Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
Samtök atvinnu-lífsins hafafarið mikinn í
umræðu síðustu
daga um Evrópumál.
Samtökin virðast
vera í þeim efnum á
sama róli og 10 pró-
sent stuðningsmanna ríkisstjórnar
landsins og elta þau stjórnmálaöfl
á röndum sem fóru einstaka hrak-
för í síðustu kosningum.
Til þess var tekið hversu gott
samstarf Samtök atvinnulífsins
áttu lengst af við síðustu ríkis-
stjórn og fóru þannig sérdeilis
mildum höndum um hana, þegar í
ljós kom að í hvert sinn sem hún
lofaði atbeina að kjarasamningum
reyndust efndirnar markleysan
ein.
Þá vakti nokkra undrun hversu
vel þessi ágætu samtök tóku jafn-
an í tillögur þáverandi ríkis-
stjórnar um sífelldar skattahækk-
anir á landsmenn (tillögurnar um
það voru yfir 100) eða létu nægja
að muldra málamyndaandstöðu
upp í vindinn. Samtökin ákváðu
hins vegar að bregðast við með
allt öðrum hætti þegar ríkisstjórn
landsins bað um skýrslu um stöðu
aðildarviðræðna og ástandið í
Evrópu. Þau pöntuðu þá í ofboði, í
samvinnu við aðra, sérstaka
skýrslu frá aðila sem verið hefur í
fararbroddi í aðildaráróðri allt
síðasta kjörtímabil.
Er mjög sérstakt, ef ekki nærri
óskiljanlegt, að SA hafi ekki beðið
skýrslu ríkisstjórnarinnar, sem
bæði fylgjendur og andstæðingar
aðildar hafa nú lokið lofsorði á,
áður en slíkt skref var stigið.
Samtökin hafa nú látið gera
könnun í „ljósi umræðu um aðild-
arviðræður Íslands við ESB“ til
að „kanna viðhorf aðildarfyrir-
tækja SA til þess
hvort slíta beri við-
ræðunum eða ekki“.
Samtökin hafa ekki
birt orðréttar spurn-
ingar þeirrar könn-
unar. Það vekur þó
óneitanlega tölu-
verða eftirtekt að aðeins 37% fyr-
irtækja samtakanna telja ástæðu
til að taka þátt í þessari könnun.
Vart er til það könnunarfyrirtæki
sem þætti slík svörun vera grund-
völlur fyrir marktækri niðurstöðu.
En fréttatilkynningu frá SA
segir: „38,1% þeirra aðildarfyrir-
tækja, SA sem svöruðu könnun-
inni, vill slíta aðildarviðræðum en
55,8% eru því andvíg.“
Með öðrum orðum eru aðeins
20% þeirra sem spurðir eru
hlynnt þeim málatilbúnaði sem
samtökin hafa sett á oddinn en
14% andvíg.
Fróðlegra hefði verið að sjá
þátttöku og svör við þeirri spurn-
ingu, sem ein skiptir máli í öllu
þessu samhengi, hvort áhugi eða
andstaða sé á því meðal aðildar-
fyrirtækja að ganga í ESB. Meira
að segja forsvarsmenn Iðnrek-
enda eru komnir í minnihluta með
sín sjónarmið í þeim efnum.
Nú liggur fyrir yfirlýsing frá
ESB um að sambandið eigi alls
ekki lengur samningaviðræður við
umsóknarríki. Aðeins sé rætt við
þau um hversu hratt umsóknarríki
taki upp í sínar lögbækur 100 þús-
und blaðsíður af reglum ESB. Þá
liggur fyrir að ekki eru lengur
veittar neinar varanlegar undan-
þágur frá reglum sambandsins.
Getur verið að hin dræma þátt-
taka í þessari innanhúskönnun
stafi af því að enginn sæmilegur
maður hafi gaman af því að láta
gera bjölluat í sér?
Könnun SA sýnir að
lítill stuðningur er
við brölt forráða-
manna þess}
Bjölluat í eigin fólki
Yoweri Museveni,forseti Úganda,
undirritaði í gær
ógeðfelld lög, sem
kveða á um að sam-
kynhneigða megi
dæma í lífstíðarfang-
elsi, banna kynningu á samkyn-
hneigð og gera almenningi skylt að
tilkynna samkynhneigða ein-
staklinga til lögreglu. Þingið sam-
þykkti lögin í desember eftir að
ákvæði um dauðarefsingu hafði
verið fellt niður. Museveni dró
undirritun laganna og mun í fyrstu
hafa sagt þau fasísk, en sneri svo
við blaðinu. „Engin rannsókn hefur
sýnt að menn verði samkynhneigðir
af náttúrulegum orsökum, þess
vegna samþykkti ég að undirrita
lögin,“ sagði Museveni.
Á meðan réttindi samkyn-
hneigðra fara vaxandi á Vestur-
löndum syrtir í álinn víða annars
staðar. Verst er ástandið í Afríku
þar sem samkynhneigðir sæta iðu-
lega fordómum og ofsóknum og
segja má að lýst hafi verið yfir
stríði á hendur þeim. Í hinni
brengluðu umræðu verða til hugtök
á borð við „leiðréttingar-
nauðganir“. Fjölmiðlar ausa olíu á
eldinn. Eitt dæmi þess er götublað í
Úganda, sem birti myndir af sam-
kynhneigðum mönnum undir fyrir-
sögninni Hengjum
þá.
Sambönd samkyn-
hneigðra voru bönnuð
í Úganda fyrir, en
með nýju lögunum
eru öll viðurlög hert.
Sambönd samkynhneigðra eru
bönnuð í 36 ríkjum í Afríku. Það er
auðvelt fyrir leiðtoga með veikan
málstað að kynda undir hatri á
samkynhneigðum til að afla sér vin-
sælda.
Museveni hefur verið við völd í
28 ár. Í stjórnartíð hans hefur spill-
ing verið landlæg. Ráðamenn hafa
stungið milljónum dollara í eigin
vasa og kært sig kollótta um ör-
birgðina í landinu. Ekki einum ein-
asta hefur verið refsað. Ráðherra
„siðferðis og heilinda“, sem áður
var katólskur prestur, sá sig hins
vegar knúinn til að ráðast á sam-
kynhneigða.
Það er kaldhæðnislegt að lög
gegn samböndum samkynhneigðra
í Afríku eru arfur frá nýlendutím-
anum og munu engar heimildir vera
til um að amast hafi verið við sam-
kynhneigðum í álfunni fyrir hann.
Nýju lögunum í Úganda hefur verið
líkt við aðskilnaðarstefnuna í
Suður-Afríku og ofsóknir nasista á
hendur minnihlutahópum. Þessi
lagasetning er skömm Úganda.
Stjórnvöld herða
ofsóknir gegn
samkynhneigðum}
Skömm Úganda
N
ú eru við völd hérlendis stjórn-
málaflokkar tveir. Annar kennir
sig við sjálfstæði og um leið
frelsi einstaklingsins og hinn er
flokkur sem samsamar sig
sveitarómantík að hætti Hriflu-Jónasar. Er
þetta vel, alltént í orði, því frelsið er yndislegt,
eins og segir í frægu dægurlagi, og íslensk
náttúra – landbúnaður þar með talinn – með
eindæmum ágæt. Á borði kveður þó við annan
tón, og er það miður. Fyrir þessu liggja ýmsar
ástæður.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að ís-
lensk stjórnvöld hafa um langan aldur viljað
hugsa um heilsu og hag neytenda, reyndar að
því marki að við liggur bilun. Flest er gert til að
koma í veg fyrir að Íslendingar geti keypt sér
landbúnaðarafurðir sem framleiddar eru utan
landsteinanna og til að réttlæta neyslustýringuna er oftar
en ekki gripið til áróðursfrasa á borð við „matvælaöryggi“
eins og okkur neytendum sé ekki óhætt að bragða afurðir
annars staðar frá. Það var og. En ef fortölur ráðamanna
skyldu ekki duga til þá er innflutningur rækilegum tak-
mörkunum háður og það litla sem á annað borð fæst inn-
flutt er tollað af slíkri íþrótt að undrum sætir. Samt eru ís-
lenskar landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða! Því er
spurt – þarf hún að óttast samkeppnina svo mjög að
skakkan leik þurfi til að hún fái þrifist og beri sitt barr?
Því íslenskar landbúnaðarafurðir eru unaður og mun-
aður, á minn sann. Íslenskt smjör er best í heimi, lamba-
kjötið á ekki sinn líka og ostagerð hefur fleygt hér fram
með ótrúlegum hætti á tiltölulega skömmum
tíma. Það sem ég þekki til íslenskrar fram-
leiðslu – og það er töluvert því ég er matgæð-
ingur og hef yndi af því að gera vel við mig í
mat og drykk – er frábært og er framleið-
endum sínum til mikils sóma. Þess vegna skýt-
ur skökku við að ráðamenn treysti afurðunum
ekki betur en svo að það þurfi gegndarlausa
ríkisaðstoð til að þær plumi sig.
Efist einhver um allt lostætið og ljúfmetið
sem íslenskt handverksfólk í matvælagerð
kann að búa til ætti sá hinn sami að leggja leið
sína í Hörpu um næstu helgi. Meðfram Bún-
aðarþingi verður þar haldinn stærsti matar-
markaður landsins og blasir við að þar verður
mörg dýrindis krásin boðin til sölu, sælkerum
höfuðborgarsvæðisins og nærsveita til
ómældrar gleði. Þegar litið er yfir sviðið, er þá
ekki eitthvað rangt við þessa taugaveiklun gagnvart því að
leyfa neytendum að velja?
Auðvitað kemur þetta ekki á óvart þegar framsóknar-
menn eru annars vegar, því þeir eru upp til hópa blindaðir
af sinni sveitarómantík, eins og þeim er frjálst. En að
Sjálfstæðisflokkurinn taki möglunarlaust þátt í forræðis-
hyggju og neyslustýringu af þessari stærðargráðu kemur
verulega á óvart. Flokksmönnum verður mörgum tíðrætt
um frelsi til að fá að kaupa rauðvín með steikinni og hvít-
vín með humrinum – hvað með frelsi til að velja milli land-
búnaðarafurða frá Íslandi og öðrum löndum? Frelsi til að
velja á alltaf við, án þess að vit þurfi að hafa fyrir neyt-
endum – ekki satt? jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Af frelsi neytenda og skorti þar á
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Um helmingur af öllu áætl-unarflugi innanlands ermilli Reykjavíkur og Ak-ureyrar en tap er á
rekstri allra flugvalla sem innan-
landsflugið notar að Reykjavíkur-
flugvelli undanskildum, hann rétt
skríður yfir markið. Farþegar kvarta
yfir miðaverði en flugfélögin segja að
tap sé á rekstrinum. Fyrir fáeinum
áratugum gegndi innanlandsflug
mun stærrra hlutverki en nú, flogið
var m.a. á Snæfellsnes og Fagurhóls-
mýri, svo að dæmi séu nefnd. En ekki
lengur. Vegir hafa batnað og einka-
bíllinn því notaður meira en áður í
ferðum milli landshluta.
Flugvellir á Íslandi eru allir í
eigu ríkisins sem einnig þarf að
tryggja að skilgreindum vara-
flugvöllum sé haldið í viðunandi
ástandi. Ekki hefur það alls staðar
tekist síðustu árin enda verið skorið
niður til þessara mála.
Rekstur flugvalla er dýr þegar
borið er saman við aðra samgöngu-
kosti sem að vísu hafa þann ókost að
oftast eru þeir tímafrekari. En þegar
bætt er við flugtímann þeim mínútum
sem fara í að koma sér út á völl, fá
farangur afgreiddan og loks að koma
sér af t.d. Reykjavíkurvelli á áfanga-
stað í borginni getur munurinn á bíl-
ferð og flugi oft orðið lítill. Áður biðu
menn yfirleitt þolinmóðir þegar flug-
ferð til Ísafjarðar frá Reykjavík var
aflýst vegna veðuraðstæðna fyrir
vestan. Nú ákveða margir í staðinn að
aka.
Flogið er á helstu flugvellina, á
Akureyri, Egilsstöðum og í Vest-
mannaeyjum, án þess að flugfélög
njóti til þess ríkisstyrkja, aðrir vellir
fá slíkan stuðning. Fram kemur í
nýrri skýrslu um félagshagfræðilegar
forsendur innanlandsflugs, sem inn-
anríkisráðuneytið og fleiri aðilar létu
gera, að aðeins vellirnir á Akureyri,
Egilsstöðum, á Ísafirði og Húsavík,
séu þjóðhagslega hagkvæmir. Tveir
vellir séu rétt við núllið, Bíldudals-
flugvöllur og Grímseyjarflugvöllur.
Flug til og frá
Egilsstöðum arðbært
Sem dæmi um áætlaða hag-
kvæmni má nefna að skýrsluhöf-
undar gera ráð fyrir að þjóðhags-
legur ábati af flugi til og frá Egils-
stöðum á tímabilinu 2013-2053 verði
nær 52 milljörðum króna. „Til saman-
burðar er t.d. flugið á Vestmanna-
eyjaflugvöll þjóðhagslega óhag-
kvæmt um rúmlega 2,8 milljarða
króna á verðlagi ársins 2013,“ segir í
skýrslunni.
Seldir voru um 370 þúsund far-
miðar í innanlandsflugi í fyrra og var
það 9% samdráttur miðað við árið á
undan. Þórólfur Árnason er stjórnar-
formaður Isavia, sem er fyrirtæki í
opinberri eigu er annast rekstur allra
íslenskra flugvalla, laun til flugum-
ferðarstjóra og annað mannahald,
ýmsa þjónustu, snjómokstur og við-
hald. Oft er haft samstarf við viðkom-
andi sveitarfélag um slökkvilið og ör-
yggisþjónustu. Ef starfsmenn Isavia
sjá um að ferma og afferma greiða
flugfélögin sérstaklega fyrir þá
þjónustu.
Þeir sem nýta sér þjónust-
una á völlunum borga fyrir það
ákveðið gjald, æfinga- og
kennsluflug er þó undanþegið.
Veittar eru um 1.800 milljónir
króna til Isavia á þessu ári, þar
af fara um 300 milljónir í
framkvæmdir og viðhald
flugvalla. Það er ekki
mikið, Þórólfur nefnir
að smábreytingar á vell-
inum á Gjögri kosti yfir
100 milljónir.
Innanlandsflugmiðar
þykja vera of dýrir
Morgunblaðið/Kristján
Lentir Farþegar Fokker-flugvélar Flugfélags Íslands á Akureyri stíga frá
borði. Innanlandsflugið á nú víða í harðri samkeppni við einkabílinn.
Þórólfur Árnason segir að minna
vægi innanlandsflugs sé eðlileg
„þjóðháttabreyting“, vegir batni
og eðlilegt að flugið gefi þá eitt-
hvað eftir. En skýrslan um innan-
landsflugið sé að mörgu leyti
góð. Þar sé ekki bara tekið á
hagræna þættinum heldur einn-
ig þeim félagsfræðilegu áhrifum
sem innanlandsflug hafi, m.a. á
heilsu og öryggi, menntun og að-
gengi að þjónustu.
„Ég rak einu sinni farsíma-
kerfi og þá gátum við sagt að
það væru engir sendar sem
borguðu sig nema þeir sem
voru neðan við Elliðaár,“
segir Þórólfur. „Bæði fjar-
skiptakerfi og samgöngukerfi
eru rekin til að
dreifa
ákveðnum
gæðum til
þeirra sem
ekki eru á
staðnum.“
Fleira en
hagræn rök
ÞJÓNUSTA VIÐ ALLA
Þórólfur
Árnason
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/