Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 57
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Ólæsinginn sem kunni að
reikna er önnur skáldsaga Jo-
nasar Jonassonar sem sló svo
rækilega í gegn með hinni
bráðskemmtilegu og sprellfjör-
ugu bók Gamlinginn sem
skreið út um gluggann og hvarf.
Það er ekki vandalaust að fylgja
slíkri bók eftir en Jonasi tekst
það nokkuð vel, þótt bókin
standist ekki samanburð við
Gamlingjann.
Stúlka úr fátækrahverfi í Suð-
ur-Afríku flækist inn í al-
þjóðlega stjórnmálarefskák og
verður eftirlýst af alræmdustu
leyniþjónustu veraldar.
Húmorinn er ekki langt und-
an hjá Jonasi sem hæðist að of-
stæki, fordómum og bók-
stafstrú.
Ólæsingi og
stjórnmál
Við áramót eru gjarnan teknir saman á fjöl-
miðlum listar yfir það sem þykir skara fram
úr á ýmsum sviðum. Ritstjórar bókablaðs
The New York Times tóku saman lista með
þeim tíu bókum sem þeir töldu bestar af
þeim sem komu út í Bandaríkjunum. Í flokki
skáldverka eru það skáldsögurnar Americ-
anah eftir Chimamanda Ngozi Adichie, The
Flamethrowers eftir Rachel Kushner, The
Goldfinch eftir Donna Tartt, Life After
Life eftir Kate Atkinson og smásagnasafn
George Saunders, Tenth of December.
Af öðrum bókum en skáldverkum völdu
ritstjórarnir After the Music Stopped –
The Financial Crisis, the Response,
and the Work Ahead eftir Alan S. Blinder,
Days of Fire – Bush and Cheney in the
White House eftir Peter Baker, Five Days
at Memorial – Life and Death in a
Storm-Ravaged Hospital eftir Sheri Fink,
The Sleepwalkers – How Europe Went
to War in 1914 eftir Christopher Clark og
Wave eftir Sonali Deraniyagala.
Nígeríski rithöfundurinn Chimamanda Ngozi
Adichie hlýtur mikið lof fyrir Americanah.
BÆKUR ÁRSINS Í
BANDARÍKJUNUM
Skrudda og Sagnasmiðjan hafa sent frá sér
bækur í nýjum flokki er kallast „Á jaðrinum“
og er í umsjá Þorsteins Antonssonar. Í bók-
inni Ljúflingurinn er höfundarsaga Steinars
Sigurjónssonar sögð með hans eigin orðum
og samferðamanna. Þorsteinn tók efnið sam-
an. Í bókinni Einn plús einn kemur Steinar
við sögu en hér birtast bréfaskipti Steinars
og Jóns Ýngva um lífið og listina. Sá síð-
arnefndi kemur einnig við sögu í Sögur og
sagnamál Jóns Ýngva en í henni eru
textar sem hann skrifaði á árunum 1964-85,
þegar höfundurinn var af sumum gestum á
Mokka kallaður Jón tragedía fyrir þær
ströngu kröfur sem hann gerði til sín við rit-
störfin. Á jaðrinum er afmælisrit Þorsteins
Antonssonar samið af honum sjálfum, í tilefni
50 ára höfundarafmælis.
Þú skrínlagða heimska – Heim-
ildasaga er eftir Þorstein og Sævar Marinó
Ciecielski. Er þar fylgt eftir fyrri bók Þor-
steins um Guðmundar- og Geirfinnsmál frá
1991. Loks eru í Öðruvísi ástarsögu birt
bréf Harries Schrader.
NÝR BÓKAFLOKKUR: Á JAÐRINUM
Í tveimur bókum segir af Steinari Sigurjónssyni.
Veiðihundarnir eftir Jørn Lier
Horst fékk Glerlykilinn sem
besta norræna glæpasagan árið
2013. Í heimalandinu, Noregi,
velti þessi bók sjálfum Nesbø
úr efsta sæti metsölulistans.
Lögreglumaðurinn William
Wisting sætir rannsókn og er
grunaður um að hafa hagrætt
sönnunargögnum í máli. Hvarf
ungra stúlkna er í forgrunni í
spennandi bók sem er mjög
sennilega sú besta sem Horst
hefur skrifað.
Verðlaunabók
frá Jørn Lier
Horst
Þægilegur
kiljulestur eftir
jólin
NÝJAR BÆKUR
FJÖLMARGAR ÁGÆTAR KILJUR ERU NÚ Á MARK-
AÐI. JONAS JONASSON ER AÐ SLÁ Í GEGN MEÐ
ÓLÆSINGJANUM OG BÓKIN SEM FÉKK GLERLYK-
ILINN Á SÍÐASTA ÁRI, VEIÐIHUNDARNIR, ER
ÁGÆTIS AFÞREYING. FINNSK VERÐLAUNABÓK ER
SVO KOMIN ÚT Í KILJU. VERT ER AÐ VEKJA AT-
HYGLI Á BÓK UM KAUPMANNAHÖFN.
Klefi nr. 6 er skáldsaga eftir finnsku
skáldkonuna Rosu Liksom, en hún
hlaut Finlandiu-verðlaunin fyrir
bókina, sem var einnig tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs..
Finnsk stúlka tekur sér far með
Síberíulestinni á níunda áratug síð-
ustu aldar og deilir klefa með
drykkfelldum harðjaxli sem segir
henni sögur úr lífi sínu.
Vestrið mætir
austrinu
Sagnfræðingarnir Guðjón Friðriksson og Jón Þ.
Þór eru höfundar tveggja binda verks, Kaup-
mannahöfn sem höfuðborg Íslands. Í fyrra
bindinu er sagan rakin frá 15. öld fram til 1814
og í síðara bindi er samskiptasaga landanna rakin
frá 1814-1918 og þá meðal annars sagt frá sjálf-
stæðisbaráttunni og margskonar menningar-
starfsemi Íslendinga í Kaupmannahöfn og sam-
starfi við Dani. Mikill fjöldi mynda prýðir verkið.
Ísland og Kaupmannahöfn
* Að fortíð skal hyggja, ef frumlegtskal byggja. Einar Benediktsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON2013
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af verslunum Eymundsson
1 Iceland Small World small ed.Sigurgeir Sigurjónsson
2 Maður sem heitir OveFredrik Backman
3 SkuggasundArnaldur Indriðason
4 Lág kolvetna lífsstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon
5 LygiYrsa Sigurðardóttir
6 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson
7 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson
8 BrynhjartaJo Nesbø
9 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson
10 LeðurblakanJo Nesbø
Innbundin skáldverk,
ljóðabækur & hljóðbækur
1 SkuggasundArnaldur Indriðason
2 LygiYrsa Sigurðardóttir
3 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson
4 Árleysi aldaBjarki Karlsson
5 SæmdGuðmundur Andri Thorsson
6 GrimmdStefán Máni
7 MánasteinnSjón
8 Og fjöllin endurómuðuKhaled Housseini
9 Stúlka með magaÞórunn Erlu-ogValdimarsdóttir
10 DísusagaVigdís Grímsdóttir
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Ástin hefur augu í hnakkanum.