Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunArkitektinn Margrét Leifsdóttir á bjart og fallega innréttað heimili á Tómasarhaga »26 Mig langar í… … Í SVEFNHERBERGIÐ Þar er ekki neinn vafi í mínum huga – mig langar í nýja dýnu í rúmið okkar. Sé það í hillingum og svíf hálfa leið inn í drauma- landið bara við tilhugsunina. … Í BARNAHERBERGIÐ Mig langar svo til að stelpurnar okkar, Lea og Kaja, eigi herbergi sem er spennandi en jafnframt gott og afslappandi að vera í. Sé það alveg fyrir mér að í barnaherbergi sé gaman að hafa pláss fyrir flottar dýnur og stóra púða á gólfi til að kúldrast í og hafa það kósý. … Í GARÐINN Draumagarðurinn er frekar lítill og afgirtur þar sem má hengja seríur yfir hann þveran og endilangan. Ímynda mér það sem skemmtilegan stað að vera á með jafn skemmtilegu fólki. Það eru sem sagt seríur sem gera garðinn frægan hjá mér. … Á BAÐHERBERGIÐ Eftir smá umhugsun þá finnst mér flott loftljós eða ljósakróna skemmtilegur hlutur á baðherbergi ásamt því að hafa herbergið í einhverjum ofur fal- legum lit. Ég á mér samt ekkert „drauma-drauma“ í þeim efnum. Margt sem kæmi til greina. … Í ÚTÓPÍSKRI VERÖLD Ég tek undir orðin um frið og hamingju öllum til handa en ætli ég væri ekki til í að splæsa í gufubað við þessar aðstæður. Held að það sé alveg frábært til að hafa heima. … Í STOFUNA Það er einn stóll sem ég hefði ekki á móti því að eiga. Það er Butterfly chair, ættaður frá Argent- ínu og hannaður árið 1938. Upp- haflega hugsaður sem mubla til að brjóta saman, vera auðveld- ur í meðförum og þægileg- ur í ferðalög. Útilegustól- arnir sem margir þekkja vel eru enn byggðir á þessari hönnun. Ég vildi gjarnan eiga hann í þykku og ljósu bómullarefni með svörtum fótum. Svo sem alveg raunhæfur draumur en þó í ófyrirsjáanlegri framtíð! Þá held ég að einhver af pappalömpunum eftir Isamu No- guchi gæti farið vel við! HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR RITSTÝRIR VEFMIÐLINUM HOME AND DELICIOUS SEM FJALLAR UM HEIMILI OG MAT Í VÍÐUM SKILNINGI OG ALLT ÞAR Á MILLI. HALLA BÁRA VINNUR NÁIÐ MEÐ EIGINMANNI SÍNUM, GUNNARI SVERRISSYNI LJÓSMYNDARA, EN ÞAU GÁFU NÝVERIÐ ÚT FALLEGA LJÓSMYNDABÓK SEM BER HEITIÐ HEIMSÓKNIR, ÍSLENSK HEIMILI OG HEFUR AÐ GEYMA HÁTT Í 200 LJÓSMYNDIR AF EINSTÖKUM HEIMILUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is … Í ELDHÚSIÐ Hér segir Gunnar maðurinn minn að hann langi helst í pastavél. Mér finnst það frá- bær hugmynd. Við eldum mikið en ég verð að við- urkenna að við erum ekki mikið græjufólk þegar kemur að eldamennsku. Ég vildi hins vegar eignast stórt og gott gæðabretti sem mætti alltaf vera uppi á borði. Myndi ekki sakna sérstaklega glærhvítu plastbrettanna sem verpast og eru þá eiginlega orðin hættuleg nálægt beittum hníf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.