Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 10
S aga Vilhjálms Þórs Davíðssonar ætti að geta orðið mörgum inn- blástur. Eins og myndirnar með greininni bera með sér er þessi 26 ára flugþjónn í dag bæði manna spengilegastur og fríðastur, ánægður með lífið og tilveruna. En ekki er langt síðan Vil- hjálmur var bæði þunglyndur, með lágt sjálfsmat, og í mikilli yfirþyngd. Hann tók sig rækilega á og er núna um 40 kg léttari en þegar hann var feitastur. „Þegar ég hugsa til baka þá var þetta dimmur og drungalegur tími. Ég var skápa- hommi, greinilega þunglyndur og orðinn allt of þungur, og var einhvern veginn ekki að höndla lífið. Í langan tíma hafði mér fundist að ég ætti engan tilverurétt, og allt væri rangt við mig. Ég var minnimáttar í vina- hópnum, í þjóðfélaginu og allt við mig var rangt, frá vaxtarlaginu yfir í kynhneigðina.“ „Gat ekki haldið svona áfram“ Svo gerðist það einfaldlega einn daginn að Vilhjálmur sneri blaðinu við. Hann getur ekki komið auga á neinn einstakan atburð sem ýtt við honum að breyta um lífsstíl. „Einn daginn vakna ég einfaldlega og átta mig á að svona get ég ekki haldið áfram og ég varð að breyta hjá mér lífsstílnum. Ég leitaði ráða hjá vinkonu minni sem lengi hef- ur starfað við líkamsrækt og hún aðstoðaði mig við að útbúa æfingaplan. Bæði tók ég mataræðið í gegn og fór smám saman að hreyfa mig meira. Ég byrjaði á því að fara í göngutúra bara til þess að koma mér af stað, jók svo smám saman álagið, fór að skokka og hlaupa, og fyrr en varði fóru kílóin að hrynja af mér. Bara fyrsta hálfa árið fóru 20 kíló og í dag eru þetta ein 40 kíló sem eru farin og mér tekst nokkuð vel að halda mér stöðugum í þeirri kjörþyngd sem ég er í nú.“ Oft er talað um að fólk lendi í vandræðum með þyngdartapið þegar komið er að ákveðnum þröskuldi. Þá er eins og líkaminn ríghaldi í fituna og sama hvað tekið er á því í ræktinni eða varlega farið í mataræðinu bifast kílóin ekki. Vilhjálmur segist ekki hafa rekist á slíkan vegg, og hans „náttúrulega“ fituhlutfall virðist vera þar sem hann er nú. Hins vegar hafi hann fallið í andlega gildru og á endanum gengið svo langt að hann hafi í reynd fengið átröskunarsjúkdóm. „Ég hugsa að ég hafi ánetjast skjalli. Það var svo gefandi þegar kílóin voru að fjúka hvað hraðast að fá allt hrósið frá fólkinu í kring- um mig sem var stöðugt að segja mér hvað ég hefði grennst og fríkkað frá því þau sáu mig síðast. En smám saman fer að hægja á þyngdartapinu, fólk fer að venjast breyttu útliti mínu og um leið fer hrósið að heyrast sjaldnar. Í mínu tilviki var ég orðinn svo háður hrósinu að þegar ég var kominn í kjörþyngd og var heilbrigður á alla vegu þá fór ég að leita leiða til að grenna mig enn meira. Ég áttaði mig ekki til fulls á þessum nýja vanda fyrr en ég rankaði við mér á sjúkrahúsi en þá hafði liðið yfir mig í líkams- ræktinni enda var ég að hreyfa mig miklu meira en ég ætti og borða mun minna en ég ætti.“ Árangurinn er hvetjandi Vilhjálmur segir aftur á móti að hann hafi ekki þurft á mikilli hvatningu að halda þegar hann byrjaði átakið. „Árangurinn er svo mikill og greinilegur þegar maður er í svona mikilli yfirþyngd. Að sjá kílóin bráðna burt er fyrir marga allur sá hvati sem þarf til að halda sig við hreyfinguna og gæta að mat- aræðinu.“ Í dag segir Vilhjálmur að vellíðanin og orkan sem fæst með skynsamlegu mataræði og hreyfingu sé það sem haldi honum gang- andi. „Ef ég læt eftir mér langt kyrrsetu- tímabil eða borða of mikið af ruslfæði þá finn ég um leið að fötin taka að þrengjast og líðanin fer að versna.“ Vilhjálmur gætir þess líka að ganga ekki of langt í hollustumataræðinu og hreyfing- unni. Hann segir að allar öfgar í mataræði og hreyfingu auki hættuna á að fólk gefist upp eða falli í freistni og lendi þá aftur í sama farinu og áður. „Ef mig langar virki- lega í skyndibita þá læt ég það eftir mér en reyni þá á móti að taka ögn meira á því við æfingarnar. Ég fann líka hreyfingu, skokkið, sem ég hef gaman af og hentar vel óreglu- legum vinnudegi flugþjónsins. Ég hef ánægju af að hreinsa hugann og gefa lík- amanum orkuskot með því að hlaupa í nokk- ur korter fjóra eða fimm daga vikunnar.“ ai@mbl.is Vaknaði einn daginn og ákvað að snúa við blaðinu Vilhjálmur var bæði þungur og þunglyndur en tók sig á og missti 40 kg. Segir vini og ætt- ingja fólks með þyngdarvanda- mál eiga að beita mjúkum þrýst- ingi og sýna nærgætni. Morgunblaðið/Ómar Átök „Þegar ég hugsa til baka þá var þetta dimmur og drungalegur tími. Ég var skápahommi, greinilega þunglyndur og orðinn allt of þungur, og var einhvern veginn ekki að höndla lífið. Í langan tíma hafði mér fundist að ég ætti engan tilverurétt, og allt væri rangt við mig,“ segir Vilhjálmur Þór Davíðsson. Þungur Þessi mynd er tekin árið 2005, um það leyti sem Vilhjálmur ákveður að taka sig á. 10 | MORGUNBLAÐIÐ Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bjúgur eða liðverkir? www.annarosa.is Tinktúran Fíflablöð og birki þykir draga úr bjúg og liðverkjum vegna mikillar vökvasöfnunar. Ég er 47 ára og hef verið með gigtarverki og stirðleika í liðum, stundum það mikið að ég á erfitt með að klæða mig í sokka á morgnana. Ég er að bíða eftir tíma hjá gigtarlækni en í millitíðinni ákvað ég að prófa Fíflablöð og birki. Nú er ég búin með tvær flöskur og finn mikinn mun á mér og það er mikill léttir að vera ekki stirð og kvalin. Tinktúran hefur líka haft vatnslosandi áhrif sem dregur úr liðverkjum. Ég mun halda áfram að taka þessa tinktúru því ég hef fulla trú á henni og því sem kemur úr náttúrunni. – Hrönn Traustadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.