Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 41

Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 EGILSHÖLLÁLFABAKKA I,FRANKENSTEIN KL.5:50-8-10:10 I,FRANKENSTEINVIP KL.5:50-8-10:10 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.8-10:10 OUTOFTHEFURNACE KL.5:40-8-10:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8-10:20 LASTVEGAS KL.8 AMERICANHUSTLE KL.10:10 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.6 KRINGLUNNI GAMLINGINN KL.5:30-8-9-10:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3D KL.6:20 12YEARSASLAVE KL. 6:20 WOLFOFWALL STREET KL. 9 GAMLINGINN KL.5:35-8-10:20 I,FRANKENSTEIN KL.8-10:10 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 OUTOFTHEFURNACE KL.8 -10:25 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8-10:20 LAST VEGAS KL. 5:40 NÚMERUÐ SÆTI ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG I,FRANKENSTEIN KL.10 RIDEALONG KL.8 GAMLINGINN KL.8 ROBOCOP KL.10:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.6 KEFLAVÍK AKUREYRI I,FRANKENSTEIN KL.8-10:30 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.10:10 TIME  HOLLYWOOD REPORTER  “HLÓGUMVANDRÆÐALEGA MIKIÐ...“ STÆRSTAFJÖLSKYLDUMYND ALLRA TÍMA Í FEBRÚAR SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3D ENTERTAINMENT WEEKLY  CHICAGO SUN-TIMES  “ONE OF THE BEST MOVIES I’VE SEEN THIS YEAR.“ GDÓ - MBL  AARON ECKHART ER MAGNAÐUR Í ÞESSARI STÓRKOSTLEGU HASARMYND GAMANMYNDIN SEM SLEGIÐ HEFUR Í GEGN Á NORÐULÖNDUNUM ENTERTAINMENT WEEKLY  ROGEREBERT.COM  AFTENBLADET  EXPRESSEN  SVERIGES RADIO  SVENSKA DAGBLADED  AARON ECKHART ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ Þ RIÐJ UDAG STILB OÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ 12 12 12 L ÍSL TAL 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 ROBOCOP Sýnd kl. 8 - 10:25 THE LEGO MOVIE 3D Sýnd kl. 5:50 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8-10:25 „Óvæntasta mynd sem ég hef séð lengi í bíó“ T.V. - Séð og Heyrt/ Bíóvefurinn „Fyndnasta mynd sem ég hef lengi séð, algjört ÆÐI“ T.V. - Séð og Heyrt/ Bíóvefurinn G.D.Ó. - MBL TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is Áhugamenn um ljósmyndun eiga erindi til Parísar á næstunni. Um helgina var þar opnuð í Pompidou- safninu fyrsta yfirgripsmikla yfir- litssýningin á ljósmyndum franska meistarans Henri Cartier-Bresson (1908-2004), sem sett hefur verið upp í Evrópu eftir andlát hans. Víða má sjá verk ljósmyndarans opinberlega, þar á meðal í stofn- uninni í París sem ber nafn hans, og í ótölulegum fjölda bóka, en á þessari vönduðu sýningu má auk víðkunnra meistaraverka sjá fjölda lítt kunnra verka úr smiðju meist- arans. Fyrir því má færa rök, með sann- færandi hætti, að Cartier-Bresson hafi verið áhrifamesti og merkasti ljósmyndari tuttugustu aldar. Og jafnvel í sögu ljósmyndunar. Nægir í raun að nefna að eftir hann liggja fleiri óumdeild meistaraverk í miðl- inum en eftir nokkurn annan ljós- myndara sögunnar. Síðustu daga hefur fjöldi greina birst í erlendum fjölmiðlum um sýninguna í Pompi- dou-safninu og virðast höfundar þeirra vera á sama máli, að sýn- ingin staðfesti þessa stöðu Cartier- Bressons í ljósmyndasögunni. Cartier-Bresson er iðulega kall- aður faður nútíma „fótó-journal- isma“, frásagna af veruleika mann- lífsins í áhrifaríkum ljósmyndum. Á sýningunni má sjá fjölda góðra dæma um það, en snemma á fjórða áratug liðinnar aldar umbylti hann einnig því sem venjulega er kallað götuljósmyndun, með einstæðum hætti. Talsvert er gert úr áhrifum kenninga súrrealismans á þá þró- un. Umfram allt sýnir þó þessi yfir- litssýning, að mati fyrrverandi samstarfsmanns hans sem skrifar í The Independent, að þótt Cartier- Bresson hafi ekki viljað tala um ljósmyndun sína sem list, þá hafi hann verið óviðjafnanlegur lista- maður. efi@mbl.is AFP Snilldarverk Gestur skoðar sjaldséðar ljósmyndir eftir Henri Cartier- Bresson á hinni viðamiklu yfirlitssýningu í Centre Pompidou í París. Áhrifamesti ljós- myndari 20. aldar  Verk Cartier-Bresson í Pompidou Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FlashBack nefnist nýstofnuð hljómsveit skipuð gömlum keppi- nautum frá hippatímabilinu, mönnum sem voru í mörgum helstu ballhljómsveitum sjöunda áratugarins sem hyggjast nú leika helstu ballslagarana frá árunum 1955-1975 eða þar um bil og flytja fólk aftur til fortíðar. Vill sveitin með því fanga stemningu ballanna í Glaumbæ, Silf- urtunglinu, Tjarnarbúð, Sigtúni, Klúbbnum, Röðli, Breiðfirðingabúð og Iðnó, eins og Steinar Viktorsson, einn liðsmanna FlashBack og fyrrum liðsmaður Falcon, Bendix, Eilífð- arinnar, Hljómsveitar Jakobs Jónssonar og Rósarinnar, orðar það. Með honum í FlashBack eru Jón Ragnarsson (úr Pops, Sálinni, Deildarbungubræðrum), Kári Jónsson (Mods), Svenni Larsson (Mods, Pops, Ævintýri, Trix), Ágúst Ragnarsson (Bendix, Deild- arbungubræður, Danssveitin, Friður, Sveitin milli sanda, Start og Dansbandið) og Friðrik Heiðar Halldórsson (Gildran, 66 hljóm- sveit og Stormsveitin). Sveitin æfir stíft þessa dagana, fyrstu tónleikar fyrirhugaðir í byrjun apríl á Kringlukránni og stór dansleikur í Iðnó 26. apríl. Blaðamaður ræddi við Steinar í gær og spurði hann hvers vegna sexmenningarnir hefðu ákveðið að stofna FlashBack. Ballsveitir fáar „Það var eiginlega kláðinn eftir að komast í grúvið. Það er líka svo leiðinlega lítið af hljómsveitum sem hægt er að dansa við, það gleymist að á þessum tíma voru t.d. í miðbæ Reykjavíkur fimm, sex staðir sem hægt var að dansa á um helgar. Þess vegna byrjaði þetta, við hittumst einhvern tíma fyrir tilviljun og við Gústi höfum auðvitað alltaf verið í sambandi, enda komum við báðir úr Bendix, og þá eiginlega kom þessi hug- mynd upp. En grunnurinn í band- inu hefur spilað saman í átta ár,“ segir Steinar. -Þið ætlið að leika slagara frá tímabilinu 1959-1975, getur þú nefnt mér nokkra? „Já, já, „San Francisco (Be Sure to Wear Flowers in Your Hair)“, „The Letter“ með Box Tops, öll fyrstu Bítlalögin, Stones- lögin,“ telur Steinar upp og ljóst að Bítla- og blómabörn eiga gott í vændum. Bítla- og blómabörn flutt aftur til fortíðar  Gamlir keppinautar skipa ballsveitina FlashBack Þaulvanir Fimm af sex liðsmönnum FlashBack hafa leikið saman í hljóm- sveitinni Midlife Chrisis. Frá vinstri Kári, Jón, Ágúst, Sveinn og Friðrik. Steinar Viktorsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.