Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 14

Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 Movie Star hvíldarstóll Verð 439.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heildarframleiðsla á eldisfiski dróst heldur saman á síðasta ári, miðað við árið á undan þótt nokkur aukning sé í framleiðslu á laxi og bleikju. Sam- dráttur er í þorskeldi og slátrun á regnbogasilungi frestaðist á milli ára. Þrátt fyrir að heildartölur sýni stöðnun í framleiðslu er útlit fyrir aukningu því umfangið í eldi á laxi og regnbogasilungi er að aukast sem skilar aukinni framleiðslu á næstu árum ef áætlanir ganga eftir. Lax og bleikja bera uppi fram- leiðsluna í fiskeldinu. Laxinn náði forystusætinu af bleikjunni á árinu 2012 en nú snéri bleikjan aftur tafl- inu sér í hag, samkvæmt fram- leiðslutölum sem Matvælastofnun hefur tekið saman. Framleiðsla á bleikju hefur aukist stöðugt frá árinu 2005 og virðist stöðug. Aukn- ingin kemur með nýju fyrirtæki sem tók til starfa á Þorlákshöfn. Sam- herji er langöflugasti framleiðand- inn með um 2.000 tonn í þremur starfsstöðvum. Fjarðalax, sem er með sjókvíaeldi í þremur fjörðum á suðurhluta Vest- fjarða, hefur borið uppi þá miklu aukningu sem verið hefur í fram- leiðslu á laxi síðustu ár og er lang- öflugasti framleiðandinn. Aftur á móti hætti eitt fyrirtæki laxeldi í fyrra og þess vegna varð aukningin á milli ára ekki nema tæp 100 tonn. Þorskeldi á útleið Mikill samdráttur í framleiðslu á regnbogasilungi kemur á óvart. Hann liggur í því að fyrirtækið sem ber uppi framleiðsluna, Dýrfiskur, frestaði slátrun á fiski sem kominn var í sláturstærð til þess að fá hann enn stærri. Í staðinn skilar hann sér inn í framleiðsluna í ár. Þorskeldi virðist vera á hægri út- leið, ef tölur um framleiðslu eru skoðaðar. Framleiðslan var í nokkur ár á bilinu 1.400 til 1.800 tonn en tæp 900 tonn á árunum 2011 og 2012. Á síðasta ári minnkaði framleiðslan niður fyrir 500 tonn. Aðeins fimm fyrirtæki eru eftir í þorskeldinu. Hraðfrystihúsið - Gunnvör í Ísa- fjarðardjúpi er þeirra stærst en hef- ur eins og önnur fyrirtæki dregið úr sjókvíaeldi á þorski. Matfiskeldi á lúðu lagðist end- anlega af á síðasta ári. Þótt aukning sé í framleiðslu á sandhverfu á milli ára eru það dauðateygjurnar því matfiskeldi hér er að hætta. Af nýrri tegundum má nefna beit- arfiskinn hekluborra. Smávegis er framleitt af þeirri tegund í einni stöð. Aftur á móti hefur verið byggð upp myndarleg eldisstöð á Reykja- nesi til að framleiða flúru og mun hún skila verulegri framleiðslu á næstu árum, ef allt gengur eftir áætlun. Kræklingsræktun hefur gengið í bylgjum. Heildarframleiðsla á kræk- lingi var 166 tonn á síðasta ári, sam- kvæmt tölum Mast, en þar af voru aðeins tæp 50 tonn úr hreinni rækt- un. Meirihlutinn er sóttur með sífellt betri veiðarfærum. Ostrur eru í tilraunaræktun. Fyrstu lirfurnar voru fluttar inn á síðasta ári og eiga að skila af sér af- urðum að fjórum árum liðnum. Áframhaldandi aukning Aukning er í pípunum, sér- staklega í laxi og regnbogasilungi, samkvæmt upplýsingum Guðbergs Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva. Hann bendir á að Fjarðalax sé enn að auka framleiðsluna og Arnarlax setji út seiði á þessu ári. Áformað sé að Fiskeldi Austurlands slátri öðru- hvorumegin við næstu áramót. Þá haldi Dýrfiskur áfram að stækka. Ekki er útlit fyrir hraðfara vöxt í bleikjueldi en Guðbergur reiknar með að þorskeldi verði áfram stund- að í svipuðu umfangi og nú er. Aðstæður hafa verið góðar til að stunda laxeldi, ekki síst vegna þess háa verðs sem fengist hefur. „Þetta er atvinnugrein sem hefur alla burði til að stækka og eflast,“ segir Guð- bergur. Framleiðsluaukning í pípunum  Samdráttur í framleiðslu á eldisfiski á síðasta ári þótt lax og bleikja haldi sínu  Þorskeldið dregst saman  Áframhaldandi aukning á lax- og silungseldi  Flúra kemur inn í flóruna á næstu árum Laxapökkun Fjarðalax á Vestfjörðum ber enn uppi aukninguna í laxeldinu. Eitt fyrirtæki hætti laxeldi en fleiri fyrirtæki hefja framleiðslu á næstunni. Heildarframleiðsla í eldi lagardýra Útflutningur fiskeldisafurðaTonn af slægðum fiski Heimild: hagstofa.is Tonn Verðmæti (m. kr. fob) 2011 2012 2013 22 89 33 14 40 11 46 79 37 72 4 87 2 Heimild: Mast 20132002 Heildarframleiðsla Þar af lax Þar af bleikja Þar af regnbogi Þar af þorskur 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 3.657 7.053 1.471 3.018 1.540 3.215 248 482205 205 9.961 6.894 Verjendur níu Hraunavina sem lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært fyrir brot á lögreglulög- um vegna mótmæla í Garðahrauni í október sl. kröfðust þess í gærmorg- un að málinu yrði vísað frá. Auk þess kröfðust þeir þess að saksóknarinn yrði látinn víkja sökum vanhæfis. Fyrirtaka fór fram í málinu í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Skúli Bjarnason, lögmaður fjög- urra Hraunavina, sagði í samtali við mbl.is að aðalkrafa sakborninga væri að fá málinu vísað frá og var sú krafa lögð fram við fyrirtökuna. „Það er aðalkrafan. Það er auðvit- að vegna þess – eins og komið hefur fram áður – að lögreglustjóri getur ekki farið með saksókn í máli sem tengist honum svona mikið,“ segir Skúli. Til vara er krafist sýknu af kröfu ákæruvaldsins. Hann bendir á að nímenningarnir séu ákærðir fyrir brot gegn 19. gr. lögreglulaga. „Það er ekki ákært út af neinu öðru,“ bætir hann við. Þá krefjast verjendurnir þess að saksóknarinn Karl Ingi Vilbergsson verði látinn víkja. „Það er með tilvísun í sakamála- lögin. Það er gerð krafa líka um að það verði tekin af honum vitna- skýrsla af því að hann var nú þarna, að minnsta kosti býsna víða í þessu ferli getum við sagt,“ sagði Skúli í samtali við mbl.is. Gerð er krafa um að tekin verði af honum vitnaskýrsla vegna marg- háttaðrar aðkomu hans að málinu, á vettvangi, við handtökur, fangelsun og útgáfu ákæru, að því er segir í greinargerð verjenda. „Það er almenn regla að það getur ekki farið saman að fara með sak- sókn og gefa líka vitnaskýrslu,“ segir Skúli ennfremur. Ákveðið var í héraðsdómi í morg- un að málflutningur um frávísunar- kröfuna og vanhæfi saksóknara færi fram 24. mars nk. jonpetur@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Hraunavinir Fjölmenni kom saman í Garðahrauni á síðasta hausti. Hraunavinir krefjast frávísunar  Telja saksóknarann vanhæfan Sjúkdómastaða landsins er mjög góð og enginn veirusjúk- dómur herjar á laxfiska í ís- lensku stöðvunum, samkvæmt upplýsingum Gísla Jónssonar, dýralæknis fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun. Engir alvar- legir smitsjúkdómar litu dags- ins ljós á síðasta ári og heldur ekki umhverfisógnir. Sýni voru tekin í rúmlega 11 þúsund fiskum úr 10 stöðvum og reyndust þau öll hrein. Áhersla er lögð á að lágmarka notkun sýklalyfja og hefur vel tekist til að sögn Gísla. Engin sýklalyf voru notuð í eldi á laxi, silungi eða flatfiski á síðasta ári en smávegis reyndist nauðsyn- legt að nota í þorskeldi. Góð heilbrigðisstaða á klak- stofni skapar tækifæri því erfðaefnið er eftirsótt til áfram- eldis víða um heim. Engin sýkla- lyf í laxeldi GÓÐ HEILBRIGÐISSTAÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.