Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 Ég get ekki neitað því að mér finnst svoldið leiðinlegt að eigaafmæli hér úti. En ætli ég hringi ekki heim í gegnum Skypeog við maðurinn minn gerum eitthvað skemmtilegt eins og að fara út að borða,“ segir Selma Harðardóttir sem er 24 ára í dag. Hún er búsett í Glasgow ásamt eiginmanni sínum, Andra Ingólfs- syni. Þau stunda bæði nám við hönnunarskóla, Glasgow School of Art. Hún í innanhússhönnun og hann í arkitektúr; „Við eigum ef- laust eftir að byggja okkur hús saman,“ segir Selma. Námið á vel við Selmu enda hefur hún alltaf haft gaman af því að skapa eitthvað og til að mynda litaði hún mikið og kubbaði á unga aldri. Áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar hún fór sautján ára gömul sem skipti- nemi til Ítalíu í hönnunarskóla. Hún lauk listnámsbraut í Iðnskóla Hafnarfjarðar og margmiðlunarhönnun í Borgarholtsskóla. „Ég ætlaði aftur út til Ítalíu en þegar Andri ákvað að fara til Glasgow í arkitektúr ákvað ég að drífa mig líka.“ Það fer vel um hjónin en þau búa í Merchant City í Glasgow sem er miðsvæðis. „Borgin kom mér skemmtilega á óvart. Ég hélt hún væri skítugri en hún er og það er heilmargt að skoða.“ Hún segir Skotana að mörgu leyti líka Íslendingum. Veðrið er einnig svipað og heima; rigning og rok annan hvern dag. Þó lífið leiki við þau úti þá eru þau ákveðin í að flytja aftur heim að námi loknu þangað sem fjölskyldan og vinirnir eru. thorunn@mbl.is Selma Harðardóttir er 24 ára Í Glasgow Selma virðir fyrir sér Glasgow-borg þar sem hún er bú- sett ásamt eiginmanni sínum og stundar nám í innanhússhönnun. „Skypað“ heim og borðað í Glasgow Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hólmavík Torfi Hafberg fæddist 19. júní kl. 17.20. Hann vó 3705 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Dagbjört Hildur Torfadóttir og Stein- ar Þór Baldursson. Nýir borgarar Selfoss Hrafnkell fæddist 2. október. Hann vó 3676 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðmunda Ólafs- dóttir og Eyþór Jónsson. G uðrún er fædd í Reykja- vík 25.2. 1974 og ólst þar upp: „Fyrstu þrjú árin bjuggum við í Safa- mýri en ég man fyrst eftir mér á Haðarstígnum, einni fal- legustu götunni í Þingholtunum.“ Guðrún gekk í Ísaksskóla, Austur- bæjarskóla, Hagaskóla og MR: „Ég var í fornmáladeild og kunni ágæt- lega við mig í skólanum. Latínunni hef ég því miður að mestu gleymt, en menntaskólavinkonurnar fylgja mér alla tíð. Kvenfélagið Ung og aðlað- andi var stofnað veturinn 1992 og hefur sinnt félags-, menningar- og mannúðarmálum í gegnum tíðina og færist í aukana með aldrinum.“ Háskólanám stundaði Guðrún í París og Brussel: „Ég flutti til Brussel strax eftir menntaskóla og til Parísar árið eftir þar sem ég lagði stund á leikhúsfræði í tvö ár. Meist- aranáminu lauk ég svo í Brussel. París er unaðsleg en Brussel er óneitanlega viðráðanlegri – og satt að segja meira að mínu skapi. Mér finnst eins og svo margt, og eiginlega allt, hafi gerst í París fyrir löngu – en gæti rétt um það bil verið að fara að bresta á í Brussel. Undrun og skjálfti Sumarið 1999 flutti Guðrún aftur heim til Íslands, hóf starf í Borgar- leikhúsinu og starfaði þar í sjö ár, fyrst með Þórhildi Þorleifsdóttur og síðan Guðjóni Pedersen leikhús- stjóra. Jafnframt þýddi Guðrún bækur fyrir bókaforlagið Bjart: „Ég kynntist Snæbirni Arngrímssyni, forleggjara og stofnanda Bjarts, þegar ég var sumarblaðamaður á Al- þýðublaðinu. Hann fór á kostum þegar hann kynnti nýútkomnar bæk- ur sínar. Síðar hitti ég hann á förnum vegi, upprifinn yfir að hafa keypt út- gáfuréttinn á metsölubók eftir belg- ískan höfund. Hann spurði hvernig Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri – 40 ára Útgáfuteiti Guðrún og Ólafur Unnar Kristjánsson í hófi í bókaversluninni Eymundsson, Austurstræti. Fjölbreytt starf – gott fólk Í útreiðartúr Gylfi Þorsteinn og Eyja Sigríður í Marokkó í febrúar 2007. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.