Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 22
M estu máli skiptir að byrja á einu í atriði í einu. Maður borðar heilan fíl með því að taka einn bita í einu því það er ómögulegt að gleypa hann í einum munnbita. Slíkur hugsunarháttur á einnig við þegar kemur að því að breyta venjum og þá sérstaklega venjum sem tengjast breyttu mataræði og heilsu,“ segir Ásgeir. Hann vill hjálpa fólki við að standa við áramótaheitin sín en sjálfur hefur hann látið drauma sína rætast á mörgum sviðum. Hann hefur klifið fimm fjöll af þeim sjö sem teljast hæstu fjöll hverrar heimsálfu og var fyrstur Íslendinga til að klífa hið alræmda fjall „Carstensz Pyramid“ í Papúa Nýju- Gíneu. Þá hefur hann klárað tvær IronMan- keppnir, hlaupið Laugaveginn tvisvar sinn- um og tekið þátt í New York- og Reykja- víkurmaraþoni. Töfrarnir liggja í nýjum venjum Ásgeir segir flesta vilja fá „skammtinn“ sinn þegar kemur að markmiðasetningu í kring- um áramót. „Margir vonast eftir að finna einhverja allsherjar reddingu sem leysir öll þeirra vandamál varðandi heilsuna, aukakíló- in og mataræðið. Þessi allsherjar redding er náttúrlega ekki til. Hins vegar liggja töfr- arnir í venjunum og að ná að taka upp nýj- ar venjur, þ.e. að fara eftir því sem við vit- um!“ Hann segir fólk oft ekki ná að losa sig al- gjörlega við slæman ávana heldur er al- gengara að fólk bæti hreinlega við sig góð- um vana í staðinn. „Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að það sé ákveðin venja til staðar sem skerðir lífsgæði þín. Þetta getur verið virkilega krefjandi verkefni,“ segir Ásgeir því venjur eru oftast framkvæmdar ómeðvitað. Stöðug hringrás Til að sigrast á slæmum venjum er mik- ilvægt að skoða hringrás venjunnar að mati Ásgeirs. Hann notast við þriggja þrepa ferli sem var fundið upp við MIT-háskólann í Boston. „Það mætti kalla þetta grunnvinnsl- una í venjuhringrásinni hjá okkur. Fyrst er eitthvað sem kveikir á ferlinu og þetta má kalla „vaka“. Hann setur af stað í heilanum sjálfvirkt ferli þ.e. hvaða venju skuli nota núna. Þá er það „venjan“ sjálf sem getur verið líkamleg, andleg eða tilfinningaleg. Að lokum eru það síðan „verðlaunin“ en þau hjálpa heilanum að finna út hvort þetta ferli sé þess virði að muna til framtíðar.“ Venjuhringrásin sjálf, vaki, venja og verð- laun verður í auknum mæli með tímanaum meira ómeðvitað eða sjálfvirkt ferli. Vanda- málið er síðan að heili okkar getur ekki gert greinarmun á góðum og slæmum venj- um. Lykillinn að því að taka upp nýjar venjur er að greina okkur út frá þessu ferli og verðlauna okkur fyrir betri venjur. Heilinn sparar sér vinnu Vísindamenn segja að vani og vanafesta sé vegna þess að heilinn í okkur sé stanslaust að leita leiða til að spara sér vinnu. Án þessara venjubundnu hegðunar myndi heil- inn brenna yfir, hann þyldi ekki allt það daglega áreiti sem á okkur dynur. Þetta ferli gefur okkar getu til að veita umhverfi okkar meiri athygli og eykur þar af leiðandi líkurnar á að við getum lifað af. „Þetta átti einkar vel við á þeim tíma er við vorum meðal villidýra á gresjunni. Mað- ur sem var uppi fyrir 100.000 árum fór til dæmis alltaf sömu leiðina til að sækja vatn. Þessi leið var kannski ekki auðveldasta leið- in en á henni hafði hann aldrei lent í nein- um hættum, aldrei rekist á ljón eða önnur villidýr. Hvers vegna ætti hann þá að fara aðra leið til að sækja vatn? Á þessum tíma gat það einfaldlega verið vænlegra til að lifa af að vera vanafastur.“ Alltaf sami grunnur Sumum venjum er erfiðara að sigrast á heldur en öðrum að mati Ásgeirs. „Þar að auki er mjög persónubundið hvaða venjur er erfitt eða auðvelt að eiga við. Grunnurinn er hins vegar alltaf svipaður. Stundum er venja bara vaki og verðlaun og stundum bara vaki og venja. Þá er mikilvægt að láta það ekki slá sig út af laginu þótt einhver „ósiðurinn“ passi ekki alveg inn í hringrásar beina- grindina. Þegar þú hefur öðlast skilning á því hvernig venjan hagar sér, hvernig hún vinnur og vakinn er kominn fram getur þú sigrast á hvaða venju sem er.“ HJÁLPAR FÓLKI AÐ EFNA ÁRAMÓTAHEITIN Borðar ekki fíl í einum bita Ásgeir Jónsson hefur áhuga á að hjálpa fólki að láta áramótaheitin sín endast. Hann hefur hald- ið fyrirlestra um heilsu, markmiðasetningu og hugarfar í mörg ár ásamt því að skrifa bækur. Morgunblaðið/Golli Setjið hafrana í pottinn ásamt vatni og salti kvöldið áður: Þá þarf bara að kveikja undir þegar þú ferð á fætur. Þetta á líka við hristinginn. Það má setja allt í bland- arann kvöldið áður, plastpoka yfir og svo inn í ísskáp. Þá þarf bara að kveikja á græjunni þegar þið vaknið. Poki með hollu nammi í vasann: Taktu pokann t.d. með þér í veisluna og fermingarboðin. Það sem við höldum áfram að borða fer okkur að þykja gott og því skaltu ekki að hafa of miklar áhyggjur þó að eitt- hvað smakkist ekkert sérstaklega vel í fyrsta skiptið. Að fá hjálp frá öðrum sem standa frammi fyrir svipuðum vandamálum: Það hefur margoft sýnt sig að ef fólk sem á við svipuð „vandamál“ að stríða tekur sig saman þá eykur það líkurnar á árangri margfalt. „FLEST FÓLK VEIT ÓTRÚLEGA MIKIÐ UM NÆRINGU OG HEILSU EN ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ NÆR FÓLK EKKI AÐ FARA EFTIR ÞVÍ. ÁTÖKIN ENDAST SJALDNAST TIL LENGDAR,“ SEGIR ÁSGEIR JÓNSSON, RITHÖFUNDUR, MARKÞJÁLFI OG EIGANDI FYRIRTÆKISINS TAKMARKALAUST LÍF. HANN NÝTTI JÓLAFRÍIÐ TIL AÐ SETJA SAMAN NÝTT NÁMSKEIÐ SEM HEFUR AÐ MARKMIÐI AÐ HJÁLPA FÓLKI AÐ LÁTA ÁRAMÓTAHEITIN SÍN ENDAST. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Heilsa og hreyfing „Bakhringurinn er frábær bakæfing ásamt því að reyna vel á axlirnar,“ segir Silja Úlfarsdóttir einkaþjálfari og afreks- maður í frjálsum íþróttum. „Þessi æfing hentar öllum sem vilja styrkja þessi svæði.“ Gott er að notast við létt lóð en ef þú átt ekki slík verkfæri þá er mjög auð- velt að nota eitthvað annað. „Gott er að nota t.d. vatnsflöskuna og um að gera að fylla á hana fyrst af vatni svo að æfingin hafi tilætluð áhrif.“ Silja mælir með að fólk geri æfinguna 3 sinnum með 8-10 endurtekningum í senn í hvora átt. „Mikilvægt er að halda líkamanum beinum allan tímann í æfingunni ásamt því að halda spennunni og horfa niður. Hendur eru einnig beinar og alls ekki gleyma að lyfta fótum örlítið frá gólfi.“ ÆFING DAGSINS Bakhringurinn 1. Byrjaðu á að halda á lóðinu fyrir ofan höfuð, næst skaltu setja hælana saman og lyfta beinum fótum upp frá gólfi. 2. Nú réttur þú hinni hendinni lóðið og klárar svo hringinn. Með beinum höndum færirðu lóðið aftur fyrir bak. 3. Ekki gleyma að halda lík- amanum beinum allan tímann, halda spennunni og horfa niður. Ketilbjöllur eru gríðarlega vinsælar í Rússlandi en í fyrstu voru þær notaðar til að vigta landbún- aðarafurðir. Síðar hófu bændur að keppa sín á milli í aflraunum tengdum þeim og þær eru enn eitt helsta tákn þjóðarinnar fyrir styrk. Styrkur rússneskra hermanna er til dæmis mældur eftir því hversu oft þeir geta lyft ketilbjöllum en ekki með armbeygjum líkt og tíðkast víða annarstaðar. Rússneskar ketilbjöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.