Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 30
S
alöt og réttir sem innihalda fisk og kjúkling eru kær-
komnir í byrjun janúar,“ segir Emilía sem hefur haft
það náðugt um jólin. „Já, við höfðum það mjög gott
um jólin. Búin að borða nóg, hreyfa mig lítið og hafa
það notalegt með fjölskyldunni.“ Hún segir það hefð að fara
til ömmu sinnar á aðfangadag en þar borðar fjölskyldan sam-
an rjúpu. „Rjúpuilmurinn þar fyllir öll vit og þá mega jólin
koma fyrir mér. Ég elska villibráð og hef borðað rjúpu á að-
fangadag frá því ég man eftir mér. Unnust-
inn er hins vegar hamborgarhryggjarmaður
en ég er að vinna í þessu,“ segir hún og
hlær. Spurð um uppáhaldsmat segist hún
verða að nefna rjúpurnar góðu en þess utan
á indverskur matur vinninginn.
Emilía heldur úti bloggsíðu og setur þar
inn reglulega ýmsar uppskriftir og fallegar
myndir af matnum en hún er iðin í eldhúsinu. Hún segist
reyna að elda ávallt hollan mat og leggur hún mikið upp úr
því að elda matinn frá grunni. „Það er mitt helsta markmið
þegar kemur að mataræði að reyna að borða hreinan mat
með litlu af aukaefnum. Ég á samt sem áður mjög erfitt með
að neita mér um hluti þegar að kemur að mat svo þetta er
alls ekki heilagt.“
Bloggsíðu hennar má nálgast á slóðinni emiliaottesen.com.
Vill elda matinn frá grunni
FLESTIR VILJA FÁ SÉR EITTHVAÐ FERSKT OG EINFALT EFTIR JÓLIN OG NÁ SÉR AFTUR Á STRIK. EMILÍA OTTESEN GEFUR HÉR UPPSKRIFT
AÐ GIRNILEGU KJÚKLINGA- OG GRANATEPLASALATI, SEM ER TILVALIÐ EFTIR ALLAN JÓLAMATINN, SEM FLESTIR ERU BÚNIR AÐ FÁ NÓG AF.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014
Uppskrift fyrir þrjá
DRESSING:
1 lítið hvítlauksrif
1 tsk. hunang
1 msk. hvítvínsedik
5 msk. ólífuolía
½ tsk. dijonsinnep
1 msk. ferskur sítrónusafi
Aðferð: Gott að byrja á dressingunni
og leyfa henni að vera inni í ísskáp á
meðan gengið er frá salatinu sjálfu.
Í SALATIÐ FER EFTIRFARANDI:
2 kjúklingabringur
150 g kál að eigin vali
1 avókadó
2 perur
1 poki ristaðar möndlur, skornar
gróft
Fræ úr einu granatepli
Parmesanostur eftir smekk.
MARINERING FYRIR
KJÚKLINGINN:
½ chilli
1 hvítlauksrif
2 cm engiferrót
1 msk. olía
Aðferð: Allt maukað í matvinnsluvél
og kjúklingur látinn liggja í þessu í 2 tíma
(eða yfir nótt ef hægt). Síðan er hann
skorinn í strimla og steiktur á pönnu og
látinn kólna. Hýðið er tekið af og þær
soðnar í 20 mínútur með 4 cm engifer-
bút, látið kólna áður en kjarnhreinsað
og skorið í sneiðar. Kjúklingnum er síð-
an raðað á salatið ásamt öllu öðru og
borið fram með brauði.
Kjúklinga- og
granateplasalat
Matur og drykkir
Emilía Ottesen
EMILÍA OTTESEN ER IÐIN Í ELDHÚSINU