Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 61
því liðið náði mjög góðum kafla síðari hluta sumars og endaði í sjötta sæti eftir að hafa verið neðst í deildinni þegar mótið var hálfnað.“ Sumir segja að Solskjær leyni á sér. Þrátt fyrir barnslegt yfirbragð sé hann hörkutól og víli ekki fyrir sér að hvessa sig ef á þarf að halda; hefur líklega lært það af Sir Alex Ferguson! Sem gott dæmi um hörkuna sem Solskjær getur sýnt, nefndi norskur blaðamaður sem Morgunblaðið ræddi við atvik eftir sigurleik Noregs gegn Grikkjum í Aþenu fyrir allmörgum árum. Þetta var í undanriðli Evrópumóts, Norð- mönnum hafði gengið afleitlega og urðu að vinna. Sem þeir og gerðu og Solskjær skoraði í tvígang í 2:0 sigri. Liðið komst á rétta braut og tryggði sér á endanum sæti í úr- slitakeppninni í Belgíu og Hollandi sumarið 2000. Með munninn fyrir neðan nefið Fyrir leikinn var haft eftir þjálfara landsliðsins, Nils Johan Semb, að hann væri ekki viss um hverjir hentuðu best í nokkrar stöður í liðinu. Þar á meðal var framherjastaðan. Solskjær lét verkin tala og svaraði fyrir sig inni á vellinum. Hann þótti þó ekki fagna mörkunum sérstaklega innilega og á eftir tók hann ekki þátt í fagnaðarlátum. Lét þess hins vegar getið í viðtölum hve óánægður hann væri með ummæli þjálfarans. Sýndi að hann hefur munninn fyrir neðan nefið. Norðmenn eru mjög spenntir að sjá hvernig Solskjær reið- ir af í nýja starfinu. Þeir eiga nefnilega ekki góðu gengi norskra þjálfara í Englandi að fagna; þrír hafa reynt þar fyr- ir sér: Egil Drillo „Olsen“ með Wimbledon, Henning Berg hjá Blackburn og Ståle Solbakken með Wolves. Öllum gekk herfilega en búist er við betri tíð. Og kemur ekki á óvart. * Sagt er aðSolskjær leyniá sér. Þrátt fyrir barnslegt yfirbragð sé hann hörkutól og víli ekki fyrir sér að hvessa sig. 5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 NÝ LÍNA AF BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖ Baðinnréttingar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósbrúnar – dökkgráar – svört eik Allt í baðherbergið frá A til IFÖ. Opið virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 10–15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Vincent Tan, eigandi Cardiff City, hefur verið mikið í fréttum áEnglandi síðustu vikur. Skömmu fyrir jól ráðlagði hann MalkyMackay, þjálfara liðsins, að segja starfi sínu lausu ellegar yrði hann rekinn. Mackay sagði ekki koma til greina að hætta og fékk þá reisupassann á milli jóla og nýárs, daginn eftir 3:0 tap fyrir Southamp- ton. Tan þessi, sem er auðugur viðskiptajöfur frá Malasíu, er liðlega sex- tugur. Þræðir hans liggja víða í viðskiptum, m.a. í fasteignabransanum og ferðaþjónustu auk þess sem hann á hlut í stóru veðmálafyrirtæki. Hann er sagður í miklum tengslum við stjórnmálamenn í heimalandinu. Tan keypti meirihluta í Cardiff City árið 2010 og á nýliðnu ári eign- aðist hann bosníska knattspyrnufélagið FK Sarajevo. Malasíumaðurinn kveðst stefna hátt með Cardiff og vera tilbúinn að leggja töluverða fjármuni í reksturinn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í Englandi síðustu daga, bæði af fjölmiðlamönnum og ýms- um í knattspyrnuheiminum, vegna þess hvernig hann kom fram við Mackay. Í fyrsta lagi hefði hann alls ekki átt að reka þjálfarann, því hann hefði gert mjög góða hluti með félagið. Sem er reyndar rétt. Því hefur verið haldið fram að Tan hafi ekki hundsvit á fótbolta, sem vel má vera rétt, en það skiptir svo sem ekki máli – hafi hann góða ráðgjafa sér við hlið. Þeir þóttu reyndar ekki sérlega gáfulegir þegar Tan ákvað fljótlega eftir að hann keypti félagið að skipta úr bláum keppnisbún- ingum yfir í rauða. Það þótti stuðningsmönnunum skemmdarverk. Hið sama var upp á teningnum þegar Mackay var rekinn. Því verður fróð- legt að sjá hvernig samstarf Tans og Norðmannsins Solskjærs gengur. Tan er óvinsæll og veit af því Vincent Tan veifar til stuðningsmanna Cardiff fyrir úrslitaleik deildarbik- arkeppninnar, þegar félagið mætti Liverpool á Wembley í febrúar 2012. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.