Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 34
Pixel-stríðið Það trúðu fáir að Finnarnir í Nokia gætu troðið 41 megapixils myndavél í snjallsíma. En það gerðu þeir og tókst svona líka vel til. Nú vilja aðrir framleiðendur herma eftir og bæta myndavélum í snjallsíma sem oftar en ekki eru lélegar. Trúlega verður árið 2014 árið þar sem hægt er að kveðja stóru myndavélina og taka almennilegar myndir á símanum en ekki hreyfðar og úr fókus. Qualcomm-kubburinn 64 bita kubbur sem á að vera jafnöflugur og Apple-kubburinn hér hinum megin á síðunni. Mun koma á síðari helmingi árs- ins og gæti gert snjallsíma enn ódýrari. Það er allavega beðið eftir þessum kubbi með eftirvæntingu. Ofurskerpa Nýjustu símarnir eru margir með skerpu upp á 1920x1080 punkta sem gerir þá nánast skýrari en mannsaugað. Nú vilja menn bæta skerpuna enn frek- ar og fara upp í 2560x1440 punkta. Vi- vio hefur þegar gert slíkan síma og nú er Samsung og LG sögð vera í starthol- unum að búa til slíkan síma. Það verður þó væntanlega einhver bið á slíkum símum því grafíkin er svo mikil að hún étur upp batteríið og endast tilraunasímarnir ekki einu sinni daginn. HORFT Í SNJALLSÍMAKRISTALSKÚLU FRAMTÍÐARINNAR Ekki á tali hjá framleiðendum Hlaðið á nóttu Spámenn framtíðarinnar og sérfræðingar í símatækni sjá ekki að batterí snjallsíma muni lagast á árinu. Það verður því enn um sinn að hlaða tækið að kveldi fyrir komandi átök. Lithium-air batterí eru á tilraunastigi og lofa góðu. Lithium-Sulfur sömuleiðis. Þá eru nokkrir framleiðendur að prófa sodium-ion batterí. Þegar þessi batterí koma á mark- aðinn mun verða yndislegt að eiga snjallsíma. Beygðar línur Snjallsímar ársins 2014 verða ekki bara láréttir og lóðréttir. Nú er komin sveigja í þá en LG G Flex var kynntur á síðasta ári í Kóreu og sló í gegn. Samsung, LG og Nokia eru sögð í startholunum með síma með beygðar línur. Sérfræðingar segja að slíkir símar fari ef til vill betur að eyranu en alls ekki í vasanum. Því muni þessir símar ekki seljast mikið. Firefox-síminn Þó svo að því sé spáð á næstu opnu að Blackberry-símar hverfi með öllu á árinu 2014 má ekki gleyma því að Blackberry 10 snjallsíminn er að koma. En það eru fleiri spennandi símar að koma á árinu. Firefox OS, Sailfish OS, Ubuntu Touch og Tizen eru kannski ekki þekktustu snjallsímamerki heimsins en það hefur sýnt sig að símar frá þessum fyrirtækjum eru ekkert síðri en frá risunum. Það er allavega hægt að hringja, fá sms, senda sms, fara á netið og skoða fés- bókina. Þarf nokkuð annað? Örgjörvi frá Apple Þegar iPhone 5s kom á markaðinn kynnti Apple þetta undratæki, Apple A7. Þeir nota þennan kubb í téðan iPhone 5s, iPad mini og iPad Air. Kubburinn er 64 bita og sagður tvisvar sinnum öflugri en fyrirrennari hans A6 og ráða mun betur við alla grafík og gera tækin mun betri. Ódýrt og gott Nokia Lumia 520 var einn heitasti sími ársins og kom Nokia aftur á topplistana yfir mest seldu tækin. Hann var ódýr og góður með alla góða eiginleika snjallsíma. Nú er talað um að símafyrirtækin vilji nýta sér 200 dollara markaðinn svokallaðan. Gera síma sem kostar ekki lengur yfir 100 þúsund heldur ódýra, góða síma. SNJALLSÍMAR HALDA ÁFRAM AÐ ÞRÓAST OG MUN HEIM- URINN FÁ AÐ KYNNAST NOKKUÐ MÖGNUÐUM NÝJUNGUM Á ÁRINU. ÞRÁTT FYRIR ALLAR NÝJUNGARNAR ER EKKERT SEM BENDIR TIL AÐ SNJALLSÍMINN FÁI BETRA BATTERÍ. ÞAÐ ÞARF ÞVÍ ENN AÐ HLAÐA ÞÁ Á HVERJU KVÖLDI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Græjur og tækniHvað verður efst á baugi í tækninni árið 2014 og mun það breyta sýn okkar á heiminn? »36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.