Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 Hrotu-Baninn heldur efri öndunarvegi opnum og þannig eiga hroturnar að minnka eða hverfa alveg. Þú ættir að finna mun strax eftir fyrstu nóttina. Leiðbeiningar fylgja, bæði á íslensku og ensku. Þú getur skilað Hrotu-Bananum innan 45 daga frá afhendingu ef þér finnst hann ekki standa undir væntingum og fengið endurgreitt. (Að frádregnum pökkunar- og sendingarkostnaði). Eftirtalin Apótek og HEILSUBUDIN.IS selja Hrotu-banann: AKUREYRARAPÓTEK - Kaupangi LYFJAVER, Suðurlandsbraut 22 // LYFJABORG - Borgartúni 28 // GARÐSAPÓTEK - Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK - Grafarholti // ÁRBÆJARAPÓTEK - Hraunbæ 115 // APÓTEK GARÐABÆJAR, Litlatúni 3 REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 // APÓTEK HAFNARFJARÐAR - Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. Sími: 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is E in allra skemmtilegasta leið- in til að stunda regulega hreyfingu er að fara í göngu- túr með heimilishundinum. Hundar eru yndislegur fé- lagsskapur, góð viðbót við hverja fjölskyldu og tryggasti vinur sem hægt er að hugsa sér, en þeir hjálpa eigendum sínum líka að stunda reglulega hreyfingu. Flestar tegundir hunda kalla á a.m.k. einn góðan göngutúr á dag þar sem bæði hundur og eigandi viðra sig, fá ferskt loft í lungun, koma blóðinu á hreyfingu, sýna sig og sjá aðra. Þegar litið er yfir allt árið safnast ávinningurinn af þessum daglegu göngutúrum upp. Meðalmanneskjan má reikna með að brenna um 150 kaloríum á hálftíma göngutúr. Eftir 365 slíka göngutúra hafa 54.750 kal- oríur fuðrað upp. Þumalputtareglan segir að um 7.700 kaloríur séu í kílói af fitu svo gönguferðirnar með hundinum ættu fræðilega að geta rýrt fitubirgðir líkamans um rösk sjö kíló á einu ári. Góður félagsskapur Í rannsókn sem gerð var við Miss- ouri-háskóla í Bandaríkjunum var fylgst með hópi sjálfboðaliða sem fóru í göngutúr með hundi 20 mín- útur á dag fimm daga vikunnar í 50 vikur og misstu þeir að meðaltali rösklega sex kíló yfir þetta tímabil. Sjálfboðaliðarnir voru valdir úr hópi kyrrstöðufólks og byrjaði verkefnið með stuttum 10 mínútna göngu- túrum þrisvar í viku sem svo lengd- ust og fjölgaði eftir því sem á leið. Ein merkileg niðurstaða rann- sóknarinnar var að það virðist breyta miklu að viðhalda reglulegri hreyfingu í langan tíma. Þeir sjálf- boðaliðar sem hættu þátttöku fyrir 26 vikna markið sáu enga breytingu á líkamsþyngd sinni. Þá virtust göngutúrarnir með hundunum verða þess valdandi að þátttakendur fóru að gera meira af því að fara ferða sinna fótgangandi. Til viðbótar við þetta má telja upp fjölda rannsókna sem sýnt hafa fram á alls kyns önnur jákvæð heilsufars- leg áhrif hundahalds. Þannig eru hundaeigendur síður líklegir til að fá hjarta- og æðasjúkdóma, hundar draga úr kvíða og streitu, vinna gegn félagslegri einangrun og ein- manaleika. Ein rannsóknin sýndi fram á að eigendur hunda og katta þurfa mun sjaldnar að fara til læknis en hinn almenni borgari. Í dag má finna hjá Dýrahjálp Ís- lands (Dyrahjalp.is) 19 hunda af öll- um stærðum og gerðum sem eru í heimilisleit. ai@mbl.is Tryggur vinur sem kemur þér líka í form Hundar bæta heilsu eig- enda sinna og brenna hita- einingum á labbitúrum Morgunblaðið/Ómar Labb Félagar á gangi í Laugardal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.