Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
„Við komum saman og rifjuðum
upp okkar sjómennsku,“ segir Odd-
ur Helgason æviskrárritari sem var
skipverji á togaranum Narfa RE 13
í frægri veiðiferð að Vestur-
Grænlandi fyrir sléttum 50 árum. Í
túrnum voru 32 menn og komu
nokkrir þeirra saman hjá ORG Ætt-
fræðiþjónustu í Skerjafirði til að
minnast hans.
Túrinn er þekktastur fyrir sögur
af ísingu sem hlóðst á skipið. Farið
var í var upp að ísnum og heil vakt
var í því að berja ís af skipinu til að
það yfirísaðist ekki og hægt væri að
vinna áfram. Þá var aftur haldið til
veiða en fljótlega þurfti að fara aft-
ur í var til að berja af. Svona gekk
þetta á þriðju viku en þá var fersk-
vatnið búið. Tankarnir voru botn-
frosnir, sjórinn var svo kaldur, rifj-
ar Oddur upp. Þá var siglt inn til
Frederikshaab til að taka meira
vatn.
Seinna var farið til St. Pierre í
Lawrence-flóa til að taka olíu.
Túrnum lauk með því að landað var
í Grimsby. Þegar Narfi kom aftur
til Reykjavíkur voru 78 dagar liðnir
frá því lagt var í túrinn.
Narfi var í eigu Guðmundar Run-
ólfssonar útgerðarmanns, nýlegt
skip. Hann var búinn hraðfrysti-
tækjum sem heilfrystu fiskinn jafn-
óðum og hann veiddist. Var það
nýjung í útgerð Íslendinga.
Rifjuðu upp ístúrinn
Skipverjarnir ræða enn um túrinn á Narfa fyrir 50 árum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Albúm skoðuð Sitjandi Eyþór Bollason, Oddur Helgason, Hjálmar Diegó, Þorsteinn Stefánsson. Standandi Ægir
Ingvarsson. Þorsteinn Gíslason, Jón Marteinn Guðnason, Örn Stefánsson, Benedikt Arason og Kristján Óskarsson.
„Ég mun reyna að auka söluna með
því að ná til breiðari hóps,“ segir Ax-
el Ómarsson sem ráðinn hefur verið
framkvæmdastjóri Landsmóts
hestamanna ehf. og Landssambands
hestamannafélaga. Í mörg horn
verður að líta hjá framkvæmdastjór-
anum á næstunni því nú er lands-
mótsár, Landsmót hestamanna
verður haldið á Hellu í byrjun júlí.
Axel telur efni til að landsmótið
höfði til fleiri en hörðustu keppnis-
áhugamanna. Hann vill leita sam-
starfs við ferðaskrifstofur og fyrir-
tæki í ferðaþjónustu sem hafa á
sínum snærum viðskiptavini í mark-
hópnum. „Mótið verður haldið á
Hellu og mér finnst liggja í augum
uppi, eins og samið hefur verið um,
að sveitarfélög og fyrirtæki á Suður-
landi sjái sér hag í því að starfa með
landsmótinu og nýta sér viðburðinn
til að koma sinni starfsemi á fram-
færi og auka umsvifin,“ segir Axel.
Hann gerir sér grein fyrir því að
skammur tími er til stefnu, fram að
landsmóti. „En ef ég ber gæfu til að
stýra fleiri mótum mun ég halda
áfram á þessari braut.“
Undirbúningur á áætlun
Landsmótið á Hellu er stærsta
verkefni LH á þessu ári og sam-
kvæmt tilkynningu frá stjórn lands-
sambandsins gengur undirbúningur
samkvæmt áætlun. „Ég mun gera
mitt besta til að hvetja menn til dáða.
Mitt helsta verkefni er verkefna-
stjórn og rekstur,“ segir Axel.
Hann notar fyrstu dagana til að
átta sig á stöðu mála og setja sig inn í
málin.
Áhugi á hestamennsku
Axel hefur haft áhuga á hestum
frá barnæsku og yfirleitt átt hesta.
Hann hefur unnið töluvert erlendis
og því hafa orðið frátafir í að sinna
áhugamálinu.
Hann vann við útflutning á ís-
lenskum hestum í áratug og hefur
komið að félagsmálum hestamanna í
gegnum það starf. Hann hefur unnið
við rekstur fyrirtækja, mest erlendis
síðustu árin, meðal annars í tölvu-
geiranum. helgi@mbl.is
Vill höfða til
breiðari hóps
Ráðinn fram-
kvæmdastjóri
hestamanna
Ljósmynd/Eiríkur Jónsson
Keppni Axel Ómarsson og Tralli á
Íslandsmóti fyrir 13 árum.