Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Til að menn venjist því að horfa á heiminnupp á nýtt er nauðsynlegt að ljósmyndahversdagsleg fyrirbæri sem allir þekkja frá algerlega óvæntu sjónarhorni og við alger- lega óvæntar aðstæður. Nýtt viðfangsefni verð- ur að mynda frá margvíslegum sjónarhornum til að geta sýnt það til fullnustu,“ skrifaði rúss- neski ljósmyndarinn, hönnuðurinn og mynd- listarmaðurinn Alexander Rodchenko árið 1927. Hann færðist ekki lítið í fang, þessi stór- huga listamaður. En hann var merkur boðberi nýrra tíma og nýrrar sýnar á heiminn þar sem hann var fyrir miðju í þróun lista og hönnunar á fyrstu áratugum Sovétríkjanna, eftir rúss- nesku byltinguna; einn af hugmyndafræð- ingum listhreyfingarinnar sem kölluð var konstrúktívismi og vildi beita listinni í þágu samfélags og framfara. Rodchenko boðaði að til að unnt væri að upp- lifa heiminn upp á nýtt þyrfti að sjá hann frá óvæntum og nýjum sjónarhornum, og honum tókst að finna þau og þróa þessa sýn svo eftir var tekið. Um leið hafði hann ómæld áhrif á þróun ljósmyndunar og hönnunar, bæði í Sov- étríkjunum og á Vesturlöndum. Á þessari áhrifamiklu sýningu, sem sett hefur verið upp víða um lönd, má sjá forvitnileg og í raun slá- andi dæmi um hina stílhreinu hönnun Rod- chenkos, og vinnu hans með veggspjöld, blöð og tímarit, en fyrst og fremst er sjónum beint að merkilegri ljósmyndun frumherjans. Er það mikið fagnaðarefni að fá hingað til lands þetta gott úrval verka eins af meisturum ljósmyndasögu tuttugustu aldar. Til marks um gæði sýningarinnar má nefna að á henni er fjöldi frumprenta, sem unnin eru af ljósmynd- aranum sjálfum, en slík prent hafa á undan- förnum árum selst fyrir háar fjárhæðir á al- þjóðlegum uppboðum. Verkin koma frá hinu kunna Ljósmyndasafni Moskvuborgar sem stýrt er af Olgu Sviblovu, mikilli áhrifakonu í rússnesku menningarlífi, sýningarstjóra þess- arar sýningar. Samklipp með ljósmyndum Rodchenko fæddist í Pétursborg árið 1891. Eftir andlát föður hans fluttist fjölskyldan til Kazan, þar sem hann gekk í listaskóla og kynntist eiginkonu sinni og nánasta samstarfs- manni alla tíð, Varvöru Staphanovu. Árið 1914 hélt Rodchenko náminu áfram í Moskvu og þar gerði hann fyrstu absbtrakt teikningarnar og málverkin, undr áhrifum af súprematisma Mal- evits, og komst einnig í kynni við annan stór- meistara framsækinnar myndlistar þess tíma, Tatlin, og sýndi verk á sýningum sem hann skipulagði. Eftir byltingu bolsévikka var Rodchenko skipaður yfirmaður stofnunar sem bar ábyrgð á söfnum landsins og innkaupum fyrir þau, auk þess sem hann bar ábyrð á að skipuleggja nám í listaskólum. Þá átti hann eftir að leggja sjálf- ur stund á kennslu næsta áratuginn. Árið 1921 gaf Rodchenko málvekið upp á bátinn og einbeitti sér að grafískri hönnun. Skömmu síðar fór hann að skapa fyrstu sam- klippin, með fundnu myndefni – það fyrsta sem hann birti var fyrir ljóðabók stórskálds bylting- arinnar, Vladimírs Majakovskís, og árið 1924 tók Rodchenko síðan upp myndvél og fór að mynda fyrir slík samklipp, sem voru yfirleitt tengd hönnunarverkefnum. En hann heillaðist af möguleikum ljósmyndatækninnar og á sýn- ingunni má glögglega sjá hvað hann nálgaðist heiminn á opinn og forvitnilegan hátt á næstu árum gegnum ljósmyndunina. „Ný sýn kallar á byltingu“ „Við erum í grundvallaratriðum blind, og sjáum bara það sem fyrri kynslóðir hafa sagt okkur að sjá. Séhver ný sýn kallar á byltingu,“ skrifaði Rodchenko í vinnubók árið 1920, upp- tendraður af byltingaranda, og taldi nauðsyn- legt að finna nýja sýn fyrir hinn nýja heim. Og hann fann sér nálgun sem var beinlínis á ská og skjön við það hvernig ljósmyndarar voru vanir að horfa þegar þeir sýndu heiminn. Árið 1927 útskýrði Rodchenko nálgun sína þannig: „Mað- ur fer hringi kringum hlutinn, húsið eða mann- inn, og athugar hvernig er best að taka mynd- ina: Svona, á þennan hátt, hinsegin … “ Og sjónarhornin urðu að vera ný, og óvænt. Framsetning sýningarinnar í vestursal Kjar- valsstaða er óvenju vel lukkuð. Á gólfinu hefur verið komið fyrir þremur löngum veggjum, sem ganga á ská í rýminu og eru rauðmálaðir, í anda hönnunar listamannsins. Þá eru enda- veggir grámálaðir og ljósmyndir hengdar ým- ist í þéttum þematískum kjörnum eða í beinum röðum, og styður framsetningin við umfjöll- unarefnin og þemun í verkum ljósmyndarans. Þá eru á gólfum sýningarkassar með afar áhugaverðum dæmum um notkun þeirra Rodc- henkos og Stephanovu á ljósmyndum í tíma- rita- og bókahönnun. Á sýningunni gefur að líta góð dæmi um öll helstu viðfangsefni Rodchenkos í ljósmyndun. Byrjað er á að sýna samspil mynda og texta í meðförum hans, gjarnan á bókarkápum, og er þar margt áhugavert og sumt löngu klassískt. Þar má nefna myndina frá 1924 af músu Maja- kovskís, Lílju Brík, sem hrópar glaðhlakkalega út í heiminn og listamaðurinn hefur klippt út og límt á bleikan pappír. Hún hefur birst í ýmsum útgáfum á veggspjöldum eins og einnig má sjá. Bestu portrett Rodchenkos eru framúrskar- andi og annað hangir við hlið myndarinnar af Lílju, af eiginmanni hennar Osíp, en þar hefur Rodchenko fyllt annað gleraugað með upphafs- stöfum tímaritsins LEF og var það tillaga að kápumynd fyrir það en hefur fyrir löngu öðlast sjálfstætt líf í listasögunni. Á andstæðum vegg gefur að líta röð hreint magnaðra portretta af Majakovskí sjálfum frá árinu 1924, þessum kraftmikla manni sem orti ljóðið „Ský í buxum“ og birtist hér með hatt og trefil, hörkulegur en þó með ögrandi glott á vörum; hann var slag- orðasmiður byltingarinnar, þrunginn sprengi- krafti, en fyrirfór sér þegar tekið var að setja skapandi listamönnum skorður – og fór Rodc- henko ekki varhluta af því. Á einum skáveggnum eru hin ögrandi og kraftmiklu portrett af ungmennum sem Rod- chenko kallaði „frumherja“ og á öðrum eru myndir af húsum þar sem ýmist er myndað upp eða niður, allt á þennan óvænta og ögrandi hátt sem listamaðurinn sóttist eftir – segja má að þegar kennsla í ljósmyndun hófst í hinum heimskunna Bauhaus-listaskóla í Þýsklandi seint á þriðja áratugnum þá hafi kennsluskráin byggst á þessari sýn, nákvæmlega þessum myndum. Og þannig rekur ein myndröðin aðra; mynd- ir af hermönnum, íþróttasýningar á Rauða torginu, hámódernískar myndir úr bílaverk- smiðju, hvar þúsundir fanga eru að grafa Hvítahafsskurðinn – allt merkilegar raðir og inn á milli frábærar og sögulegar ljósmyndir. Á þriðja áratugnum var Rodchenko í fram- varðasveit nýrrar hugsunar og skapaði mörg sín bestu verk en að því kom að hann var sak- aður um of mikinn „formalisma“ og bolað úr embættum og kennslu. Eftir það einbeitti hann sér að persónulegri verkefnum, myndaði meðal annars íþróttaviðburði og í leikhúsum, en fyllt- ist biturleika við að upplifa hvernig byltingin étur börnin sín. Sköpunarkrafturinn var þó enn til staðar, eins og sjá má í verkunum, og end- urspeglast í dagbókarfærslu hans frá árinu 1937: „Ég vil taka myndir ólíkar öllu sem ég hef áður gert, til þess að þar sé að finna lífið sjálft í raun og veru, og hafa þær í senn einfaldar og margbrotnar, þannig að fólk undrist og hrífist.“ Rodchenko lést árið 1956. Nú fer hver að verða síðastur til að sjá þessi verk byltingarljósmyndarans; þessari sýningu má enginn áhugamaður um ljósmyndun og hönnun – og sögu Sovétríkjanna, missa af. Einar Falur Ingólfsson Einstæð sýn byltingarskálds ljósmyndunarinnar Áhrifamikil portrett Rodchenkos af vini sínum, byltingarskáldinu Majakovskí. Allt eru þetta frumprent ljósmyndarans, myndir teknar árið 1924. Hin kunna mynd af Lílju Brík, 1924. Portrett fyrir plakatið „Bækur“. Útklippt frumprent. Ljósmyndir Tröppur frá árinu 1930; hér er rammanum hallað og horft ofan á viðfangsefnið, til að skapa sem mesta spennu. Sýningunni er afar vel fyrir komið í Vestursal Kjarvalsstaða. Staðsetning rauðra veggjanna kallast á við formhugsun í ljósmyndum og hönnun listamannsins. MYNDLIST ALEXANDER RODCHENKO: BYLTING Í LJÓSMYNDUN bbbbb Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir. Sýningarstjóri: Olga Sviblova. Sýningin stendur til 12. janúar. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur 1.300 kr. Námsmenn 25 ára og yngri: 650 kr. Hópar 10+ 750 kr. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára, eldri borgara og öryrkja. Árskort 3.300 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.