Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 59
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
5. Og fleira borðaði ekki fullvaxinn stertimaður. (10)
9. Meiddur fiskur sést óska sér. (8)
11. Fjörtíu og níu langferðir geta leitt okkur að himneskri veru. (12)
12. Litningur pikkar í mjólkurafurð. (8)
13. Tóm andvarpaðir eftir eyðu í frítímastarfi. (10)
15. Gegnsær fæ limi gerða úr gleri (10)
16. Víst plaffaði á plúspól. (7)
17. Ekki rétt skott í afkima. (8)
20. Höggmyndalist í andamerískum stíl felur króna. (8)
21. Forgangskrafa er kjaftæði. (5)
22. Sveiflað án fleiri og skammast í leiðinni. (6)
23. Meðhöndlaður ef dufl kemur eftir sunnud. (8)
26. Dútli við gráðu, breiður og með sérstaka limi. (11)
29. Alla leiðina aftur á hrygg og öfugt. (5,1,3)
31. Menn sem eru frekar fyrir dós en tarínu? (8)
34. Björk umlar og skaðar. (8)
35. Fáguð lýsi viðbjóði í kringum drottin. (4)
36. Reyr og klausa blandast saman hjá heilbrigðum. (10)
37. Æ inntir eftir biluðu eðli. (7)
38. Aurinn fer að mestu á dúk fuglsins. (10)
39. Agnar fær kíló fyrir bíl. (5)
LÓÐRÉTT
1. Ókyrrist einhvern veginn út af taugaveikluðum. (8)
2. Læknisfjölskyldur enn einu sinni fá að endingu teikningarnar. (10)
3. Það að borða tána með öðru aftur. (6)
4. Hvað fyrir tæting? Brim. (6)
6. Frú og amman fá strípað í stað fyrir framgönguna. (12)
7. Hélt ennþá Ari að hann væri ágengari. (9)
8. Fullur rekur út úr sér tunguna út af loðnum. (12)
10. Járnteigurinn getur orðið að bát. (13)
14. Enn hefur Íra, sem stamar, við ljós. (8)
18. Fót býr einn til af látleysi. (7)
19. Ákveðinn franskur við eyðimörkina er bókmenntaunnandinn.
(9)
21. Sek fær brot ruglaðrar Dúnu á örskotsstund. (11)
24. Davíð borðaði ryk hjá hermönnum. (5)
25. Gerbreyting um hríð við færeysk þing. (9)
27. Bil á jörð hjá afætu. (8)
28. Draugur á rifi er hávær. (8)
30. Virkaðu einhvern veginn sem dopplerhrif ljóss. (7)
32. Uppáhaldsmatur Saladíns? (5)
33. Herörin lendir í leiðslunum. (5)
34. Skeljar í föðurarf. (4)
Fyrir sléttum 50 árum lauk áHenry Hudson-hótelinu í NewYork Skákþingi Bandaríkj-
anna, keppni sem hefur þá sérstöðu
meðal átta sigra Bobby Fischers á
bandaríska meistaramótinu 1957-́67
að hann hlaut 11 vinninga af 11 mögu-
legum – 100% vinningshlutfall. Gæði
skáka Fischers, sem stóð á tvítugu,
voru ótvíræð og mótherjarnir bestu
skákmenn Bandaríkjanna, stórmeist-
arar á borð við Samuel Reshevsky,
Pal Benkö, Robert Byrne og Larry
Evans. Nokkrar skákir rötuðu í hina
frægu bók „60 minnisverðar skákir“
og við tökum tvö dæmi:
- Sjá stöðumynd 1 -
Fischer – Benkö
Benkö hafði vonast til að hrinda at-
lögu hvíts, hinum augljósa leik 19. e5
má nefnilega svara með 19. …f5! en
nú kom þrumuleikur:
19. Hf6!
Með hugmyndinni 19. … Bxf6 20.
e5 og mátar.
Kg8 20. e5 h6 21. Re2!
- svartur gafst upp.
- Sjá stöðumynd 2 -
Robert Byrne – Fischer
Fischer hafði fórnað manni fyrir það
sem flestir áhorfendur töldu óljósar
bætur. Sumir töldu jafnvel að svarta
staðan væri töpuð. En Fischer hafði
séð lengra:
19. … d4! 20. Rxd4 Bb7+ 21. Kf1 Dd7!
- og öllum á óvart gafst Byrne upp.
Hann sá meginafbrigði fléttunnar, 22.
Df2 Dh3+ 23. Kg1 He1+!! 24. Hxe1
Bxd4 og vinnur.
Á þessu ári 1964 stóð Bobby
Fischer á krossgötum á ferli sínum.
Leiðirnar voru ekki allar greiðar.
Hann hafði ekki tekið þátt í Piati-
gorski-mótinu í Santa Monica árinu
áður, arfur deilna um einvígi sem
hann háði við Reshevsky árið 1961
spratt þar upp, ekki heldur á milli-
svæðamótinu í Amsterdam þetta ár;
áskorendamótið í Curacao 6́2 hvíldi
enn þungt á honum, fjöltefla-túr
hans um gervöll Bandaríkin varð að
fresta um nokkra mánuði vegna
morðsins á Kennedy forseta og á 21
árs afmælinu sendi „Sámur frændi“
honum herkvaðningu, en Fischer
kom aldrei til Víetnam.
En sigurinn á meistaramótinu
1963-́64 hafði gríðarleg áhrif á stöðu
Fischers í skákheiminum. Það er
a.m.k. niðurstaða Kasparovs í bóka-
flokknum „Hinir miklu fyrirrennarar
mínir“. Gagnrýnendur áttu varla til
orð. Þó skilaði Bent Larsen sér-
atkvæði: „Fischer var að tefla við
börn,“ sagði hann en sjö árum síðar
tapaði hann 0:6 fyrir Fischer. Byrj-
anir Fischers á þessu fræga meist-
aramóti voru fjölbreyttari en áður,
hann beitti meira að segja norska af-
brigði spænska leiksins í eftirfarandi
skák:
Bandaríska meistaramótið
1963-́64:
William Addison – Bobby Fischer
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
b5 5. Bb3 Ra5
Upphafsleikur norska afbrigðisins.
6. d4 exd4 7. Dxd4 Re7 8. c3 Rxb3
9. axb3 Bb7 10. Bf4 d5 11. e5 c5!
Snjall leikur sem leysir öll vanda-
mál svarts, 12. Dxc5 er svarað með
12. … Rf4 og drottningin á engan
reit.
12. Dd3 Rg6 13. Bg3 Be7 14. Rbd2
Rf8 15. O-O Re6
Riddarinn er kjörinn til að skorða
e5-peðið. Nimzowitsch hefði ekki gert
þetta betur.
16. Had1 g5! 17. h3 h5 18. Hfe1
Db6 19. Rf1 d4 20. R3d2
Gefur fullmikið eftir en eftir 20.
cxd4 g4 21. d4 kemur 21. … Hd8
o.s.frv.
20. … g4 21. h4 Dc6 22. De4 O-O-O
Uppskipti á eigin forsendum!
23. Dxc6 Bxc6 24. c4 Kd7 25. Ha1
Ha8 26. Re4 Bxe4 27. Hxe4 Rg7 28.
Rd2 Rf5 29. Hf4 Ke6
Kóngurinn tekur sæti riddarans.
Svarta staðan teflir sig sjálf.
30. Re4 bxc4 31. bxc4 Hhb8 32.
Ha2 Hb4 33. Rd2 Rxh4 34. Bxh4
Bxh4 35. He4 Bg5 36. f4 gxf3 37.
Rxf3 Be3 38. Kh2 Hxc4
- og Addison gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
50 ár frá mögnuðu afreki
1 2
Verðlaun eru veitt fyrir rétta
lausn krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn með
nafni og heimilisfangi ásamt
úrlausnum í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110
Reykjavík. Frestur til að skila
úrlausn krossgátu 4. janúar
rennur út á hádegi 10. janúar.
Vinningshafar krossgátunnar
29. desember sl. eru Ari og
Ragnar Blöndal, Njálsgötu 39a, 101 Reykjavík.
Hljóta þeir bókina Ólæsinginn sem kunni að reikna
eftir Jonas Jonasson. JPV gefur út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang