Morgunblaðið - 25.02.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
Í Spamalot er sögð saga af leitArtúrs konungs og nokkurrariddara hans að hinum heil-aga Gral. Í frásögninni er
snúið á fjölbreytilegan hátt upp á
söguna. Leikið er á marga vegu
með klisjur og stöðugt er blandað
saman stíl og tímabilum. Persón-
urnar fara jafnvel út úr verkinu og
inn í það aftur. Útkoman verður al-
veg konunglega skemmtilegt bull.
Spamalot er söngleikur sem er
stældur af ást og alúð eftir kvik-
myndinni Monty Python and the
Holy Grail og þarna ríkir sá húmor
sem þeir félagar urðu frægir fyrir.
Myndefni tengt sýningunni sækir
einnig innblástur í hönnun Terrys
Gilliams sem Monty Python aðdá-
endur þekkja. Sennilega hjálpar það
áhorfandanum talsvert að hafa
kynnst sýn þeirra félaga á heiminn
fyrir sýningu – að vera kominn inn í
húmorinn eins og maður segir.
Það er mikið stuð í sýningunni.
Fjórar dansandi dömur koma fram í
ýmsum búningum, sem finnskar
stúlkur, klappstýrur eða eins og
klipptar út úr kabarettsýningu og
allir aðrir leikendur dansa og
syngja líka. Í hljómsveitargryfjunni
er tíu manna hljómsveit sem Þor-
valdur Bjarni Þorvaldsson leiðir af
öryggi. Hljómsveitin er dúndurgóð
og tónlistin fjörug og skemmtileg.
Lífrænt samband leikara, söngvara
og hljómsveitar er einnig sérlega
skemmtilegt.
Örn Árnason leikur Artúr konung
og skilar því hlutverki vel. Örn er
frábær gamanleikari og góður
söngvari. Artúr er hér viðfeldinn en
drífandi kóngur sem tekur hóflegan
þátt í danshreyfingum á sviði.
Selma Björnsdóttir leikur vatnadís-
ina Gunnvöru og finnska stúlku.
Selma passar frábærlega í hlutverk
vatnadísarinnar enda fer hún alger-
lega á kostum í þessari sýningu í
söng og leik. Mér fannst verkið allt-
af takast á flug í þeim hlutum þar
sem hún var virkust. Í seinni hluta
verksins kemur persóna hennar
fram og kvartar yfir því að hún sé
að detta út úr sögunni og maður
getur eiginlega ekki annað en tekið
undir með henni. Fyrri hluti verks-
ins, þar sem hún er öflugur þátttak-
andi, er kraftmeiri og fjörugri en
seinni hlutinn þó að verkið sé í heild
skemmtilegt. Stefán Karl Stefáns-
son leikur fjölda persóna, meðal
annars Guð almáttugan, og gerir
það með tilþrifum. Mér fannst hann
þó bestur sem spottandi Frakki.
Ævar Þór Benediktsson leikur
Blóra sem eltir Artúr og sér meðal
annars fyrir hófataki á ferðum hans
og gerir það vel. Maríus Sverrisson
leikur Hróa sem er einn af ridd-
urunum. Hann er ekki sá hug-
djarfasti í hópnum. Hrói Maríusar
er mjög skemmtileg týpa og útlitið
alveg pottþétt. Jóhannes Haukur
Jóhannesson er hér Galahad og
fleiri. Jóhannes er manna riddara-
legastur og auk þess með þrusu
söngrödd þannig að hann fer létt
með að sýna okkur riddarann. Þor-
leifur Einarsson stendur sig vel og
þá er Friðrik Friðriksson einnig
stórskemmtilegur sem Lancelot,
ekki síst þegar hann finnur ástina.
Eggert Þorleifsson leikur nokkur
hlutverk og eins og venjulega rúllar
hann þessu öllu upp með glæsibrag
hvort sem það er sagnfræðingur,
frú Galahad, bróðir Magnfreð eða
gæðingurinn Glitfaxi. Oddur Júlíu-
son er fínn í sínum hlutverkum og
þær Ágústa Eva Erlendsdóttir, Sal-
óme Rannveig Gunnarsdóttir, Si-
bylle Köll og Unnur Birna Björns-
dóttir eru flottar í öllum sínum
margvíslegu atriðum. Þær bera
náttúrlega, ásamt Selmu, af í dans-
inum sem er veigamikill og
skemmtilegur þáttur sýningarinnar.
Myndefni tengt sýningunni er
sem fyrr segir sótt til Monty Pyth-
on. Leikmyndin er einnig í sam-
ræmi við riddaramynd. Kastala-
múrar og dyr, skógur og fleira. Allt
gefur þetta sýningunni skemmtilega
umgjörð. Búningar eru fjölskrúð-
ugir og flottir enda víða leitað
fanga. Ég heyrði ekki alltaf orðaskil
eða skildi alla textana fullkomlega.
Það er sennilega varla hægt að gera
kröfu um slíkt og það er því gott að
leikhúsið birtir textana á heimasíðu
sinni. Mér virðist þýðing Braga
Valdimars Skúlasonar alveg snilld-
argóð. Þýðandi þarf sjálfur að vera
töluvert fyndinn til að skila slíku
verki.
Það er brandari í sjálfu sér að
leitast við að túlka Spamalot. Hér er
fyrst og fremst verið að gera grín
að eða leika sér með alls konar
sagnaminni. Hlátrasköllin sem það
ferðalag kallar fram í salnum eru
bæði há og mörg og það er á fárra
færi að búa til slíkt efni. Því eins og
sagt er: „Það geta allir þóst vera al-
varlegir en það getur enginn þóst
vera fyndinn.“
Konunglegt bull
Ljósmynd/Eddi
Skemmtilegt „Persónurnar fara jafnvel út úr verkinu og inn í það aftur. Útkoman verður alveg konunglega skemmtilegt bull,“ segir m.a. í gagnrýni um
Spamalot. Hér sjást Friðrik Friðriksson og Stefán Karl Stefánsson í söngleiknum sem byggður er á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail.
Þjóðleikhúsið
Spamalot bbbbn
Spamalot úr smiðju Monty Python
Handrit og söngtextar eftir Eric Idle.
Leikarar: Örn Árnason, Selma Björns-
dóttir, Stefán Karl Stefánsson, Ævar
Þór Benediktsson, Maríus Sverrisson,
Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þorleif-
ur Einarsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik
Friðriksson, Oddur Júlíusson, Ágústa
Eva Erlendsdóttir, Salóme Rannveig
Gunnarsdóttir, Sibylle Köll og Unnur
Birna Björnsdóttir.Tónlistar- og hljóm-
sveitarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson, sviðshreyfingar: Cameron
Corbet, leikmynd: Snorri Freyr Hilmars-
son, búningar: María Th. Ólafsdóttir,
lýsing: Halldór Örn Óskarsson, mynd-
bandshönnun: Arnar Steinn Friðbjarnar-
son og Helena Stefánsdóttir, hljóð-
stjórn: Kristinn Gauti Einarsson og
Kristján Sigmundur Einarsson, þýðing:
Bragi Valdimar Skúlason. Leikstjórn:
Hilmir Snær Guðnason. Frumsýning á
stóra sviði Þjóðleikhússins, 21. febrúar
2014.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Kvikmyndasafnið sýnir í kvöld
klukkan 20 í Bæjarbíói hinna kunnu
kvikmynd Solaris (1972) eftir leik-
stjórann Andrei Tarkovsky.
Myndin, sem sýnd er með enskum
neðanmálstexta, er sálfræðidrama
sem gerist að mestu um borð í
geimstöð á braut umhverfis plán-
etuna Solaris. Fjarað hefur undan
vísindaleiðangrinum vegna þess að
þrír leiðangursmenn eiga í tilfinn-
ingalegri krísu. Kvikmyndataka
myndarinnar þykir einstök.
Sýna Solaris
Tarkovskys
Drama Úr kvikmyndinni Solaris.
„Gervasoni-
málið. Viðhorf
stjórnvalda og al-
mennings til hæl-
isleitanda,“ er
heiti fyrirlestrar
sem Björn Reyn-
ir Halldórsson
flytur í dag,
þriðjudag, og er
liður í hádeg-
isfyrirlestraröð
Sagnfræðingafélags Íslands.“
Fyrirlesturinn fer fram í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafns Íslands og
hefst stundvíslega klukkan 12.05.
Rifjað verður upp mál Frakkans
Patrick Gervasoni um pólitískt hæli
hér á landi árið 1980.
Gervasoni-
málið rætt
Patrick
Gervasoni
Síðasti meðlimur
hinnar syngjandi
Trapp-fjöl-
skyldu, Maria
von Trapp, lést á
fimmtudag á
heimili sínu í
Vermont í
Bandaríkjunum,
99 ára að aldri.
Trapp-
fjölskyldan varð
heimsfræg þegar söngleikurinn So-
und of Music og samnefnd söngva-
mynd voru gerð um sögu hennar.
Fjölskyldan flúði Austurríki undan
nasistum árið 1938 og ferðaðist eft-
ir það um Bandaríkin og skemmti.
Maria var næstelsta dóttir von
Trapp og fyrstu eiginkonu hans; í
söngleiknum er persónan Louisa
byggð á henni.
Maria von
Trapp látin
Maria von
Trapp