Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Gr
eið
slu
mi
ðlu
n
Vissir þú að . . .
Þeir sem nýta sér greiðslu-
miðlun Alskila geta sinnt
kjarnastarfsemi sinni af
fullum krafti
Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is
Ka
nnaðu Málið!alskil.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Stíf fundarhöld stóðu fram eftir
kvöldi í gær hjá ríkissáttasemjara í
kjaradeilu Félags framhaldsskóla-
kennara og Félags stjórnenda í
framhaldsskólum við ríkið.
Viðræður munu halda áfram um
helgina en verkfall í framhalds-
skólum hefst á mánudag, náist ekki
sátt fyrir þann tíma. „Helgin verður
að leiða í ljós hvort sátt næst í málið,
en hún verður notuð vel til þess að
reyna að ná fram kjarasamningi,“
sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir,
formaður Félags framhaldsskóla-
kennara í gærkvöldi, en hún segir
það vera vilja beggja fylkinga að
koma í veg fyrir að af verkfalli verði.
Ekkert formlegt launatilboð
Aðspurð hvort eitthvað hafi
þokast í viðræðum sagðist
Aðalheiður lítið geta sagt annað en
að verið sé að ræða saman. Þá sagði
hún ekkert formlegt launatilboð
hafa komið fram frá ríkinu í gær.
Hún vildi ekki segja til um hvort
til greina komi hjá kennurum að slá
af sínum kröfum, en framhaldsskóla-
kennarar fara fram á 17% launa-
leiðréttingu auk umbóta á
fjármálum framhaldsskólanna.
„Þetta eru grundvallarmál sem við
erum að ræða og það er ljóst að við
þurfum að ná fram miklu betra end-
urgjaldi fyrir kennara- og stjórn-
endastörf auk umbóta í rekstri
skólanna.“
Skólar standa nærri gjaldþroti
Hún segir núverandi stöðu vera
óviðunandi þar sem margir skólar
séu komnir hættulega nálægt
gjaldþroti vegna mikils niður-
skurðar á undanförnum árum og eigi
ekki fyrir venjulegum grunnreikn-
ingum um mánaðamót.
Magnús Pétursson ríkissátta-
semjari vildi lítið tjá sig um efni
fundarins í gær eða stöðu málsins en
sagði að fundir myndu væntanlega
standa yfir um helgina þar sem
reynt yrði að ná fram sáttum í
deilunni.
Morgunblaðið/Þórður
Síðasti kennsludagurinn? Þessir nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð gengu mögulega út úr skólanum í
síðasta sinn fyrir verkfall í gær. Náist ekki sátt í kjaradeilu kennara um helgina hefst verkfall á mánudag.
Reynt til þrautar að
semja um helgina
Vilji beggja fylkinga er að koma í veg fyrir verkfall
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Í nýrri samgönguáætlun sem Hanna
Birna Kristjánsdóttir innanríkis-
ráðherra kynnti á fundi ríkis-
stjórnarinnar í
gærmorgun ber
helst til tíðinda
að Sundabraut
kemur nú aftur
inn á samgöngu-
áætlun. Fram
kemur að hugað
sé að mögulegri
fjármögnun
framkvæmdar-
innar með þátt-
töku einkaaðila.
Áætlunin var samþykkt á fund-
inum og næstu skref eru að leggja
hana fyrir Alþingi sem tillögu til
þingsályktunar.
Á aðalskipulagi frá 1984
Tólf ára stefnumótandi sam-
gönguáætlun skal endurskoða á
fjögurra ára fresti og er endur-
skoðun hennar hafin. Tekur hún til
áranna 2015-2026 og er miðað við
að samgönguráð geti lagt hana fyrir
ráðherra næsta haust.
Hugmyndir að Sundabraut eru
fjarri því að vera nýjar af nálinni því
hún hefur verið inni á aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar frá árinu 1984.
Lítið hefur farið fyrir umræðu um
hana eftir efnahagshrun en árið
2008 var kostnaður við framkvæmd-
ina áætlaður á bilinu 30-40 millj-
arðar króna.
Sundabraut er fyrirhugaður þjóð-
vegur frá Vesturlandsvegi undir
hlíðum Esju yfir Kollafjörð í Álfsnes
og þaðan yfir Leirvog í Geldinganes
og áfram í Gufunes þaðan sem hún
mun liggja yfir annaðhvort Elliða-
vog eða Kleppsvík. Samkvæmt áætl-
unum er gert ráð fyrir því að á milli
25 og 30 þúsund bílar fari um braut-
ina á sólarhring árið 2030.
Meðal stærstu framlaga á næsta
ári til vegaverkefna eru þrír millj-
arðar króna til Norðfjarðarganga
og um 800 milljónir króna til
breikkunar á Hellisheiðarvegi. Gert
er ráð fyrir framkvæmdum við Arn-
arnesveg fyrir um 500 milljónir
króna og vinnu við Vestfjarðaveg,
Dettifossveg og við nýja brú yfir
Jökulsá á Fjöllum fyrir um 400
milljónir króna á hverjum stað. Þá
verða Dýrafjarðargöng boðin út
árið 2016.
Sundabraut á
samgönguáætlun
Einkaaðilar komi að fjármögnun
Þrír milljarðar í Norðfjarðargöng
Hanna Birna Krist-
jánsdóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi
telur skyldleika sinn við Nönnu Huld
Aradóttur, innri endurskoðanda
Seðlabanka Íslands, ekki hafa áhrif á
hæfi hans til að fara fyrir rannsókn á
greiðslum Seðlabankans vegna
kostnaðar af málsókn Más Guð-
mundssonar á hendur bankanum.
Sveinn og Nanna Huld eru systkin.
Sveinn segir rannsóknarefnið af-
markað og að afla þurfi gagna um
ákvörðun sem tengist greiðslu máls-
kostnaðar og aðkomu bankaráðs að
málinu. „Með vísan til þessa tiltekna
erindis þá er það niðurstaða mín að
hæfi mitt til aðkomu að málinu sé
óskert. Ákvarðanir sem teknar hafa
verið í þessu máli tengjast með eng-
um hætti innri endurskoðanda bank-
ans,“ segir Sveinn.
Nanna Huld hóf störf í mars 2012,
en Seðlabankinn var þá byrjaður að
greiða kostnað vegna málsóknarinn-
ar, samkvæmt bankaráði SÍ.
Spurningin um hugsanlega van-
hæfni Sveins var tekin fyrir á fundi
hjá Ríkisendurskoðun í gær, daginn
eftir að bankaráð lagði fram beiðni
um rannsókn á málinu.
Mágur Jóhönnu talinn hæfur
Sveinn segir aðspurður að Lárus
Ögmundsson vararíkisendurskoð-
andi sé einnig talinn hæfur í málinu
en hann er kvæntur Hildigunni Sig-
urðardóttur, systur Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, fv. forsætisráðherra og
beins málsaðila í launadeilu Más.
Tekur Sveinn fram í þessu efni að
Ríkisendurskoðun muni ekki fjalla
um hugsanlega aðkomu forsætis-
ráðuneytisins að málinu.
Að sögn Sveins þarf helst að liggja
fyrir þegar í fyrri hluta næstu viku
hvort Ríkisendurskoðun líti svo á að
flokka megi greiðslu Seðlabankans á
málskostnaði Más sem rekstrar-
kostnað hjá bankanum. Verði það
niðurstaða Ríkisendurskoðunar má
af því ráða að hún líti svo á að Má
beri ekki að greiða skatt af máls-
kostnaði sem féll á hann en bankinn
greiddi. „Við höfum eðli máls sam-
kvæmt ekki langan tíma í þetta.“
Sveinn útskýrir svo hvernig rann-
sókn á því hvort farið hafi verið að
lögum og reglum Seðlabankans í
málinu verður háttað. Málið varði
túlkun á lagaákvæðum varðandi
Seðlabankann og ákvarðanaferli þar
innandyra. „Eðli máls samkvæmt
kemur álit frá okkur eða niðurstaða.
Stofnunin getur ekki úrskurðað í
málum. Svo taka þeir sem þurfa að
fara eftir henni ákvörðun í framhaldi
af því hvort þeir fylgja henni eða
ekki. Það kemur í ljós,“ segir Sveinn.
Taldir hæfir í Seðlabankaathugun
Ríkisendurskoðandi er álitinn hæfur til þess að fara fyrir rannsókn á launadeilu seðlabankastjóra
Systir hans er yfirmaður hjá SÍ Mágur fv. forsætisráðherra einnig talinn hæfur í rannsókninni
Morgunblaðið/Ómar
Yfirmenn Sveinn Arason og Lárus Ögmundsson eru taldir hæfir í málinu.
Samtök atvinnulífsins segja
framhaldsskólakennara ekki
hafa tekist að útskýra launa-
kröfur sínar fyrir almenningi
með skiljanlegum hætti. Laun
félagsmanna Kennarasambands
Íslands hefðu hækkað svipað
mikið og laun félagsmanna
BHM. Samtökin benda á að á
tímabilinu 1990 til 2013 hafi
laun á almennum vinnumarkaði
dregist tæplega 20% aftur úr
launum opinberra starfsmanna.
Kaupmáttur launa opinberra
starfsmanna hafi hækkað um
56% á tímabilinu en kaup-
máttur launa á almennum
vinnumarkaði um 30%.
Óútskýrðar
launakröfur
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS