Morgunblaðið - 25.02.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 25.02.2014, Síða 1
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þingsályktunartillaga utanríkisráð- herra um að draga aðildarumsókn- ina að Evrópusambandinu til baka er á dagskrá Alþingis í dag. Það ræðst hins vegar af gangi umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðnanna nákvæm- lega hvenær hún verður tekin fyrir að sögn Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis. Stjórnarandstæðingum var heitt í hamsi vegna málsmeðferðarinnar á Alþingi í gær en boðað var til mót- mæla gegn ákvörðun ríkisstjórnar- flokkanna að draga umsóknina til baka á Austurvelli á sama tíma og þingfundur hófst kl. 15. Á fjórða þúsund manns var fyrir utan þinghúsið þegar mest lét að mati lögreglu. Töluverður hávaði var á Austurvelli en þeir mótmæl- endur sem stóðu næst þinghúsinu börðu og spörkuðu stanslaust í málmgirðingu sem lögreglan reisti í kringum húsið. Að öðru leyti fóru mótmælin þó fram með ró og spekt. Tillagan um að afturkalla umsókn- ina var á dagskrá þingsins í gær en þingforseti tók hana hins vegar aft- ur af dagskrá eftir fund með þing- flokksformönnum. Þess í stað lagði forseti til að þingfundur stæði fram á kvöld til að hægt væri að halda áfram umræðum um skýrslu Hag- fræðistofnunar. Hart var tekist á um þá ákvörðun og var farið fram á nafnakall við at- kvæðagreiðsluna. Sökuðu þingmenn Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina um að ætla að keyra þingsályktunartillöguna í gegnum þingið. Umræða um skýrsluna stóð yfir fram undir miðnætti og sakaði utan- ríkisráðherra stjórnarandstöðuna um að stunda „tilbrigði við málþóf“ þegar óskað var eftir að hann væri í þingsalnum við umræðurnar. Þegar þingfundi lauk laust fyrir miðnætti voru 13 þingmenn enn á mælenda- skrá um hana. MESB-skýrslan enn á dagskrá »6 Vinnubrögðum mótmælt  Tillaga utanríkisráðherra á dagskrá í dag  Rætt um ESB-skýrslu fram undir miðnætti og áfram í dag  Utanríkisráðherra segir umræðuna „tilbrigði við málþóf“ Morgunblaðið/Golli Mótmæli Hávaði fylgdi friðsamlegum mótmælum á Austurvelli í gær þar sem fólk kom saman til að mótmæla að umsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  47. tölublað  102. árgangur  FLEIRI VILJA DEILA HÚSNÆÐI MEÐ ÖÐRUM BALOTELLI MEÐ BÍLADELLU KJARNAKONUR FRAMLEIÐA MYSUDRYKK BÍLAR ISLANDUS 10SAMSTARFSVERKEFNI 40 Kort og ferliritar Veðurstofunnar sýna að óvenjulítill snjór er víðast hvar í byggðum landsins. Trausti Jónsson veðurfræðingur fjallaði um snjóinn í veðurfærslu sinni í gær og bendir lesendum sínum á að jafnvel í sumum sveitum landsins sé lítill snjór. Undantekninguna frá þessu segir Trausti þó vera að sjá í tölum frá Svartárkoti í Bárðardal en þar er snjór með mesta móti eða jafnmikill og mest hefur mælst áður í febrúar- mánuði. Erfitt að halda veginum opnum Hlini Gíslason býr í Svartárkoti og segir hann snjóinn vera meiri núna en á sama tíma í fyrra. „Það hefur verið óvenjumikill snjór hérna í vet- ur og töluvert meiri en í fyrra og þá er nú mikið sagt,“ segir Hlini sem þó er ýmsu vanur enda allra veðra von þegar komið er svo nærri hálendinu. „Snjórinn er það mikill núna að erfitt er að halda opnum vegi hingað til okkar. Um tíma gáfust menn upp á því að reyna að halda honum opn- um en síðan var fengin jarðýta til að ryðja veginn,“ segir Hlini en hann vill ekki spá um það hvenær snjóinn taki upp. „Það hefur verið mjög mis- munandi eftir árum hvenær snjórinn fer og því treysti ég mér ekki til að spá um það hvenær hann hverfur í ár.“ »4 Ljósmynd/Hlini Gíslason Fengu jarðýtu til að ryðja  Metsnjór í Svartár- koti  Víða snjólítið Snjór Jarðýta var fengin til að ryðja veginn að Svartárkoti í Bárðardal.  Í viðræðum við for- svarsmenn Seðlabanka Bandaríkjanna á árinu 2008 um mögulegan gjaldeyrisskiptasamning vildi Seðlabanki Íslands að slíkur samningur yrði um 1-2 milljarðar Banda- ríkjadala, jafnvirði 115- 230 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kom fram á fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Bandaríkj- anna 28.-29. október en allar fund- argerðir nefndarinnar 2008 hafa nú verið birtar. Ekki hefur áður verið greint frá þeirri fjárhæð sem Seðla- banki Íslands óskaði eft- ir í viðræðunum en sem kunnugt er neitaði sá bandaríski að gera slík- an skiptasamning við Seðlabankann. Var talið að hann myndi ekki skila tilætluðum árangri. Seðlabanki Bandaríkj- anna gerði gjaldmiðla- skiptasamninga í lok september 2008 við þrjá norræna seðlabanka. Vakti það athygli á þeim tíma að Seðlabanki Íslands var ekki á meðal þeirra sem bauðst að taka þátt í samningunum. hordur@mbl.is »21 Óskaði eftir 1-2 milljarða dala skiptasamn- ingi við Seðlabanka Bandaríkjanna 2008 SÍ Reyndi að styrkja forðann árið 2008.  „Við lítum á verkefnið sem kærkomið tæki- færi til að skipu- leggja útiveru, endurvekja leiki og virkja krakk- ana í að stjórna leikjunum. Með þessu vinaliða- verkefni tekst það og við erum afskaplega ánægð,“ segir Jónína Magnús- dóttir, skólastjóri grunnskóla Fjallabyggðar, sem tók upp svokall- að vinaliðaverkefni sem Árskóli á Sauðárkróki innleiddi að norskri fyrirmynd. »17 Virkja krakkana í að stjórna leikjum úti Þótt eldi á helstu tegundum lax- fiska sé að aukast varð nokkur sam- dráttur í heildarframleiðslu fisk- eldis á síðasta ári. Stafar það af því að þorskeldi minnkar og slátrun á regnbogasilungi var frestað. Heildarframleiðsla úr eldi lagar- dýra nam rúmum 7.000 tonnum á síðasta ári, samkvæmt upplýs- ingum sem Matvælastofnun hefur tekið saman. Er það um 400 tonnum minna en árið á undan þegar fram- leiðslan var meiri en verið hefur frá toppi síðustu laxeldisbylgju, 2006. Þótt heildartölurnar sýni stöðn- un í fiskeldi er töluverð aukning í pípunum. Þannig er aukning í sjó- kvíaeldi á laxi hjá stærsta fyrirtæk- inu, Fjarðalaxi, og ný fyrirtæki að koma inn í framleiðslu. Þá er áformuð aukning í eldi regnboga- silungs á næstu árum og ný stöð hefur hafið matfiskeldi á flúru. »14 Eldi laxfiska eykst en heildarframleiðsla í fiskeldi minnkaði á milli ára Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fossafjörður Sjókvíarnar eru í fallegu umhverfi og eldið hefur gengið vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.