar allan líkamann og gerir vöðvana mýkri svo auðveldara verður að vinna með kroppinn.“ Ekki gufubað Að sögn jóhönnu er hitinn í Hot Yoga tímum ekki svo mikill að fólki líði eins og í gufubaði. „Hitinn þjón- ar margskonar tilgangi. Fyrst má nefna að ef líkaminn er heitur og mjúkur er minni hætta á meiðslum en hitinn framkallar líka ákveðna endurnýjun í líkamanum enda svitn- ar fólk vel og hreinsast við þessar aðstæður. Hitinn og æfingarnar verka svo saman til að framkalla mikla vellíðan að jógatímanum lokn- um.“ Ef marka má lýsingar Jóhönnu er Hot Yoga lausnin á mörgum þeim vandamálum sem hrjá nútímamann- inn. „Mælingar sýna að Hot Yoga getur brennt töluverðu af hitaein- ingum og æfingarnar bæði styrkja og liðka líkamann. Þeir sem eiga við stífleika og stoðkerfisverki að glíma ættu að skoða Hot Yoga og hafa margir látið vel af áhrifunum sem æfingarnar hafa t.d. á stífleika í öxl- um og baki.“ Áherslan á líkamann Hot Yoga er skipt í þrjú þrep þar sem æfingarnar verða flóknari og meira krefjandi með hverju þrep- inu. Vel er tekið á móti byrjendum og farið að engu óðslega á fyrsta þrepinu. „Sjálf hafði ég prófað ým- iss konar æfingakerfi og jóga og fannst ég yfirleitt ekki fá neitt út úr æfingunum. Það var ekki fyrr en að ég kynntist Hot Yoga að ég fann réttu líkamsræktina fyrir mig,“ seg- ir Jóhanna sem uppgötvaði Hot Yoga þegar hún var á ferðalagi um Taíland. „Ég var í nk. millibils- ástandi og í leit að einhverju áhuga- verðu til að gera í lífinu. Leiðin lá til Taílands og þar frétti ég af áhuga- verðri jógastöð þar sem ég átti mín fyrstu kynni af þessum æfingum. Strax í fyrsta tímanum fann ég mikla vellíðan og jákvæð líkamleg áhrif.“ Hot Yoga-tímarnir einblína á lík- amleg hlutann og segir Jóhanna ekki um það að ræða að stunduð sé hugleiðsla eða kyrjaðar möntrur í tímum. „Undir lok tímans tökum við okkur nokkrar mínútur til að slaka á í þögn og þá er öllum frjálst að einfaldlega njóta þagnarinnar og þreytunnar í líkamanum eða líta inn á við.“ Það vill loða við jóga að konur eru þar í meirihluta í tímum en Jóhanna segir karla í auknum mæli vera að uppgötva Hot Yoga og ekki síst að tímarnir laða til sín menn sem glímt hafa við meiðsli, þurfa að fara var- lega með líkamann og byggja sig upp á ný. „Stundum eru karlarnir hræddir við að þeir séu ekki nógu liðugir, en það er engin fyrirstaða í Hot Yoga og hér er öllum mætt þar sem þeir eru staddir. Það kemur körlunum líka á óvart hvað æfing- arnar reyna á styrk og úthald og sumir karlanna hafa á orðið að þeir hafi aldrei prófað svona erfiða lík- amsrækt áður.“ ai@mbl.is Hitinn gerir líkamanum gott Hot Yoga hefur ýmsa kosti, að sögn Jóhönnu Karlsdóttur, brennir hitaeiningum, liðkar og vinnur gegn eymslum. ’Stundum eru karl-arnir hræddir við aðþeir séu ekki nógu lið-ugir, en það er engin fyr-irstaða í Hot Yoga og hér er öllum mætt þar sem þeir eru staddir. Morgunblaðið/Rósa Braga Rætur „Chodhury dó ekki ráðalaus og í stað þess að sætta sig við hlutskipti sitt leitaði hann til jógakennara og gat undir hans leiðsögn þjálf- að líkama sinn á ný og náð fyrri styrk,“ segir Jó- hanna Karlsdóttir um upphafsmann Hot Yoga. Berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun NLFÍ leggur áherslu á meðferðir í rólegu umhverfi og í nálægð við náttúruna. Við leitumst við að aðstoða dvalargesti okkar við að finna jafnvægi milli álags og hvíldar. Einstaklingsmiðuð meðferð, traust og fagleg þjónusta stuðlar að árangri dvalargesta við endurhæfingu og forvarnir og að aðlagast daglegu lífi eftir sjúkdóma. Hjá okkur stunda dvalargestir hreyfingu við hæfi, huga að reglulegu og hollu mataræði, góðum svefnvenjum og andlegu jafnvægi. Megin hlutverk HNLFÍ er að stunda endurhæfingu, heilsu- eflingu, forvarnir og samhæfð meðferðarform. Markmið HNLFÍ er að verða leiðandi í samþættum meðferðarformum þar sem eitt tekur við af öðru þ.e. samfelldur ferill meðferða frá bráðasjúkrahúsi í gegnum endurhæfingu að bestri mögulegri færni einstaklingsins. Heilsustofnun NLFÍ Grænumörk 10 - 810 Hveragerði - Sími 483 0300 www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.