Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014
Í umfjöllun um helstu listaviðburði liðins árs,
í Sunnudagsblaði fyrir viku, láðist að geta
þess að Dansar í Eldborg og flutningur
Kammersveitar Reykjavíkur á verkum Lutos-
lawskis, sem gagnrýnendur blaðsins luku
lofsorði á, hefðu verið á dagskrá Listahátíðar
í Reykjavík í fyrravor.
LEIÐRÉTT
Spiccato flytur tónlist Arqangelo Corelli.
Strengjasveitin Spiccato kveður jólin með
tvennum tónleikum, annars vegar í Neskirkju
á sunnudag klukkan 20 og hins vegar í Sel-
fosskirkju á mánudag á sama tíma. Á efnis-
skrá eru meðal annars konsertar ítalska tón-
skáldsins Arqangelo Corelli; 7-12 ópus 6
„Concerti Grossi“. Að auki munu tíu fiðlu-
nemar úr Tónlistarskóla Árnesinga leika með
sveitinni í Selfosskirkju á tónleikunum á
mánudag og flytja fyrsta kafla úr fiðlukonsert
í a moll eftir Antonio Vivaldi.
Barokk-tónlistarformið Concerto Grosso
byggist á samspili tveggja misstóra hljóð-
færahópa, þar sem spil nokkurra einleikara
kallast á við hljómsveitina en Corelli er
gjarnan talinn vera lærifaðir þess og var mikil
eftirspurn eftir verkum tónskáldsins um alla
Evrópu á barrokktímanum. Konsertarnir
voru þó ekki gefnir fyrr en eftir að Corelli
lést þar sem hann neitaði að gefa þá út í lif-
anda lífi.
TÓNLEIKAR SPICCATO
JÓLIN KVÖDD
Kunngjört var á þriðju-
dag hvaða kvikmyndir
síðasta árs það eru sem
tilnefndar eru til Produ-
cers Guild Award. Verð-
launin hafa gjarnan þótt
gefa vísbendingar um
hvaða myndir munu
einnig hljóta tilnefningar
til Óskarsverðlaunanna.
Meðal þeirra kvikmynda sem tilnefndar
eru 12 Years a Slave í leikstjórn Steve
McQueen sem fjallar um sögu menntaðs
blökkumanns sem býðst vinna í Wash-
ington en er blekktur og hnepptur í þræl-
dóm þess í stað. Þá er American Hustle
með Christian Bale í aðalhlutverki einnig
á lista og geimmyndin Gravity með
Söndru Bullock og George Clooney er
einnig tilnefnd. Þar kom Íslendingur að
gerð myndarinnar en Daði Einarsson vann
að undirbúningi hennar í nánu samstarfi
við leikstjórann; Alfonso Cuaron og sá
meðal annars um tæknibrellur sem þykja
mikið sjónarspil, hannaði hreyfingar leik-
ara og umhverfi. Gravity hefur hlotið ein-
róma lof gagnrýnenda og leikstjórinn
James Cameron meðal annars gengið svo
langt að kalla hana bestu geimmynd sög-
unnar.
Verðlaunin verða veitt vestanhafs 19.
janúar næstkomandi.
PRODUCERS GUILD AWARD
Daði Einarsson
GRAVITY
TILNEFND
Menning
A
ð hafa ríkisfang er algjörlega
ný staða fyrir mig. Ég hef
aldrei átt slíka pappíra áður.
Alla mína ævi hafa öll mín
skjöl sagt mig vera flótta-
mann. Ég held hreinlega að ég þurfi ekki
einu sinni rúm til að sofa á þessa dagana,
ég svíf á skýi,“ segir Mazen Maarouf, rit-
höfundur og glænýr íslenskur ríkisborgari.
Mazen er palestínskur en hefur frá því
hann fæddist haft stöðu flóttamanns í Líb-
anon, eða allt þar til Alþingi veitti honum
íslenskan ríkisborgararétt um fjórum dög-
um fyrir jól. Mazen kom til Íslands árið
2011 í gegnum ICORN; samtök borga sem
veita rithöfundum sem þurft hafa að yf-
irgefa heimalönd sín vegna hótana eða
annarra ofsókna skjól. Reykjavíkurborg er
aðili að þeim samtökum. Mazen hefur verið
virkur þátttakandi í lista- og menningarlíf-
inu hérlendis allt frá því hann kom hingað
fyrst. Hann er að leggja lokahönd á fyrstu
skáldsögu sína, hann var gestur bók-
menntahátíðar á síðasta ári, hefur snúið ís-
lenskum bókmenntum yfir á arabísku, með-
al annars eftir Sjón, og hefur einnig sýnt
eigin málverk hérlendis. Mazen er einkar
fjölhæfur en hann hefur einnig meistara-
gráðu í almennri efnafræði frá raunvís-
indadeild Háskólans í Líbanon. Nýjasta af-
urð hans er ljóðabókin Ekkert nema
strokleður en bókin er tvímála útgáfa á ar-
abísku og íslensku.
„Þótt ég hafi fæðst í Líbanon, alist þar
upp og gengið þar menntaveginn, fékk ég
aldrei líbanskt ríkisfang og hafði engin
borgaraleg réttindi. Ég gat ekki kosið og í
slíkri stöðu upplifir maður sig algjörlega
lamaðan. Þannig að þessi ríkisborgararéttur
þýðir að ég er að fara að eignast einhverja
alveg nýja lífsreynslu. Það er umhugs-
unarvert að á tímum allrar þessarar tækni,
þar sem sumir fara til tunglsins eru aðrir
sem fá ekki ríkisborgararétt. Eða fá þá
ríkisborgararétt 35 árum eftir fæðingu sína
eins og ég. Ég geri mér grein fyrir að ég
er mjög heppinn. Faðir minn er kominn
vel yfir sjötugt og það er líklegt að hann
verði alla ævi án ríkisfangs og vegabréfs,“
segir Mazen.
Hann segir að þessi staðreynd segi okk-
ur jafnframt mikið um stríðið og áhrif þess
á líf einstaklingsins. „Mér finnst að ég með
þessi nýtilkomnu mannréttindi verði að
NÝR KAFLI Í LÍFI OG STARFI MAZEN MAAROUF
Friðsælt umhverfi
hvetjandi til skrifta
RITHÖFUNDURINN MAZEN MAAROUF SEGIST HAFA AFKASTAÐ MEIRA Í SKRIFUM OG LISTSKÖPUN SINNI EFTIR
AÐ HANN FLUTTI TIL ÍSLANDS. AÐ HAFA EIGNAST FRAMBÚÐARHEIMILI Á ÍSLANDI SÉ TILFINNING SEM HANN SÉ
RÉTT AÐ LÆRA Á OG HANN ÆTLAR SÉR AÐ NÝTA SÍN NÝFENGNU MANNRÉTTINDI TIL GÓÐRA HLUTA.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Auk skrifta hefur Mazen Maarouf vakið athygli fyrir myndlist sína og sýnt verk sín hérlendis. Raunar munu nokkur verk sem hann hefur gert
vera birt í franska bókmenntatímaritinu Mange-Monde síðar í þessum mánuði og verk eftir Mazen mun einnig prýða forsíðuna.