Morgunblaðið - 25.02.2014, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
Lífið er
litríkt
Fæst í eftirfarandi verslunum:
Húsasmiðju búðirnar, BYKO búðirnar, ELKO búðirnar, Hagkaups búðirnar, Byggt og Búið,
Kaupfélag Skagfirðinga, Geisli, Skipavík, Aha.is, Heimkaup.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er til þín horft um forystu í
ákveðnu máli. Leyndir og ljósir aðdáendur
sýna þér áhuga um þessar mundir. Hafðu
húmor fyrir mistökunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Segðu ekkert nema að vandlega athug-
uðu máli því annars gætirðu sært fólk sem
þér þykir vænt um. Frestaðu því sem þú hef-
ur áhyggjur af ef þú mögulega getur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að setja þig vel inn í allar
þær breytingar, sem orðnar eru í sam-
skiptum. Það skiptir öllu máli að þér takist að
halda þér í jafnvægi hvað sem á dynur. Gerðu
það með bros á vör.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver mun koma þér á óvart og þú
þarft að leyfa þér að njóta augnabliksins.
Skipuleggðu mannfagnaði svo þú getir hlakk-
að til.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það má alveg gleðja sjálfa/n sig með
óvæntum uppátækjum við og við. Búðu þig
þó undir vonbrigði – fólk á það til að lofa upp
í ermina á sér. Beittu eðlislægri þolinmæði.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vertu ekki að streða við hlutina ein/n í
þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir.
Vertu sátt/ur við sjálfa/n þig gakktu með
gleði í hjarta fram á veginn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú munt sennilega hitta áhugaverðan
einstakling í dag. Hann getur og ætti að segja
nei oftar en hann gerir. Þú þarft að leggja þitt
af mörkum til þess að vináttan dafni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Farðu varlega í tilfinningamálum
og reyndu að hlaupa ekki á þig. Lagaðu þetta
á stundinni svo enginn misskilningur eyði-
leggi samstarf sem skiptir máli.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vinir og vandamenn sækjast eftir
tíma þínum og þú átt að láta þeim hann í té
eftir fremsta megni. Mundu að fólk þarf ekki
endilega að vera sammála þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú finnur fyrir hugrekki, sjálfstæði
og ævintýraþrá í dag. Láttu það ekki stíga þér
til höfuðs þótt þér takist að koma máli þínu í
höfn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk er almennt samvinnuþýtt og
opið fyrir skoðunum annarra í dag. Gerðu
fjárhagsáætlun og farðu eftir henni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Umhyggja þín fyrir öðrum má ekki
verða til þess að þeir varpi allri ábyrgð sinni
yfir á þig. Láttu það samt eftir þér að gefa
þeim fáein gullkorn til að fara eftir.
Ármann Þorgrímsson veltir fyr-ir sér hinstu rökum tilver-
unnar: „Það hringdi í mig elskuleg
kona í dag og spurði mig hvort ég
vildi ræða stöðu guðs í lífi mínu.
Ég svaraði í fljótfærni að ég væri
orðinn svo gamall að ég kæmist
bráðum að sannleikanum um guð
og með það kvaddi hún og óskaði
mér alls góðs og ég henni. En í
framhaldi af viðtalinu…
Verð ég það að viðurkenna,
veik er trú á drottins pínu.
Á mér spurnir ennþá brenna:
Er einhver guð í lífi mínu?
Stundum þegar stórt menn spyrja
standa vill á réttu svari,
en tíminn styttist til að byrja
á trúarlegu englafari.“
Hjálmar Freysteinsson slær á
létta strengi, ef til vill að gefnu til-
efni:
Mætti leysa með því hnút
og margra breyta högum,
ef sumir fengju að sofa út
á sunnudögum.
Sigmundur Benediktsson
kastar fram:
Nú er fjör í fræðunum!
Funar blóð í æðunum.
Gera hik á gæðunum.
Gleyma sér í ræðunum.
Og limra fylgir:
Þeir sem á tróninum tyllast
taka þar oftast að spillast.
Raupa og rýta,
rembast og kýta.
Við sjálfsmatið dunda og dillast.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Fía á Sandi, kastar fram limru:
Skúli elskaði skandali
skátana elti í Hvanndali
skenkti þeim vín
og því skammast ég mín
því hann var að sjálfsögðu Sand-
ali.
Sú skýring fylgir að Sandali
er viðurnefni á Sandsættinni.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af sunnudögum, skandöl-
um og trúarlegu englafari
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SVO STINGUR ÞÚ HONUM BARA Í
HLEÐSLU EINU SINNI Í MÁNUÐI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar einhver stenst
allar kröfur.
MYNDBANDADEILD
SÚMMA ÚT
SÚMMA
INN
RAFMAGNS-
BÍLL
NÝ
R
HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM VARÐ
UM ÞRÓTTMIKLA, ORKU-
RÍKA, ÚRRÆÐAGÓÐA OG
VIRKA UNGA MANNINN SEM
ÉG GIFTIST?!
HANN VARÐ
ÞREYTTUR.
ÞAÐ VAR SVO ROSALEGA SÆT
STELPA Í KOSSABÁSNUM Á
KARNIVALINU Í DAG.
SVO ÉG KEYPTI FULLT AF MIÐUM
TIL AÐ FÁ AÐ KYSSA HANA ...
EN RÉTT ÁÐUR EN KOM AÐ MÉR
FÓR HÚN Í PÁSU OG UNDRA-
APINN ARNDÍS LEYSTI HANA AF!
ÞAÐ ER
BANANA-
LYKT ÚT
ÚR ÞÉR.
Edduverðlaunahátíðin, sem sýndvar í beinni útsendingu á Stöð 2
á laugardagskvöldið, hlýtur að hafa
slegið met – í fjarstöddum verð-
launahöfum. Úrslit réðust í hverjum
flokknum af öðrum og aftur og aftur
kom héralegur svipur á þann sem af-
henda átti verðlaunin. „Hann er því
miður ekki hér í kvöld,“ eða „hún er
því miður ekki hér í kvöld“.
Meðal fjarstaddra voru stjörnur
kvöldsins, Benedikt Erlingsson sem
fékk verðlaun fyrir handrit, leik-
stjórn og bestu mynd, Hross í oss,
og Ingvar E. Sigurðsson, sem var
valinn besti leikarinn, bæði fyrir að-
al- og aukahlutverk. Þeir höfðu öðr-
um hnöppum að hneppa.
Leikkona ársins í aukahlutverki,
Halldóra Geirharðsdóttir, og sjón-
varpsmaður ársins, Bogi Ágústsson,
voru líka fjarverandi. Og heiðurs-
verðlaunahafinn, Sigríður M. Vig-
fúsdóttir. Dálítið vandræðalegt og
segir manni, svo ekki verður um
villst, að íslenskt kvikmyndagerðar-
fólk og leikarar skipuleggja ekki
dagskrá sína í kringum Edduhátíð-
ina. E.t.v. hefur það líka verið raunin
á sokkabandsárum Óskarsins.
x x x
Ekki svo að skilja að þetta hafi ver-ið alslæmt. Sá aldni höfðingi Er-
lingur Gíslason, faðir Benedikts,
steig tvívegis í pontu fyrir hans hönd
og var bráðskemmtilegur að vanda.
Hafði hripað þakkarorð frá syni sín-
um niður á gluggaumslag. Vel gert!
Þá steig dóttir Halldóru, Steiney
Skúladóttir, einnig á svið fyrir hönd
móður sinnar og Víkverji er ekki frá
því að það sé hressasta manneskja
sem hann hefur lengi séð í sjónvarpi.
Siggi Hlö yrði eins og þunglyndis-
sjúklingur við hliðina á henni.
x x x
Ólafia Hrönn Jónsdóttir kynntihátíðina og stóð sig með prýði
enda þótt einhver nöfn stæðu í
henni. Skemmtileg kona, Ólafía.
Hápunktur hátíðarinnar var hins
vegar stutt myndband, þar sem gert
var grín að þáttunum Sögu kvik-
myndanna, sem sýndir hafa verið á
RÚV í vetur. Íslandsvinkillinn, sem
var víst „klipptur út úr þáttunum“,
var óborganlegur. víkverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú
ert Guð minn, þinn góði andi leiði
mig um slétta braut.
(Sálmarnir 143:10)
Aukablað
alla þriðjudaga