Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 21

Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 leggur hins vegar áherslu á að Rússar hafi ekki sagt sitt síðasta orð í deilunni og telur að bakslag sé óhjákvæmilegt vegna andstöðu Rússa við stjórnarskiptin í Úkra- ínu. Takist Úkraínu að koma á lýð- ræði, slíta sig frá Rússum og losa sig við spillta embættismenn geti það ýtt undir mótmæli meðal Rússa og kröfur um lýðræðisumbætur og frelsi í Rússlandi. „Það væri niður- staða sem Pútín myndi síst af öllu sætta sig við.“ „Vopnaðri uppreisn“ mótmælt Ingmar Nevéus, fréttaskýrandi Dagens Nyheter, telur einnig ólík- legt að Rússar sendi hersveitir inn í Úkraínu. Hann segir að Rússar hafi engan áhuga á stríði og glundroða í grannríki sínu og viti að viðbrögð vestrænna ríkja við hernaðar- íhlutun í Úkraínu yrðu miklu harð- ari en við innrásinni í Georgíu. „Í ljósi þess að Úkraína er á barmi hruns geta Rússar haldið áfram að beita grannríki sitt þrýstingi,“ skrifar Nevéus. „Ef til vill velur Pútín að hafa sig lítið í frammi í fyrstu til að láta á það reyna hvort nýju leiðtogarnir í Kænugarði byrji ekki að berjast sín á milli og vin- sældir þeirra minnki. Hann gæti þá gripið inn í með réttmætari hætti.“ Þingmenn og fréttaskýrendur hafa talað um það í rússneskum fjölmiðlum að Úkraína kunni að klofna í tvennt. Rússneska blaða- konan og útvarpskonan Júlía Lyn- ína sagði í útvarpinu Ekho Moskví að hernaðaríhlutun af hálfu Rússa í Krím myndi kalla fram svipuð við- brögð og innrás Íraka í Kúveit sem leiddi til Persaflóastríðsins árið 1991. Dmítrí Medvedev, forsætisráð- herra Rússlands, dró lögmæti nýju valdhafanna í Kænugarði í efa í gær og lýsti stjórnarskiptunum sem „niðurstöðu vopnaðrar upp- reisnar“. Rússnesk stjórnvöld gætu ekki samið við „uppreisnarmenn sem eru vopnaðir Kalashníkov- rifflum“. Medvedev sagði að Rússar stæðu við skuldbindingar sínar gagnvart Úkraínu ef lögmæt ríkisstjórn yrði mynduð en svaraði því ekki hvort Rússar myndu standa við samning við Janúkóvítsj um fjárhagsaðstoð að andvirði sem svarar 1.700 millj- örðum króna. Fjármálaráðherra bráðabirgða- stjórnar Úkraínu segir að landið þurfi aðstoð að jafnvirði 4.000 millj- arða króna í ár og á næsta ári. Lviv Lviv Odessa Odessa KRÍM KRÍM Donetsk KÆNUGARÐUR Júlía Tímósjenkó 71 til 90% 51 til 70% 71 til 90% 51 til 70% Heimild: Ukrainska Pravda Viktor Janúkóvítsj Forsetakosningarnar árið 2010 Skipting eftir tungumálum Úkraína Meirihlutinn sem hefur úkraínsku að móðurmáli Minnihlutinn sem hefur rússnesku að móðurmáli 200 km KÆNUGARÐUR Donetsk Luhansk Luhansk Poltava Poltava Oleksandr Túrtsjínov, sem hefur verið skipaður forseti Úkraínu til bráðabirgða, er álitinn hægri hönd Júlíu Tí- mósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra sem var dæmd í fangelsi eftir að hún beið ósigur fyrir Viktor Janúkóvítsj í forsetakosningunum árið 2010. Tímósjenkó sagði eftir að hún var leyst úr haldi um helgina að hún vildi ekki verða næsti forsætisráðherra Úkraínu en sagði ekkert um hvort hún hygðist bjóða sig fram til forseta. Tímósjenkó, sem var sökuð um spillingu í valdatíð sinni, er mjög umdeild í Úkraínu. Vítalí Klítsjkó, fyrrverandi hnefaleikakappi, hefur stefnt að forseta- framboði en er nýgræðingur á akri stjórnmálanna. Margir róttækir þjóð- ernissinnar, sem höfðu sig mjög í frammi í mótmælunum í Kænugarði, hafa illan bifur á honum. Tímósjenkó í framboð? ENGINN ÓUMDEILDUR LEIÐTOGI Oleksandr Túrtsjínov Yfirmaður hersins í Taílandi sagði í gær að landið stæði frammi fyrir „hruni“ ef ofbeldisverkum linnti ekki í tengslum við mestu mótmæli í land- inu frá árinu 2010. Tuttugu og einn hefur beðið bana og yfir 700 særst í árásum sem tengjast mótmælunum, meðal annars þrjú börn í sprengju- árásum um helgina. Mótmælendurnir krefjast þess að Yingluck Shinawatra forsætisráð- herra segi af sér og saka hana um að vera strengjabrúðu bróður síns, auð- kýfingsins Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra sem er nú í útlegð. Stuðningsmenn Thaksins saka mómælendurna um að reyna að knýja herinn til að taka völdin í sínar hendur. Átján ríkisstjórnum hefur verið steypt af stóli í Taílandi frá árinu 1932 og yfirlýsing yfirmanns hersins í gær gæti verið merki um að herinn íhugi nú að láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni. Yfirhershöfðingi varar við hruni  Mannskæðar árásir í Taílandi EPA Mótmæli Þátttakandi í mótmæla- göngu gegn stjórninni í Bangkok. Vor og sumar 2014 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Glæsileg 200 m² hæð Mánaðarleiga kr. 190 þús Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco • Opnast hratt & örugglega • Eru orkusparandi • Þola mikið vindálag • Eru öruggar & áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • 15 ára reynsla við íslenskar aðstæður & yfir 130 hurðir á Íslandi Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.