Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 15
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Munið að slökkva á kertunum Yfirgefið aldrei vistarveru þar sem kertaljós logar Slökkvilið höfuborgasvæðisins Aníta Hannesdóttir með fyrstu lundapysjuna sem fannst eftir að gosinu lauk í Heimaey. Myndin var tekin í ágúst 1973. Sigurgeir hefur yndi af náttúrunni. Þetta eru marflóarblokkir. Kirkjugarðshliðið í Vestmannaeyjum meðan á gosinu stóð í Heimaey. Ein margra eftirminnilegra ljósmynda Sigurgeirs.Súla veiðir ufsa í matinn! Mynd sem Sigurgeir tók 26. apríl 2003. um af fuglum.“ Bátamyndasafn hans er gríðarlegt að vöxtum. „Ég var hafnarvörður og því voru hæg heimatökin þegar ég var að byrja. En það sem stendur upp úr er lík- lega eldingamyndin af Surtsey; hún kom nafninu mínu raunveru- lega á kortið. Ég var óþekktur fram að því, bara fréttaljósmynd- ari heima í Eyjum, að mestu leyti fyrir þetta eina blað, en eld- ingamyndirnar sem ég tók 1. des- ember 1963 lukkuðust vel. Ég renndi þó alveg blint í sjóinn, hafði litla þekkingu á því hvernig ég ætti að gera þetta vegna þess að ég hafði ekki fyrr tekið mynd á tíma.“ Sigurgeir stillti myndavél sinni upp á þrífót á Breiðabakka og Jakobína skráði ljósopið, hve myndin var lýst lengi og nákvæm- lega klukkan hvað hún var tekin. Hann segist hafa verið með myndavélina opna frá einni og upp í fimmtán mínútur og reyndi hann að meta hverju sinni hve elding- arnar væru sterkar. „Best heppnaða myndin, sú sem birst hefur víða um heim, var tek- in nákvæmlega klukkan 19.25.00 til klukkan 19.26.30. Myndin birtist út um allt; í Life Magazine, Paris Match, National Geographic og ýmsum öðrum stór- blöðum. Og það er enn verið að biðja um hana. Ég fæ á hverju einasta ári beiðni um hana til birt- ingar einhvers staðar, þótt svona langt sé liðið.“ Sigurgeir segir myndir af dag- legu lífi í Eyjum raunverulega mestu verðmæti safnsins. „Ég byrjaði engan veginn með nein markmið í huga, var bara fréttaljósmyndari en byrjaði mjög fljótt að halda utan um safnið og passaði mig á að henda ekki film- unum ofan í kassa þar sem þær myndu rykfalla. Ég gekk skil- merkilega um safnið, sérstaklega eftir að ég kynntist Sigurði Þór- arinssyni jarðfræðingi í Surts- eyjargosinu. Hann kenndi mér hve mikilvægt væri að skrá hvenær mynd væri tekin; sagði að dag- setning gæti jafnvel sagt miklu meira en myndin sjálf eftir nokkur ár. Ég gerði þetta og þar lágu strax haldgóðar upplýsingar.“ Sigurgeir lagði það í vana sinn að skrá upplýsingar með blýanti aftan á hverja einustu mynd sem hann kópíeraði á pappír; fyrst dag- setningu en síðar urðu upplýsing- arnir meiri og nákvæmari sem hefur gríðarlegt gildi síðar meir. Kári Bjarnason, safnvörður í Vestmannaeyjum, er himinlifandi að fá hið glæsilega safn Sigurgeirs í vörslu bæjarins og Elliði Vign- isson bæjarstjóri segist sem Eyja- maður gera sér grein fyrir því að gríðarleg verðmæti séu fólgin í safninu. Ómetanlegt „Sigurgeir gerði meira en að taka bara myndir; safnið er eins og gægjugat inn í liðna tíð. Myndir hans úr atvinnulífinu, af horfnum atvinnuháttum, svo og þessi gríð- arlegi fjöldi mynda sem hann safn- aði af fólki, oftar en ekki í því um- hverfi sem við þekktum það; fólki við leik og störf. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir okkur Eyjamenn að fá þetta safn til varðveislu,“ segir Elliði Vignisson. Bæjarstjórinn nefnir að náttúru- myndir Sigurgeirs hafi vakið gíf- urlega athygli út fyrir Vest- mannaeyjar „enda er hann listamaður, en fyrir mig persónu- lega og sögu Vestmannaeyinga er þetta gægjugat inn í liðinn tíma það sem skiptir mestu máli. Sig- urgeir er mjög vandvirkur og hef- ur haldið vel utan um safnið og fyrir vikið hafa myndirnar ekki bara listrænt gildi heldur ekki síð- ur sagnfræðilegt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.