Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ | 27 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is ÁRSKORT á aðeins 4.990 krónur á mánuði (12 mán. binditími) Eða 49.900 krónur staðgreitt (gildir til 31.janúar) 1 heppinn árskortshafi verður dreginn út í apríl og fær hann Trek reiðhjól. 4 flottir skvasssalir - Ketilbjöllutímar - Cross train extreem XTX - 6 spinning tímar á viku - Einn besti golfhermir landsins - Góður fullbúinn tækjasalur - Körfuboltasalur - Einkaþjálfarar - Gufubað í búningsklefum. Allir árskortshafar í Veggsport eru í fríðindaklúbbi Veggsports. Fríðindaklúbburinn veitir þér: Handklæði eftir ræktina.- Fæðubótapakki frá EAS- 2 tímar með einkaþjálfara í fitumælingu, markmiðasetningu og- persónulegt æfingarprógram. 5 skipta Boost kort.- Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi. 2 heppnir verða dregnir út og geta boðið maka/vini með sé Allir sem kaupa árskort í Veggsport í ja núar fara í pott Ert þú með árskort í Veggsport? r í ræktina í HEILT ÁR. . V ið ætlum að ganga sögu- fræga leið í Skosku há- löndunum sem nefnist West Highland Way og liggur frá Milngavie, sem er rétt norðan við Glasgow, og í norðurátt til Fort William,“ segir Árný, spurð um þessa tilkomumiklu leið. Hópurinn heldur utan 23. júní og kemur aftur 2. júlí. „Gönguleiðin er 154,5 kílómetrar að lengd og við förum hana á 7 dögum. Vant göngu- fólk getur reyndar farið hana á fimm eða sex dögum en þá er óhjá- kvæmilegt að fara á mis við eitthvað af hinni stórbrotnu náttúru Háland- anna sem fyrir augu ber á leiðinni, og það væri mikil synd. Þessi göngu- leið býður upp á alla þá mik- ilfenglegu náttúrufegurð sem á ann- að borð er að finna í Skotlandi, grösuga dali jafnt sem hrikalega fjallasýn, og við hlökkum mikið til að takast á við hana.“ Í hópi bestu gönguleiða heims Það er ekki ofsagt að leiðin sé í öndvegishópi gönguleiða enda valdi tímaritið National Geographic hana í hóp 20 bestu gönguleiða heims. Hún samanstendur af mörgum eld- fornum stígum og troðningum þar sem sagan liggur við hvert fótmál. Skotar hafa löngum verið hjátrúar- fullir og á það ekki sístan þátt í því hversu lifandi saga síðustu alda er í Skotlandi. „Á sjötta degi göngum við til dæmis yfir heiðina Rannoch Moor þar sem má bóka að fleiri verði með í för en sjást með berum augum,“ segir Árný og hlær við. „Að kvöldi þess dags komum við að hót- elinu King’s House. Það var byggt á 17. öld og er talið eitt af elstu starf- andi veitingahúsum Skotlands. Þar erum við sömuleiðis í nágrenni við staði þar sem reimleikar eru mikl- ir,“ bætir Árný við. Allir velkomnir með Árný, sem er hjúkrunarfræð- ingur, M.Sc. að mennt, stofnaði Kraftgöngu fyrir aldarfjórðungi og var félagsskapurinn hugsaður sem forvarnarstarf til heilbrigðis, að sögn Árnýjar. „Starfsemin vatt fljót- lega upp á sig og er í dag með ferða- skrifstofuréttindi,“ en þess má geta að Kraftganga hefur þegar farið til Noregs og Grænlands í gönguferðir, auk ótal ferða hér innanlands. Gönguleiðin West Highland Way er hentug fyrir alla sem á annað borð eru í formi til að ganga. „Fyrir þá sem hafa hug á að koma með er svo alveg kjörið að byrja nýárið á því að ganga sig í góða æfingu með okkur og vera þannig í fínu formi þegar við höldum utan þann 23. júní. Ferðin er öllum opin og allar upp- lýsingar má fá á heimasíðu okkar, Kraftganga.is,“ segir Árný að end- ingu. jonagnar@mbl.is Gengið um fagrar sveitir Skotlands Fegurð „Þessi gönguleið býður upp á alla þá mikilfenglegu náttúrufegurð sem á annað borð er að finna í Skotlandi, grösuga dali jafnt sem hrikalega fjallasýn, og við hlökkum mikið til að takast á við hana.“ Í júní næstkomandi ætlar félagsskapurinn Kraftganga að leggja í hópferð til Skotlands þar sem land verður lagt undir fót í bókstaflegri merkingu. Fyrirhuguð gönguleið er rómuð fyrir náttúrufegurð og margt áhugavert ber fyr- ir augu á leiðinni, eins og Árný Helgadóttir hjá Kraft- göngu segir frá. Morgunblaðið/Kristinn Kraftganga „Fyrir þá sem hafa hug á að koma með er svo alveg kjörið að byrja nýárið á því að ganga sig í góða æfingu með okkur og vera þannig í fínu formi þegar við höldum utan þann 23. júní,“ segir Árný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.