Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ V ið bjóðum erlendum brimbrettaáhugamönnum og ævintýrafólki allan ársins hring upp á ein- stakt tækifæri til að ferðast um landið undir leiðsögn, sjá það frá óvenjulegu sjónarhorni og bruna á brimbretti við óviðjafnanlegar að- stæður,“ segir Ingólfur Már Olsen, leiðsögumaður og eig- andi ævintýra- og afþreyingarfyrirtækisins Arctic Sur- fers. Sjálfur hefur Ingólfur stundað brimbretti á Íslandi í 15 ár og snjóbretti enn lengur, en meðal annarra áhugamála hans á sviði útivistar má nefna íshokkí, hjólabretti, straumvatnsíþróttir og jöklaklifur. „Arctic Surfers er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á ævintýra- brunferðir, þar sem við eltumst við bestu öldurnar í bland við aðra skemmtilega útivist og afþreyingu, og veitum ferðamönnum innsýn í menningu okkar með íslenskum mat og tónlist.“ Besta brimið Hann segir Ísland vera eftirsóttan áfangastað meðal brimbrettafólks, sem komi alls staðar að. „Okkar kúnna- hópur er mestmegnis erlendir ferðamenn, karlar og konur á öllum aldri. Við höfum farið með fólk frá 15 og upp í 65 ára í sjóinn. Brimbrettabrun á Íslandi og landið í heild sinni er einstakt; þetta snýst ekki bara um brunið heldur allt ferðalagið. Hér eru öldur og aðstæður á heimsklassa en það skiptir öllu máli að fara á réttu staðina, á réttu dög- unum. Íslenskt veður getur verið óútreiknanlegt og það er íslenskt brun líka. Hjá Arctic Surfers erum við sérhæfðir í því að leita uppi öldu dagsins; spá í spilin, lesa í veðrið og aðstæður og finna þá staði sem eru með besta brimið hverju sinni.“ Ingólfur hefur starfað sem leiðsögumaður í 10 ár, á fjöllum og í straumvatni. Hugmyndina að Arctic Surfers fékk hann ásamt félaga sínum Erlendi Þór Magnússyni, leiðsögumanni og ljósmyndara, árið 2009. „Þessi hug- mynd okkar er búin að vera í þróun í nokkur ár og við er- um fyrst núna að skríða út úr skelinni. Elli hefur raunar snúið sér alfarið að ljósmyndun og Hreinn Elíasson, brim- brettaáhugamaður og markaðsfræðingur, og Hlynur Helgi Hallgrímsson viðburðastjóri bæst í hópinn. Við þre- menningarnir erum með ýmislegt spennandi í undirbún- ingi í brimbrettaferðamennsku, sem við munum kynna innan skamms.“ Krefjandi aðstæður Þeir félagar stunda sjálfir brimbretti hérlendis allt árið um kring. „Við brunum vetur, sumar, vor og haust. Á vet- urna er það myrkrið en ekki kuldinn sem hrellir okkur. Hér eru margir fallegir staðir sem bjóða upp á gott brun og við förum um allt land með ferðamenn. Vestfirðir, Norðurland, Austfirðir, Suðurland, Reykjanes, Reykja- vík; á rétta deginum er hægt að bruna á öllum þessum svæðum í heimsklassaöldum. Við sérhæfum okkur í því að fara með meðalvana og allt upp í atvinnumenn í íþróttinni. Þetta fyrirkomulag gerir okkur kleift að eltast við aðstæður sem geta verið mjög krefjandi og spennandi. Við skipuleggjum hverja ferð eft- ir getu þátttakenda. Arctic Surfers býður einnig upp á prí- vatferðir þar sem farið er með lokaðan hóp; þá er farið yfir undirstöðuatriðin og bruna við aðstæður sem henta öllum. Við útvegum góðan búnað í allar okkar ferðir; bretti, galla og aukahluti auk þess auðvitað að gefa góð ráð. Jafnframt leigjum við út búnað til fólks sem hefur einhverja reynslu af íþróttinni og beinum því á rétta staði. Vaxandi vinsældir Inn á milli förum við með litla eða miðlungsstóra ís- lenska starfsmannahópa í brunferðir, þar sem við veitum kennslu og kynnum sportið og allt sem því fylgir. Það lær- ir enginn að bruna á einni helgi en samt er hægt að ná góðum árangri og skemmta sér konunglega. Það tekur nokkur ár að ná almennilegum tökum á sportinu, en þetta verður líka bara skemmtilegra og hættir aldrei að vera spennandi.“ Aðspurður segir Ingólfur brimbrettaiðkun eiga vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. „Það er lítill og nokkuð þéttur hópur sem stundar brun á Íslandi, allt árið um kring. Þessi hópur fer stækkandi, hægt og rólega, en það er ekki fyrir hvern sem er að stunda brimbretti um hávet- ur á Íslandi. Þetta er mjög líkamlega erfitt sport og tæknilegt. Við erum að eltast við brim í síbreytilegum veð- uraðstæðum. Brimbrettabrun þarf alls ekki að vera hættulegt en getur verið það ef ekki er varlega farið. Bjart framundan Brimbrettabrun er ungt sport á Íslandi. Eitt af því sem gerir það svo magnað hér og umtalað erlendis er hvað það eru fáir í sjónum á góðum dögum. Það er einmitt það sem fólk sækist eftir. Það er flókin formúla að eltast við gott brun og búa til ógleymanleg ævintýri fyrir fólk, plön breytast oft skyndilega í takt við íslenskt veðurfar, en það er hluti af upplifuninni. Arctic Surfers vex hratt og við- skiptavinir okkar eru ánægðir með það sem við höfum upp á að bjóða. Það er því óhætt að segja að það séu spennandi tímar framundan hjá okkur sem tilheyrum íslenskri brun- menningu.“ beggo@mbl.is Ævintýri við Íslandsstrendur Ingólfur Már Olsen, leiðsögumaður og stofnandi Arctic Surfers, ferðast um landið með erlent brimbrettaáhugafólk og leitar uppi bestu öldurnar, þar sem vetrarveður setur sjaldan strik í reikninginn. Ljósmyndir/Elli Thor photography. Brimbrettaiðkun „Það er lítill og nokkuð þéttur hópur sem stundar brun á Íslandi, allt árið um kring,“ segir Ingólfur Már Olsen. Brim „Brimbrettabrun á Íslandi og landið í heild sinni er einstakt; þetta snýst ekki bara um brunið heldur allt ferðalagið. Hér eru öld- ur og aðstæður á heimsklassa.“ Ísland „Hjá Arctic Surfers erum við sérhæfðir í því að leita uppi öldu dagsins; spá í spilin, lesa í veðrið og aðstæður og finna þá staði sem eru með besta brimið hverju sinni.“ Berocca® Performance er einstök samsetning af B vítamínunum, C vítamíni, magnesíum og zínki. Bættu frammistöðu þína með Berocca - rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur. UPP Á ÞITT BESTA! SYKUR LAUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.