Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunArkitektinn Margrét Leifsdóttir á bjart og fallega innréttað heimili á Tómasarhaga »26
Mig langar í…
… Í SVEFNHERBERGIÐ
Þar er ekki neinn vafi í mínum huga – mig
langar í nýja dýnu í rúmið okkar. Sé það í
hillingum og svíf hálfa leið inn í drauma-
landið bara við tilhugsunina.
… Í BARNAHERBERGIÐ
Mig langar svo til að stelpurnar okkar, Lea
og Kaja, eigi herbergi sem er spennandi en
jafnframt gott og afslappandi að vera í. Sé
það alveg fyrir mér að í barnaherbergi sé
gaman að hafa pláss fyrir flottar dýnur og
stóra púða á gólfi til að kúldrast í og hafa
það kósý.
… Í GARÐINN
Draumagarðurinn er frekar lítill og afgirtur
þar sem má hengja seríur yfir hann þveran
og endilangan. Ímynda mér það sem
skemmtilegan stað að vera á með jafn
skemmtilegu fólki. Það eru sem sagt seríur
sem gera garðinn frægan hjá mér.
… Á BAÐHERBERGIÐ
Eftir smá umhugsun þá finnst mér flott loftljós
eða ljósakróna skemmtilegur hlutur á baðherbergi
ásamt því að hafa herbergið í einhverjum ofur fal-
legum lit. Ég á mér samt ekkert „drauma-drauma“
í þeim efnum. Margt sem kæmi til greina.
… Í ÚTÓPÍSKRI VERÖLD
Ég tek undir orðin um frið og hamingju
öllum til handa en ætli ég væri ekki til í að
splæsa í gufubað við þessar aðstæður. Held
að það sé alveg frábært til að hafa heima.
… Í STOFUNA
Það er einn stóll sem ég hefði
ekki á móti því að eiga. Það er
Butterfly chair, ættaður frá Argent-
ínu og hannaður árið 1938. Upp-
haflega hugsaður sem mubla til að
brjóta saman, vera auðveld-
ur í meðförum og þægileg-
ur í ferðalög. Útilegustól-
arnir sem margir þekkja vel
eru enn byggðir á þessari hönnun.
Ég vildi gjarnan eiga hann í þykku
og ljósu bómullarefni með svörtum
fótum. Svo sem alveg raunhæfur
draumur en þó í ófyrirsjáanlegri
framtíð! Þá held ég að einhver af
pappalömpunum eftir Isamu No-
guchi gæti farið vel við!
HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR RITSTÝRIR
VEFMIÐLINUM HOME AND DELICIOUS
SEM FJALLAR UM HEIMILI OG MAT Í VÍÐUM
SKILNINGI OG ALLT ÞAR Á MILLI. HALLA BÁRA
VINNUR NÁIÐ MEÐ EIGINMANNI SÍNUM,
GUNNARI SVERRISSYNI LJÓSMYNDARA,
EN ÞAU GÁFU NÝVERIÐ ÚT FALLEGA
LJÓSMYNDABÓK SEM BER HEITIÐ HEIMSÓKNIR,
ÍSLENSK HEIMILI OG HEFUR AÐ GEYMA
HÁTT Í 200 LJÓSMYNDIR AF EINSTÖKUM HEIMILUM.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
… Í ELDHÚSIÐ
Hér segir Gunnar maðurinn
minn að hann langi helst í
pastavél. Mér finnst það frá-
bær hugmynd. Við eldum
mikið en ég verð að við-
urkenna að við erum ekki
mikið græjufólk þegar kemur
að eldamennsku. Ég vildi hins
vegar eignast stórt og gott
gæðabretti sem mætti alltaf
vera uppi á borði. Myndi ekki
sakna sérstaklega glærhvítu
plastbrettanna sem verpast
og eru þá eiginlega orðin
hættuleg nálægt beittum hníf!