Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ É g og maðurinn minn velt- um lengi fyrir okkur nafni á stöðina og okkur fannst þetta flott nafn þegar við duttum niður á það,“ segir Arna, eins og hún er kölluð, en stöðin var opnuð þann 1. mars á síðasta ári. Í nafninu er orðaleikur sem felur í sér hvatningu eða ákall til iðkenda „að vera jóga“ eins og hún útskýrir. Í stöðinni er hins veg- ar boðið upp á margvíslega heilsu- þjálfun og þar er fjölmargt í boði meðfram jógatímum. „Ég lagði upp með að opna stöð þar sem öll aðstaða og aðbúnaður miðar að því að láta gestum og við- skiptavinum líða vel. Ég lagði áherslu á að hafa hana fallega inn- réttaða og að andrúmsloftið væri notalegt og kósí. Þegar ég skipu- lagði stöðina var ég að hugsa um viðskiptavini sem langar ekki að æfa inni á líkamsræktarstöð en vilja samt stunda fjölbreyttari þjálf- un en jóga eingöngu. Þess vegna blanda ég saman líkamsrækt og jóga með allt það fólk í huga sem vill vera þarna einhvers staðar á milli. Þannig er mín hugsjón með þessa stöð, að hugsa um fólk sem vill koma í hlýlega andlegu iðkun en líka fá líkamsþjálfun. Ég býð upp á tíma í litlum hópum þar sem per- sónulegt andrúmsloft og umhyggja er í öndvegi.“ Bland af öllu því besta Eins og framar greindi vildi Arna að útlitið á B Yoga og innrétting- arnar bæru með sér yfirbragð slök- unar og vellíðunar. „Þess vegna kaus ég að hafa útlitið meira í ætt við spa-stöðvar og heilsulindir, enda er stöðin frábrugðin því sem flestir eiga að venjast á jógastöðvum hér á landi. Sérstaða stöðvarinnar felst þó fyrst og fremst í framboði mis- munandi þjálfunar, að sögn Örnu. Hún er menntaður íþróttafræð- ingur og hefur unnið við marg- víslega þjálfun um langt árabil, meðal annars sem einkaþjálfari, þolfimikennari og jógakennari. Reynslu sinni hefur hún safnað og sett saman í æfingakerfi fyrir kon- ur sem heitir B Yoga, rétt eins og stöðin, og er meðal þess sem er að finna á stundatöflu stöðvarinnar. „Þar er ég með samsafn af öllu því besta sem ég hef sankað að mér gegnum tíðina og má segja að sé bland í poka af jóga, pilatesæf- ingum, ballettæfingum, styrkt- arþjálfun og fleiru – þetta er svona „best af öllu“-kerfi. Rauði þráð- urinn er samt sem áður andlegi þátturinn. Að fólk læri að gera æf- ingar á meðvitaðan hátt og tengi þannig líkama, huga og sál. Ég legg mikið upp úr því að fólk hlusti á lík- ama sinn og virði þau skilaboð sem hann sendir. Hjá mér vil ég að fólk stígi út úr samkeppninni og hama- ganginum þar sem útlitsdýrkunin er allsráðandi. Heldur kýs ég að hugsa þetta frá hinum endanum. Við erum að byggja upp líkamann en byrjum á þessu andlega, út frá umhyggju, kærleika, jákvæðni og væntumþykju.“ Kolféll fyrir kundalini-jóga Arna hefur ýmislegt lært um sína daga þegar kemur að þjálfun og uppbyggingu líkamans en kolféll fyrir kundalini-jóga þegar hún kynntist þeirri grein jógafræðanna. „Ég lærði hjá Auði Bjarnadóttur í Jógasetrinu og þó ég hefði þá þegar verið búin að kynna mér jóga að einhverju leyti og að sama skapi búin að prófa ótalmargar leiðir til líkamsþjálfunar, þá var einhvern veginn þannig að þegar ég kynntist kundalini-jóga var það ást við fyrstu sýn,“ rifjar Arna upp. „Ég var í meðgöngujóga í Jógasetrinu og ákvað í framhaldinu að taka kennsluréttindi, ég var alveg heill- uð. Strax og ég byrjaði í kundalini fannst mér eins og ég væri komin heim. Kundalini jóga er kraftmikið, fer beint inn í hjartað og er hrað- virkasta leiðin til að ná jafnvægi á milli líkama, hugar og sálar. Það er þó erfitt að ústkýra hvernig þetta virkar og best að upplifa það á eigin skinni. Þegar fólk byrjar í kundalini þá dettur það inn í það og þá verð- ur ekki aftur snúið. Kundalini hjálpar okkur að fara beint inn í ljósið okkar og er eiginlega hrað- virkasta leiðin fyrir fólk til að tengjast við sálina og ljósið sitt.“ Alls konar æfingar í rólu Arna útskýrir að þó hún sjálf hreinlega elski kundalini þá sé það engu að síður svo að það sé ekki endilega fyrir alla. Þess vegna býð- ur stöðin upp á fleiri tegundir lík- amsþjálfunar svo eitthvað sé í boði fyrir sem flesta. Þannig sé B Yoga- kerfið gerólíkt kundalini-jóga. „Sumir viðskiptavinir stunda hvort tveggja og aðrir halda sig við ann- að hvort,“ útskýrir Arna. Nú í jan- úar bætist svo við framboðið á jógatímum þegar B Yoga byrjar að bjóða upp á nýtt og býsna áhuga- vert kerfi sem nefnist aerial-yoga. „Ég er með svona rólu heima hjá mér og hef sjálf verið að prófa, og þetta er alveg fáránlega skemmti- legt. Ég fór svo út í síðasta mánuði til að læra að kenna þetta og hlakka mikið til að bjóða við- skiptavinum upp á þessa tegund jóga, en eftir því sem ég best veit hefur engin önnur stöð boðið upp á aerial-jóga enn sem komið er. Þetta er aftur á móti orðið gríðarlega vin- sælt erlendis,“ segir Arna. „Hugs- unin á bak við aerial-jóga er að gera æfingar með viðvarandi stuðn- ing við líkamann, þar eð maður styðst við róluna, og um leið er hægt að fara dýpra inn í stöður án þess að auka álagið á líkamann af því maður hefur stuðninginn frá rólunni. Það minnkar til mikilla muna álag á hryggjarliði og liða- mót. Það er líka svo skemmtilegt að það er hægt að fara í allar öf- ugsnúnu stöðurnar og baksveigj- urnar með stuðning. Þá er til dæm- is hægt að hanga á hvolfi og það er nokkuð sem allir geta gert; fólk sem aldrei gæti staðið á höndum eða á haus getur þetta með ról- unni,“ bætir Arna við. „Ég er viss um að þetta á eftir að gera mjög mörgum gott af því rólan virkar þannig að þegar fólk er komið í hana fer líkaminn ósjálfrátt í þann farveg að leiðrétta sig sjálfur. Það má liggja í henni eins og hengirúmi og þá er þyngdaraflið að toga og teygja líkamann til, þegar hann þarf ekki að halda sjálfum sér uppi. Hann leitast sjálfur við að smella allur á réttan stað. Þetta er ótrú- lega spennandi viðbót og með þessa þrjá ólíku valkosti – B jóga, kundal- ini og aerial – vonast ég til að geta veitt sem breiðustum hópi við- skiptavina þjónustu á nýju ári.“ Að allir séu sáttir í eigin skinni Að lokum má benda áhugasömum á Fésbókarsíðu B Yoga og heima- síðu stöðvarinnar, www.byoga.is, þar sem lesa má margs konar hug- leiðingar um heilbrigðan huga og hraustan líkama. Rauði þráðurinn í skrifum Örnu er að allir séu sáttir í eigin skinni. „Fyrir mér snýst þetta um að við getum endalaust verið að borða hollt og hamast en erum samt ekki endilega ánægð. Mér finnst að við eigum að byrja á því að elska það sem okkur er gefið í vöggugjöf og sættast við það sem við höfum frá náttúrunnar hendi, bæði styrkleika og veikleika. Allt sem við gerum á að vera undir- strikað af umburðarlyndi og kær- leika fyrir okkur sjálfum.“ jonagnar@mbl.is Að tengja líkama, huga og sál Jógastöðin B Yoga við Net- hyl býður upp á jógaþjálfun með persónulegum for- merkjum. Leiðarljósið er að líkami, hugur og sál séu í jafnvægi, eins og Margrét Arna Arnardóttir, jóga- kennari og eigandi stöðvarinnar, segir frá. Morgunblaðið/Ómar Vellíðan „Mér finnst að við eigum að byrja á því að elska það sem okkur er gefið í vöggugjöf og sættast við það sem við höfum frá náttúrunnar hendi, bæði styrkleika og veikleika. Allt sem við gerum á að vera undirstrikað af umburðarlyndi og kærleika fyrir okkur sjálfum.“ Nýjung „Ég er viss um að þetta á eftir að gera mjög mörgum gott af því rólan virkar þannig að þegar fólk er komið í hana fer líkaminn ósjálfrátt í þann farveg að leiðrétta sig sjálfur,“ segir Arna um Aerial Yoga. Jóga „Það sem kundalini-jóga gerir fyrir mann virkar svo fljótt og það er um leið svolítið erfitt að útskýra hvernig það virkar, því er best að upplifa það.“ Þegar Arna kynntist kundalini var það ást við fyrstu sýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.