Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Framhaldsbækur eru í eðli sínu þeirr-ar gerðar að lesandinn kýs að byrjaá fyrstu bók og lesa sig síðan áfram. Þegar kemur að bókum norska spennu- sagnahöfundarins Jo Nesbø er ljóst að þessi regla er ekki algild. Bækur hans njóta gríðarlegra vinsælda víða um heim, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkj- unum þar sem erfitt er fyrir norræna höfunda að hasla sér völl. Rauðbryst- ingur var bókin sem vakti verulega at- hygli á þessum flinka höfundi, en þar er lögreglumaðurinn Harry Hole í lyk- ilhlutverki. Rauðbrystingur var hins veg- ar ekki fyrsta bók Nesbø um Hole heldur sú þriðja. Lesendum var því þeytt inn í bók án þess að vita forsöguna. Þannig var ýmislegt á huldu um fortíð Hole, en lesendur settu það ekki fyrir sig held- ur sökktu sér ofan í Rauðbrysting og þær bækur sem á eftir hafa komið. Það var ekki fyrr en nýlega sem fyrsta bók Nesbø um Hole, Leð- urblakan, kom út á ensku og á íslensku og ýmislegt er varðar persónu lögreglu- mannsins opinberaðist. Ein gömul bók Nesbø kom svo út á ensku á dögunum, Cockroaches, sem kom fyrst út í Noregi árið 1998 og er bók númer tvö um Harry Hole. Hún kæmi ekki út á ensku nema vegna þess að útgefendur í hinum ensku- mælandi heimi vita að þeir geta rokselt gamla bók eftir Nesbø, höfund sem hefur á undanförnum árum selt 20 milljónir eintaka af bókum sínum. Cockroaches er vitanlega komin í bókabúðir hér á landi í ensku útgáfunni. Harry Hole er í Bangkok þegar norski sendiherrann þar í landi finnst látinn í subbulegu gistiheimili. Málið er allt hið dularfyllsta og barnaklám og ofbeldi gegn börnum kemur mjög við sögu. Það sýnir sig hér, eins og í flestum bókum Nesbø, hversu laginn höfundurinn er við að blekkja lesendur þannig að lausnin kemur mjög á óvart. Það verður svo ekki haft af Nesbø að hann kann að skapa hrylling þannig að lesandanum verður ekki rótt og síðustu kaflar bókarinnar eru æsispennandi. Cockroaches ekki ein af bestu bókum Nesbø en hún er engu að síður hin besta afþreying. Orðanna hljóðan GAMALL OG GÓÐ- UR NESBØ Hinn norski Jo Nesbø er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur í heimi. Ný útgáfa af gamalli bók um Harry Hole. J ames Oswald er stórt nafn í glæpa- sagnaheiminum eftir að hafa landað risasamningi við Penguin-útgáfuna. Oswald, sem er bóndi í Skotlandi, var staddur hér á landi fyrir nokkrum vik- um og var þátttakandi á glæpasagnahá- tíðinni Iceland Noir. Hann segist hafa verið afar ánægður með hátíðina og vonast til að koma aftur hingað til lands á þessu ári. Útgáfusaga bóka Oswalds er ævintýraleg. Árið 2012 gaf hann sjálfur út sem rafbækur tvær sögur um lögreglumanninn Tony McLean, en hann hafði lengi átt þær í fórum sínum. „Ég hef skrifað í tuttugu ár vegna þess að ég hef unun af að skrifa en mér virtist ekki miða mikið áleiðis en svo allt í einu fór allt að geraast og síðustu átján mánuðir hafa verið ótrúlegir,“ segir Oswald. „Í áraraðir sendi ég handrit að glæpasögum mínum til útgefenda sem höfnuðu þeim með þeim athugasemdum að þeir væru vissulega hrifnir af þeim en þær hentuðu þeim ekki og auk þess væri enginn markaður fyrir bækur af þeirri teg- und sem ég væri að skrifa. Hið yfirnátt- úrlega kemur mjög við sögu í glæpasögum mínum og ég held að sá þáttur hafi átt þátt í því hversu hikandi útgefendur voru við að gefa út bækur mínar. Ég ákvað að gefa bækurnar út sem raf- bækur. Sú fyrri, Natural Causes, vakti gríð- arlega athygli meðal lesenda svo ég flýtti mér að setja bók númer tvö, Book of Souls, á markað sem rafbók og áhugi lesenda á henni var sömuleiðis mikill. Penguin-útgáfan veitti því athygli hversu hrifnir lesendur voru og keypti síðan útgáfuréttinn að bók- unum tveimur og gerði saming við mig um alls sex glæpasögur í þessum flokki, sú þriðja kemur út í febrúar og ég er að skrifa þá fjórðu núna.“ Spurður um efni glæpasagna sinna segir Oswald: „Aðalpersónan er lögreglumaðurinn Tony McLean. Ég hef verið borinn saman við Ian Rankin og bækur mínar taldar líkjast Rebus-bókum hans, ég held að það sé vegna þess að líkt og hann skrifa ég um lögreglu- mann sem starfar í Edinborg. Ég er hrifinn af bókum Rankins en mínar eru mjög ólíkar hans. Í mínum bókum kemur hið yfirnáttúr- lega við sögu og ill öfl hafa áhrif á fólk sem mér finnst virka vel í sögu sem gerist í Ed- inborg, sem er gömul borg, stútfull af stöð- um þar sem sagt er að sé reimt. Hvernig bregst lögreglumaður við þegar ill og óút- skýranleg öfl eru á kreiki? Hvernig eiga slík- ar frásagnir að rata í lögregluskýrslur þegar enginn trúir á drauga og djöfla? Þótt útgefendur hafi á sínum tíma sett fyrir sig yfirnáttúrlega þáttinn í bókum mín- um hefur viðhorfið breyst. Áður þótti ekki fínt að blanda saman glæpum og því yfir- náttúrlega en nú nýtur slíkt mikilla vinsælda í kvikmyndum þar sem vampírur koma við sögu og fyrir vikið eru útgefendur mun opn- ari fyrir því að hleypa þessum þáttum inn í glæpasögurnar. Lesendum finnst samspil glæpa og þess yfirnáttúrlega skemmtilegt og ég hef sannarlega grætt á því.“ Oswald er bóndi í Skotlandi, er með tólf nautgripi og fimmtíu kindur. „Faðir minn var bóndi og ég var honum til aðstoðar á bænum en ég ætlaði mér ekki að verða bóndi og lærði sálfræði,“ segir Oswald. Fyrir fimm árum lést faðir minn í bílslysi og ég tók við bóndabænum. Síðustu ár hef ég verið að breyta bænum eins og ég vil hafa hann, það má segja að ég hafi byrjað frá grunni. Á þessum tíma setti ég bækur mínar á markað sem rafbækur og bjóst ekki við neinu. Svo skyndilega gjörbreyttist líf mitt.“ GLÆPIR OG HIÐ YFIRNÁTTÚRLEGA Bóndi skrifar glæpasögur „Lesendum finnst samspil glæpa og þess yfirnáttúrlega skemmtilegt og ég hef sannarlega grætt á því,“ segir James Oswald sem sést hér í sveitinni ásamt tveimur ferfættum vinum. Ljósmynd/David Cruickshanks JAMES OSWALD GAF SJÁLFUR ÚT BÆKUR SÍNAR SEM RAFBÆKUR EFT- IR AÐ ÚTGEFENDUR HÖFNUÐU ÞEIM. NÚ ER HANN Á RISASAMN- INGI HJÁ PENGUIN-ÚTGÁFUNNI. Þegar ég er spurður um bók sem ég hef í hávegum dettur mér í hug að nefna bók eftir Antonin Scalia, dómara við Hæstarétt Banda- ríkjanna A Matter of Interpretation, þar sem hann á sinn skarp- skyggna hátt lýsir viðhorfum sínum til lögskýringa. Við erum skoðanabræður um að dómstólar setji ekki lög heldur eigi að beita lagareglum sem til stað- ar voru þegar atvik máls urðu. Einnig gæti ég nefnt bók sem kom út á Íslandi á árinu 2012 eftir Gunn- laug Jónsson og nefnist Ábyrgðarkver. Sú bók ætti að vera skyldulesning fyrir upprennandi kyn- slóðir á Íslandi, því í henni er gerð grein fyrir því hvernig okkur er lífsnauðsynlegt að taka ábyrgð á sjálfum okkur, bæði í eigin þágu og annarra. Eða bók Ayn Rand Uppsprettan. Þar segir frá arkitektinum Howard Ro- ark, sem lét ekki rétttrúnað samtímans hrekja sig af leið. Ég gæti jafn- vel nefnt sjálfsævisögu Benjamíns Franklíns sem kom út í íslenskri þýðingu á fæðingarári mínu 1947. Sú bók hefur að geyma sögu eins merkasta manns allra tíma, því fyrir utan að vera fluggreindur og auð- mjúkur í hugsun sinni var hann það sem kalla má „maður úrlausna“. Ég ætla samt ekki að setja neina þessara bóka í efsta sætið. Þar skal tróna ljóðabókin Illgresi, sem fylgt hefur mér æviveginn alveg frá unglingsárum. Sú bók er eftir Magnús Stefánsson sem notaði höf- undarnafnið Örn Arnarson. Bókin sú er eiginlega safn af perlum. Faðir minn hafði Örn í hávegum og ber ábyrgð á að hafa kynnt hann fyrir mér. Pabbi var afskaplega glaðsinna maður, þó að ekki léki lífið alltaf við hann. Á legstein hans er skráð: Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröfum skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar? Í UPPÁHALDI JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Jón Steinar Gunnlaugsson hefur ljóðabókina Illgresi eftir Örn Arnarson í miklum hávegum og segir hana vera safn af perlum. Morgunblaðið/Kristinn Örm Arnarson BÓK VIKUNNAR Í Skagfirskum skemmtisögum 3 er að finna 250 sögur um alkunna gamansemi Skagfirðinga. Björn Jóhann Björnsson tók saman. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.