Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 IFS gerir ráð fyrir að tjónahlut- fallið á fjórða ársfjórðungi 2013 hafi verið 63,3%. IFS gerir ráð fyrir að ávöxtun af fjárfestingum á fjórða ársfjórð- ungi hafi orðið minni en ávöxtun fjórðunganna á undan þar sem væntanlega hafi verið tap á bæði innlendri skuldabréfaeign félags- ins og erlendum eignum, í krónum mælt. Sex félög skráð í Kauphöll Íslands munu í þessari viku kynna uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs og fyrir afkomu ársins 2013 í heild. Þau fyrstu til að kynna upp- gjör verða VÍS og Reginn en þau kynna uppgjör sín í dag. Í morgunpósti IFS greiningar í gær kemur fram að TM, N1 og Fjarskipti birta uppgjör sín á morgun, miðvikudag, og á fimmtu- dag birtir Eimskip uppgjör sitt. IFS birti fyrir helgina afko- muspá sína fyrir tryggingafélagið TM. IFS gerir ráð fyrir að trygg- ingarekstur félagsins hafi verið með venjubundnum hætti á loka- fjórðungi ársins 2013 en segir jafnframt að tvö stórtjón hafi tals- vert litað uppgjör ársfjórðungsins á undan. Tjónahlutfallið var þann- ig 81,3% á þriðja ársfjórðungi en Spáir 2,8 milljarða hagnaði Ávöxtun á hlutabréfaeign hafi hins vegar verið ágæt. IFS spáir um 686 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi í fyrra og þar með um 2,8 milljarða króna hagnaði á árinu 2013. Þá gaf IFS einnig út fyrir helgi afkomuspá sína fyrir Eimskip á fjórða ársfjórðungi í fyrra og fyrir árið 2013 í heild. Félagið mun eins og áður segir birta uppgjör sitt á fimmtudaginn, 27. febrúar. Útflutningur frá Íslandi dróst saman um 2,5% frá fyrra ári á lokafjórðungi ársins í tonnum mælt og innflutningur jókst um aðeins 0,8%, samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu. Spáir Eimskip liðlega 6 millj- arða króna hagnaði IFS gerir ráð fyrir að flutningar Eimskips á öðrum siglingaleiðum félagsins og hugsanlega flutninga- miðlunin hafi sýnt einhvern vöxt og að í heildina verði tekjuvöxtur á milli ára 1%. IFS gerir ráð fyrir um 10,7 milljóna evra EBITDA á fjórða ársfjórðungi, sem svarar til 1,67 milljarða króna og þar með tæpra 40 milljóna evra fyrir árið 2013 í heild, sem svarar til 6,23 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í Morgunpósti IFS greiningar að útgefið viðmið fé- lagsins sjálfs er 37-40 milljónir evra, eða á bilinu 5,76 milljarðar íslenskra króna, upp í rúma 6,23 milljarða íslenskra króna. Gangi spá okkar eftir hækkar EBITDA um rúm 10% á árinu frá 2012. Spá IFS um nettóhagnað hljóðar upp á 13,1 milljón evra fyrir árið 2013, sem er rúm 3% hækkun. agnes@mbl.is 6 félög í Kauphöll birta uppgjör sín  VÍS og Reginn í dag, TM, N1 og Fjarskipti á morgun Kauphöllin Sex félög skráð í Kauphöllinni af tíu birta uppgjör sín fyrir 4 fjórðung og árið 2013 í heild í vikunni. Í dag ríða VÍS og Reginn á vaðið. Morgunblaðið/ÞÖK Uppgjörsvika » IFS spáir VÍS 2,8 milljarða króna hagnaði á árinu 2013. » Segir tvö stórtjón á þriðja ársfjórðungi í fyrra draga úr hagnaði. » Telur að hagnaður Eimskips fyrir árið 2013 geti hafa verið 6,23 milljarðar króna. » Á morgun birta TM, N1 og Fjarskipti uppgjör sín fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og ár- ið í heild. GAMMA hefur flutt starfsemi sína í eigið húsnæði á Garðastræti 37. Um er að ræða stærra húsnæði sem gerir félaginu betur kleift að sinna vaxandi starfsemi sinni og taka vel á móti viðskiptavinum, samkvæmt því sem fram kemur í frétt á heima- síðu GAMMA. Garðastræti 37 er meðal elstu funkishúsa landsins og hýsti meðal annars lengi vel starfsemi Síldar- útvegsnefndar. Fjármálafyrirtækið GAMMA er með um 45 milljarða í sjóðastýringu fyrir hundruð viðskiptavina, þar á meðal lífeyrissjóði, tryggingafélög, eignastýringar, bankastofnanir, er- lenda aðila og einstaklinga. Flutt Garðastræti 37 hýsti m.a. starfsemi Síldarútvegsnefndar. GAMMA í Garðastræti  Í eigin húsnæði                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-/2 +.+-32 ,.-0.0 +0-231 +1-41, +,1-4 +-+.,+ +13-44 +55-4 ++4-+1 +00-3, +.+-12 ,.-02/ +0-1., +1-3,4 +,1-22 +-+.54 +13-05 +55-14 ,.2-441+ ++4-33 +00-00 +.,-.2 ,.-/4 +0-151 +1-313 +,0-., +-+.05 +15-41 +52-+2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Mikil viðskipti voru með bréf í Hög- um í gærmorgun, en í 11 sölum höfðu rúmlega 117 milljónir bréfa fyrir tæp- lega fimm milljarða skipt um hendur. Hagamelur ehf. sem er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar seldi 77 milljónir hluta í Högum og Ar- ion banki seldi rúmlega tuttugu millj- ónir hluti fyrir rúmlega 841 milljón króna.Gengi bréfa félagsins var 42 og miðað við það er markaðsverðmæti hlutanna sem seldir voru tæpir fimm milljarðar. Þeir Árni og Hallbjörn seldu hlutinn á um það bil fjórfalt hærra verði en þeir keyptu hann á. Nánar á mbl.is Rúmlega fimm milljarða króna viðskipti með hlutabréf í Högum Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Jóga Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum betri og meiri teygju og liðleika. Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Námskeið í Jóga Þriðjud. og fimmtud. kl. 12:00-13:00 Hefst 11. mars Kennari Gyða Dís Verð kr. 13.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.