Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 1
EinhverfireinangraðirMÓÐIR EINHVER
Fékk koníakfrá Össuri
SUNNUDAGUR
SIGGA HEIMISBÝÐUR Í MATMATARBOÐ 32
NÝR SPJALL-ÞÁTTURÍ LOFTIÐ
16. MARS 2014
VIÐTAL 54
ÞÓRAVALDIMARSHJÁ COSTUMETÍSKA 42
HILLUSKRAUT
KANASJÓNVARPINU VAR MÓTMÆLT AF KRAFTI FYRIR HÁLFRI ÖLD.
EN HVERSU MIKIL ERU AMERÍSK ÁHRIF Á ÍSLANDI Í DAG? 50
*
AMERÍSKTÍSLAND?
LÆTUR GOTT
AF SÉR LEIÐA
MEÐ GEIMFERÐ
CHERRY SNÝR
AFTUR Á
SJÓNARSVIÐIÐ
TÓNLISTARPISTILL ARNARS EGGERTS 46GÍSLI GÍSLASON 10
Sjókvíar Í kynslóðaskiptu eldi felst vörn
gegn sjúkdómum og sníkjudýrum.
„Þetta er okkar leið til að skapa
okkar framleiðslu sérstöðu,“ segir
Sigurður Pétursson, framkvæmda-
stjóri Dýrfisks. Fyrirtækið er með
eldi á regnbogasilungi í sjókvíum á
Dýrafirði og víðar og er fyrsta ís-
lenska fiskeldisfyrirtækið til að
fara út í lífræna framleiðslu. Það
hefur fengið vottun á lífræna aðlög-
un og í fyllingu tímans mun hluti
framleiðslunnar fá vottun. Fleiri
fiskeldisfyrirtæki eru að huga að
lífrænni vottun. Þannig stefnir
Fjarðalax, stærsta laxeldis-
fyrirtækið, að því að hefja slíka
framleiðslu eftir fáein ár. »14
Fiskeldisfyrirtækin
búa sig undir líf-
ræna framleiðslu
Óþægileg staða
» Dagmar Ýr Stefánsdóttir,
upplýsingafulltrúi Alcoa-
Fjarðaál, segir framleiðslutap
vera alvarlegt mál.
» Móðurfélaginu finnist þetta
vera óþægileg staða og hafi
bent á að í augum erlendra
fjárfesta sé þetta ekki gott.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Skerðing á raforku Landsvirkjunar
til stórnotenda og í heildsölu er farin
að valda áhyggjum meðal erlendra
fjárfesta. Allt stefnir í slæmt vatnsár
hjá Landsvirkjun annað árið í röð og
fyrirtækið metur nú hvort grípa
þurfi til frekari skerðinga.
Spurð hvað sé til ráða segir Ragn-
heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, tvo kosti í stöð-
unni. Annars vegar nýir virkjunar-
kostir og hins vegar styrking flutn-
ingskerfis Landsnets. Ragnheiður
segist hafa komið inn á þetta við
vígslu Búðarhálsvirkjunar á dögun-
um.
„Þar vísaði ég til þess að Lands-
virkjun er sem stendur með fimm
aðra virkjunarkosti á Þjórsársvæð-
inu til skoðunar,“ segir hún og á við
Holtavirkjun, Hvammsvirkjun og
Urriðafossvirkjun í neðri Þjórsá,
Norðlingaölduveitu og stækkun
Búrfellsvirkjunar. Síðan megi benda
á aðra virkjunarkosti í nýtingar-
flokki rammaáætlunarinnar. Ragn-
heiður hefur talið afar brýnt að leita
allra leiða til að draga úr áhættu á að
grípa þurfi til tímabundinna skerð-
inga á raforku. Slíkt ástand muni til
lengri tíma séð standa atvinnuupp-
byggingu og nýfjárfestingum fyrir
þrifum.
Ragnheiður segir úrbætur í flutn-
ingskerfinu nauðsynlegar, til að geta
flutt raforku á milli landshluta, eink-
um á milli Norður- og Suðurlands.
Virkja meira og bæta kerfið
Skerðing á raforku veldur erlendum fjárfestum áhyggjum Iðnaðarráðherra
telur að ráðast þurfi í gerð nýrra virkjana og að styrkja flutningskerfi raforku
MSkert raforka veldur »18
„Við Eyjamenn erum hæstu skatt-
greiðendur á landinu öllu. Samt er
þjónusta ríkisins hér ekki svipur hjá
þeirri sjón sem við teljum okkur
þurfa á að halda. Þegar verst lætur
ríkir einskonar nýlenduhugsun gagn-
vart okkur og öðrum sjávarbyggð-
um. Sem sagt að það eigi að reka
þessi svæði með lágmarkskostnaði
og ná af þeim hámarksarði.“ Þetta
segir Elliði Vignisson í viðtali í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
„Staðan núna er sú að hér í Eyjum
fæðast ekki lengur börn af því að
heilbrigðisþjónusta er orðin svo tak-
mörkuð og sjúk-
lingar þurfa í
auknum mæli að
liggja á sjúkra-
húsum á höf-
uðborgarsvæðinu
og þá jafnvel
banaleguna. Í
kaldhæðni höfum
við stundum sagt
að við gerum ein-
göngu kröfu um að fá þjónustu til að
fæðast og deyja í Vestmannaeyjum
en getum vel séð um okkur sjálf þess
á milli.“
Fiskveiðistjórnun og skattheimta
eru einnig til umræðu í viðtalinu og
Elliði segir á að á seinasta ári hafi
farið hátt í 1.500 milljónir frá Eyjum
í slíka skatta. „Það er erfitt fyrir
samfélag eins og okkar sem lifir á
sjávarútvegi að þurfa stöðugt að rétt-
læta atvinnugrein sína. Íslendingar
eiga að bera meiri virðingu fyrir sjáv-
arútvegi og þeim sem þar starfa en
þeir almennt gera. Umræðan er á
alltof neikvæðum nótum og aldrei
væri talað um þjónustustörf eða aðr-
ar atvinnugreinar eins og talað hefur
verið um sjávarútveginn síðustu ár.“
Nýlenduhugsun ríkjandi
Þjónustu við Vestmannaeyjar stórlega ábótavant
Elliði Vignisson
Hljómsveitin Mezzoforte hlaut heiðursverðlaun
Íslensku tónlistarverðlaunanna sem afhent voru
í Hörpu í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem
hljómsveit hlýtur þessi verðlaun í 20 ára sögu
þeirra. Sveitin hefur starfað í áratugi og hefur
borið hróður íslensks djassbræðings víða. Þrjá-
tíu ár eru liðin frá því að lagið Garden Party með
Mezzoforte komst á topp 20 smáskífulista í Bret-
landi. »44-45
Mezzoforte hlaut heiðursverðlaunin
Morgunblaðið/Golli
Umboðsmaður Alþingis gerir
hvorki athugasemdir við innheimtu
á gestagjöldum við Silfru á Þing-
völlum né við framkvæmd gjaldtök-
unnar. Tvö fyrirtæki, Straumhvörf
og Scuba Iceland, kvörtuðu vegna
gjaldsins og töldu m.a. að lagastoð
skorti fyrir innheimtunni, sem í
raun væri skattheimta þar sem sér-
greind þjónusta væri ekki veitt
gegn greiðslu gjaldsins og uppfyllti
því ekki reglur. Þessu hafnar um-
boðsmaður og vitnar í lög um þjóð-
garðinn á Þingvöllum frá 2004. »6
Gjaldtaka við
Silfru er heimil
Kynbótaverkefni á öspum leiddi
í ljós að bestu einstaklingarnir
uxu um þrjá metra á tæpum
fimm árum. Jafnframt var mikil
þykknun í stofnvexti en það þýðir
meiri viðarmassa, sem er veiga-
mikið atriði fyrir þá sem stunda
skógrækt. Þá eru vísbendingar
um að aspirnar séu þolnari gagn-
vart asparryði, sem víða hefur
farið illa með aspir síðastliðinn
áratug.
Margir sem leggja stund á
skógrækt hafa þegar falast eftir
klónum úr tilrauninni, en verk-
efnið er ekki komið á það stig að
tímabært sé að hefja dreifingu
trjáa. »4
Ofuraspirnar
vaxa hraðar
Sími: 661-7000
3. HÆÐ Í KRINGLUNNI
kaupumgull.is
Staðgreiðumallt
gull, silfur demanta
ogvönduðúr!
Sjá bls. 21
L A U G A R D A G U R 1 5. M A R S 2 0 1 4
Stofnað 1913 63. tölublað 102. árgangur