Morgunblaðið - 25.02.2014, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
Græðikremið og tinktúran Rauðsmári og gulmaðra
hafa gefist afar vel við sóríasis, exemi og þurrki í húð.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Sóríasis og exem Græðikremið frá Önnu Rósu hefurvirkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Ég
hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára
og gulmöðru í fjóra mánuði og er
orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir
töluverða streitu og vinnuálag.
– Kristleifur Daðason
www.annarosa.is
„Velferðar“ vinstra lið
valda til hér var sett.
Bjástraði bústörf við
bar sig í fáu rétt.
Snemmendis sótti
heim
sundrungin firna brött.
Og því hjá álfum þeim
allt fór í hund og kött.
Um jólin rak á fjörur
mínar „Ár drekans“
stórfróðlega dagbókarupprifjun
Össurar, fv. utanríkisráðherra, um
árið 2012. Hún hefst þegar höfundur
ræður ekki rétt í nýársdagsávarp
„síns kæra vinar forsetans“ , heldur
að hann sé að hætta. Bókinni lýkur
síðan á gamlársdag þegar sá hinn
sami forseti „ber ríkisstjórnina með
vendi“.
Líkið í lestinni
En aftur til kosningavorsins 2009.
Það tók ekki langan tíma fyrir sig-
urvegarann S.J.S. að slökkva á von-
um og væntumþykju okkar þorra
stuðningsfólks VG til ríkisstjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttur. Í sjón-
varpsumræðum kvöldið fyrir kjör-
dag hafnaði S.J.S. því algerlega, að
til greina kæmi að óska eftir við-
ræðum um ESB-aðild.
Orðrétt sagði hann við alþjóð:
„Það samrýmist ekki okkar stefnu
og við höfum ekkert umboð til þess.“
Hálfum mánuði síðar lagði stjórn-
arfleyið frá landi með Brussel fyrir
stafni og aðildarumsókn sem leið-
arljós. Nýjum og áður óþekktum
hæðum Íslandssög-
unnar í kosningalof-
orðasvikum hafði verið
náð.
Stjórn hinna
löngu hnífa
Össur opinberar að
Jóhanna hafi átt
flokksformennsku og
forsætisráðherrastól
sér að þakka og hvílir
það þungt á honum,
eins og lesa má milli
línanna alla bókina út í
gegn. Ástæðan er auð-
vitað sú að Jóhanna reis engan veg-
inn undir sínu leiðtogahlutverki. Það
er þó of mikið að segja að ríkt hafi
alkul í samskiptum þeirra, því Össur
var sífellt að sinna kvabbi forsætis-
ráðherra um að slökkva eld hér,
bjarga í horn þar og verja hana fyrir
bakstungufólki. Sjálf var hún svo
með hníflana úti um allt, ekki bara í
sínum eigin þingflokki, heldur líka
hjá VG, samanber „villikettina“.
Hinn stjórnar„leiðtoginn“ S.J.S.
lét ekki sitt eftir liggja í vígaferl-
unum. Hann hrakti Lilju Mós-
esdóttur og Atla Gíslason úr flokkn-
um og flæmdi Ásmund Einar til
Framsóknar. Ruddi síðan Guðfríði
Lilju frá þingflokksformennsku. Að
skipan Jóhönnu dró hann Jón
Bjarnason úr ráðherrastól og gerði
hvað hann gat að leggja Ögmund að
velli í Kragaforvali.
Í ársbyrjun 2012 er stjórnin í raun
búin að missa þingstyrk til að koma
málum sínum fram, enda klókindi
hvergi að finna hjá forkólfum henn-
ar sem töpuðu öllum sínum orr-
ustum.
En að sögn Össurar var stritast
við að sitja þó að ljóst mætti vera að
því lengur sem þessi „fyrsta hreina
vinstristjórn“ héldi út, því sár-
grætilegra víti til varnaðar yrði hún
um alla framtíð.
Meira af svo góðu
Össur segir frá mörgum mjög
áhugaverðum utanlandsreisum og
kynnum af mektarmönnum. Heima
er glímt við að koma í gegnum al-
þingi APA-styrkjum ESB, vitandi
vel að „margur verður af aurum
api“. Einnig hafa þessir fjármunir
verið nefndir mútur, tannhjólafeiti
og eldvatn og glerperlur fyrir lít-
ilþægan og frumstæðan þjóðflokk.
Allt má þetta víst til sanns vegar
færa. Össur er orðinn hagvanur hér
við Djúp og dásamar í bókinn nátt-
úrufegurð, fágætar baðlaugar og
óviðjafnanlegar aðalbláberjabrekk-
ur sumarsins 2012.
Og nú er það von mín að hann láti
ekki hér staðar numið, heldur segi
frá ráðherrareynslu sinni í hrun-
stjórninni 2007-2009 eða þá nýliðnu
ári ófaranna 2013, þegar stjórn Jó-
hönnu og Steingríms hlaut loksins
makleg málagjöld.
Opinberunarbók Össurar
Eftir Indriða
Aðalsteinsson »Hálfum mánuði síðar
lagði stjórnarfleyið
frá landi með Brussel
fyrir stafni og aðildar-
umsókn sem leiðarljós.
Indriði
Aðalsteinsson
Höfundur er bóndi á Skjaldfönn í
Nauteyrarhreppi.
Þegar við Gunnar
Þórðarson tónskáld
hófumst handa við að
semja óperu um ástar-
og örlagasögu Ragn-
heiðar Brynjólfsdóttur
bauð Skálholtsstaður
okkur vinnuaðstöðu í
Rangæingabúð í Skál-
holti. Þar dvöldum við
góðan part af sumrinu
2010 við að semja óper-
una og setja okkur inn í hugblæ tím-
ans og staðarins. Ein af þeim bókum
um ævi og störf Brynjólfs biskups,
sem ég hafði við höndina þetta sumar,
var eftir Þórhall Guttormsson og heit-
ir Brynjólfur biskup Sveinsson, gefin
út af Ísafoldarprentsmiðju árið 1973.
Þetta er vandað og gott rit sem fer
nokkuð vel yfir hin margvíslegu störf
þessa merka kirkjuhöfðingja. Flestir
þekkja nafn Brynjólfs biskups í
tengslum við örlög dóttur hans, en því
miður vita færri hversu mikilvirkur
og merkur kirkjustjórnandi hann var.
Hann var hámenntaðasti leiðtogi sem
þjóðin hafði átt um aldir, húmanisti,
fræði- og vísindamaður og einn mesti
siðbótarmaður íslenskra kirkjuleið-
toga, í þess orðs bestu merkingu.
Þessi ágæta bók Þórhalls kom aft-
ur upp í hendur mínar fyrir skömmu,
um það leyti sem þau tíðindi spurðust
að kirkjuráð ætlaði nú
að gera sér Skálholt að
féþúfu. Ég gat einhvern
veginn ekki litið á það
sem tilviljun að á meðan
ég hugleiddi þessa firru
hélt ég á bók um Brynj-
ólf biskup. Svo ég opnaði
bókina og staðnæmdist
við blaðsíðu 43. Þar
blöstu við mér orð bisk-
ups, sem hann ritar í
umvöndunarbréfi til
kennimanna Skálholts-
stiftis, en bréfið sendir hann árið
1645. Ég hafði ekki lesið lengi þegar
það rann upp fyrir mér hversu tíminn
er afstætt hugtak; hve lítið virðist
breytast í mannlífínu þó að aldir renni
sitt skeið. Það blasti við mér að bréf
Brynjólfs Sveinssonar biskups til
kennimanna Skálholtsstiftis á ennþá
erindi til kirkjunnar manna og þá sér-
staklega til þeirra er sitja og ráða ráð-
um sínum í kirkjuráði. Eftirfarandi
klausa er tekin beint úr bók Þórhalls,
bls. 43: Árið 1645 sendir Brynjólfur
Sveinsson biskup kennimönnum
Skálholtsstiftis umvöndunarbréf og
segir þá vera eftirbáta fyrirrennara
sinna í ástundun síns embættis „bæði
í aðhaldi lærdómsins, og ráðvendi
lifnaðarins, með kristilegri siðsemd,
hófsemd og sparneytni, hverjar
dyggðir á fyrri mönnum skinu og
prýddu þeirra embætti fagurlega“.
Nú sé svo að sjá sem „allt rýrni og
rotni í sjálfum kennidóminum og lítill
munur vilji verða kennimanns og leik-
manns … En alvaran, umvöndunin
og hófsemdin, stilling og setningur og
prestleg skikkun ytra og innra er (því
miður) allvíða í landinu niðurfallin“.
Þetta segir biskup helst mega bæta
með því að þjóna guði „án hræsni af
hjarta … og þó með list og gleði … og
gjörum ekki vort guðspjall sjálfir að
hégómaspili eður barnamáli. Aðhöld-
um, kennum, áminnum, huggum, hót-
um og leiðréttum í krafti heilags
anda … sérhver leiðrétti þó fyrst
sjálfan sig og vísiteri sitt eigið
hjarta … blívi í sinni kallan, en sleng-
ist ekki né snarist þar út úr í verald-
legar sýslanir, svall og óróa“.
Það er sem maður heyri Brynjólf
biskup þruma þessi orð yfir hnípnum
kennimönnum. Þá er eftir að vita
hvort fulltrúar í kirkjuráði heyri með
þeim eyrum er þeir hafa.
Kveðja Brynjólfs
biskups til kirkju-
ráðs, anno 1645
Eftir Friðrik
Erlingsson
Friðrik Erlingsson
» Þá er eftir að vita
hvort fulltrúar í
kirkjuráði heyri með
þeim eyrum er þeir
hafa.
Höfundur er skáld.
Í opnu bréfi til mín
í Morgunblaðinu 24.
febrúar sl. gerir þú að
umtalsefni umræður
sem fram fóru á fé-
lagsfundi í Félagi
eldri borgara í Kópa-
vogi 8. febrúar sl. þar
sem formaður og
varaformaður Lands-
sambands eldri borg-
ara höfðu framsögu
um ýmis hagsmunamál eldri borg-
ara og sátu þar fyrir svörum. Í al-
mennum umræðum gerðir þú að
umtalsefni starfshætti Búmanna
hsf. í tilteknu máli, sem þú taldir
lögleysu. Ekki væri ábyrgt fyrir
framsögumann á slíkum fundi að
taka afstöðu til slíkrar skoðunar
fundarmanns á tilteknu uppgjörs-
máli einstaklings og
húsnæðissamvinnu-
félags, þekkjandi ekki
málavöxtu. Það er
hins vegar áhyggju-
efni að undanfarin
misseri hafa komið
upp atvik sem benda
til þess að réttarstaða
eldri borgara í hús-
næðismálum sé ekki
eins örugg og almennt
hefur verið talið. Úr
því þarf að bæta.
Landssamband
eldri borgara, sem fagnar 25 ára
afmæli á þessu ári, er stofnað til
að vinna að hagsmuna-, velferðar-
og áhugamálum aldraðra og koma
fram fyrir hönd aðildarfélaganna
gagnvart Alþingi, ríkisstjórn,
stjórnvöldum og öðrum, sem sinna
málefnum aldraðra fyrir landið í
heild. Landssambandið á fullt í
fangi með að sinna þessu hlut-
verki, enda aðeins með starfsmann
í hálfu starfi og hefur því miður
ekki bolmagn til að taka að sér
mál fyrir einstaklinga sem þó væri
full þörf á. Stofnun embættis um-
boðsmanns aldraðra væri besta
lausnin í þessu efni og hefur verið
baráttumál Landssambands eldri
borgara og aðildarfélaga þess um
langt skeið. Slíkt embætti standi
vörð um áunnin réttindi eldri
borgara og tryggi óháðan mál-
flutning um mál er þá varðar, svo
vitnað sé í samþykkt Félags eldri
borgara í Reykjavík frá aðalfundi
14. febrúar sl. Því miður hafa
stjórnvöld ekki enn orðið við þess-
ari beiðni en baráttu fyrir þessari
lausn er haldið áfram.
Hvað varðar húsnæðismálin sér-
staklega þá eru stjónvöld um þess-
ar mundir að móta framtíðar-
skipan húsnæðismála.
Landssambandið tekur þátt í
þeirri vinnu og hefur lagt áherslu
á að þess verði gætt að staða fólks
til öflunar húsnæðis sé sem jöfnust
á allan hátt þótt um mismunandi
búsetuform sé að ræða svo sem
eignaríbúð, leiguíbúð eða búsetu-
réttaríbúð. Með vandaðri löggjöf
og agaðri framkvæmd á þessu
sviði ætti m.a. að vera mögulegt að
lágmarka fjárhagslega óvissu í bú-
setumálum eldri borgara hvert
sem búsetuformið er.
Umboðsmaður aldraðra er lausnin –
Svar til Guðlaugar Gunnarsdóttur
Eftir Hauk
Ingibergsson » Stofnun embættis
umboðsmanns aldr-
aðra er baráttumál
Landssambands eldri
borgara.
Haukur Ingibergsson
Höfundur er varaformaður Lands-
sambands eldri borgara.