Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Viltu selja bílinn Kaupum allar gerðir af lítið keyrðum bílum árgerð 2007 og yngri. Til dæmis Land Rover Discovery, Toyota Land Crusier, Audi Q7, Mercedes Benz o.fl. Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílnum. Sendu okkur upplýsingar í gegnum www.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð.Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Aðalfundur VR 2014 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 26. mars nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Innborgun íVR varasjóð Lagabreytingar Við hvetjum félagsmenn til að mæta. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Már Guðmundsson taldi sig hafa feng- ið fullvissu fyrir því að staðið yrði við fyrirheit um launakjör yrði hann seðlabankastjóri. Það fór á annan veg og voru laun seðla- bankastjóra lækk- uð eftir að Alþingi samþykkti frum- varp um kjararáð 11. águst 2009 sem fól í sér að enginn skyldi hafa hærri laun en forsætis- ráðherra. Már hefur vísað til þessa vilyrðis eftir að Morgunblaðið greindi frá því að SÍ hefði greitt kostn- að við málsókn hans gegn bankanum. Már boðaði til blaðamannafundar í Seðlabankanum klukkan 17.30 síð- degis í fyrradag og var fyrirvarinn aðeins um 20 mínútur. Var þá klukkustund liðin frá því að fundur bankaráðs hófst. Eftir blaðamanna- fundinn sagði Már m.a.: „Málið er ekki bara klúður, þar er fullt af óheil- indum. Og við skulum skrifa þá sögu síðar.“ Lagði fram gögn um málið Um tveimur klukkustundum áður en blaðamannafundurinn hófst sendi Már ýmis skjöl til fjölmiðla. Má ætla að þau varði þá óskrifuðu sögu sem Már vísar til og hyggst rita síðar. Var þar m.a. að finna bréf sem Már ritaði Láru V. Júlíusdóttur, þáv. for- manni bankaráðs SÍ, 14. júní 2009, en honum virtist þá sem ráðningarferli seðlabankastjóra væri „að komast á lokastig“. Viðrar Már þar áhyggjur af hugsanlegum breytingum á laun- um seðlabankastjóra ef frumvarp um kjararáð yrði samþykkt. „Ég tel rétt að færa þetta í tal við þig á þessu stigi máls fremur en forsætisráðherra þar sem þú ert formaður bankaráðs Seðlabankans og þarft sem slík að standa vörð um sjálfstæði og reisn Seðlabankans þar sem það á við … Auk þess get ég ekki rætt við for- sætisráðherra um þetta eins og fyrir lægi að ég verði skipaður í stöðuna, allavega ekki á þessu stigi máls.“ Fram kemur í minnispunktum Más 26. maí 2010 að Lára hafi tjáð honum að „hún myndi skoða þetta mál og ræða við viðeigandi aðila“. „Síðar í mánuðinum hringir ráðuneytisstjórinn í forsætisráðu- neytinu í mig [þ.e. Ragnhildur Arn- ljótsdóttir] og segir að hún hafi rætt við formann bankaráðs. Í framhaldi af því ætli hún að kynna mér ákveðnar tölur varðandi launamál og ef þær séu ásættanlegar muni um- sókn mín halda áfram á næsta stig sem yrði viðtal við forsætisráðherra og starfsfólk hennar,“ segir Már en launin áttu að vera 1.478 þúsund. Jóhanna myndi vera í símanum „Ég kvaðst geta fallist á þetta og þar með haldið áfram með umsókn mína. Tjáði hún mér þá að hringt yrði í mig eftir innan við 15 mínútur og þá yrði forsætisráðherra í símanum. Í framhaldi af viðtalinu og seinni sam- tölum bauð forsætisráðherra mér starfið. Ég man ekki til þess að launa- mál hafi borið á góma í þessum sam- tölum.“ Daginn eftir samtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, eða sunnudaginn 21. júní 2009, sendi Már bréf til hennar: „Þá vil ég nefna það sem mér láðist að geta í samtalinu. Ráðningarferli seðlabankastjóra hef- ur sem betur fer farið fram fyrir opn- um tjöldum. Það hefur hins vegar þær afleiðingar að hinn alþjóðlegi seðlabankaheimur er vel upplýstur um það … Það verður að sumu leyti erfitt fyrir mig að útskýra það ef til þess kemur að ég dreg mig til baka. Það yrði hins vegar óhjákvæmilegt vegna orðspors míns í seðlabanka- heiminum að gera það,“ skrifaði Már og tók fram að „miklar líkur“ væru á að ákvörðun hans um að taka við starfinu „myndi breytast“ yrðu laun lækkuð vegna frumvarps um kjar- aráð. Vænti hann svars 22. eða 23. júní 2009. Hafi svar verið gefið hefur það ekki verið birt. Már var skipaður í embættið 26. júní. Már taldi sig hafa samið um launin  Seðlabankastjóri gerir opinber bréf til fyrrverandi forsætisráðherra Mál seðlabankastjóra gegn Seðlabanka ÍslandsÁgrip af helstu atburðum í deilunni 5. 3. 2009 Már Guðmundsson sækir um stöðu seðlabankastjóra. Staðan er auglýst 5. mars 2009 og var umsóknarfrestur til 31. mars. Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra og uppfylltu átta þeirra hæfniskröfur. 26. 6. 2009 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skipar Má seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2009. 20. 8. 2009 Með ákvæði 6. gr. laga nr. 87/2009 um breytingu á lögum um kjararáð og fleiri lögum, sem öðluðust gildi 20. ágúst 2009, var sú breyting gerð á b-lið 28. gr. laga um Seðlabanka Íslands að vald til að ákveða laun og starfskjör seðlabankastjóra var fært undir kjararáð að undanskildum rétti hans til biðlauna, eftirlauna og annarra atriða er lutu að fjárhagslegum hagsmunum hans. Með lögunum var nýjum málslið jafnframt bætt við 8. gr. laga nr. 47/2006 um kjararáð. Þar sagði að við ákvörðun sína um föst laun fyrir dagvinnu skyldi kjararáð gæta þess að þau yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra samkvæmt 3. gr. sömu laga. 22. 9. 2009 Í tilefni af framangreindum lagabreytingum gaf kjararáð seðlabankastjóra með bréfi 22. september 2009 kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um fyrirhugaða ákvörðun um launakjör seðlabankastjóra. Auk þess var óskað eftir tilteknum upplýsingum og gögnum. 8. 10. 2009 Seðlabankastjóri svaraði erindinu með bréfi. 18. 1. og 9. 2. 2010 Með bréfum kjararáðs 18. janúar og 9. febrúar 2010 voru seðlabankastjóra kynnt drög að fyrirhuguðum ákvörðunum kjararáðs er snertu launakjör seðlabankastjóra. Var honum gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og andmælum við drögin. 18. 2. 2010 Seðlabankastjóri svaraði erindinu. 23. 2. 2010 Kjararáð tekur ákvörðun nr. 2010.4.001 þar sem ákveðnar voru almennar forsendur um laun og önnur starfskjör þeirra sem með lögum nr. 87/2009 bættust í þann hóp sem undir kjararáð heyrir. 23. 2. 2010 Sama dag ákvað kjararáð laun og starfskjör seðlabankastjóra með ákvörðun nr. 2010.4.019. Í forsendum þeirrar ákvörðunar er tekið fram að kjararáð verði nú samkvæmt 8. gr. laga nr. 47/2006 fyrst og fremst að miða við föst laun forsætisráðherra, sem námu þá 935.000 krónum. Kjararáð ákveður að mánaðarlaun seðlabankastjóra skuli vera 862.207 frá 1. mars 2010 en að auki skuli greiða honum 80 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag er starfinu fylgi. Skyldi eining vera 1% af launaflokki 502- 126, þá 5.058 krónur. Heildarlaun voru því 1.267.000 krónur. Frá heildarlaunum drægist verðmæti bifreiðahlunninda samkvæmt mati ríkisskattstjóra, kysi seðlabankastjóri að halda þeim. Tekið er fram í ákvörðun kjararáðs að það hafi við ákvörðun eininga gætt meðalhófssjónarmiða til þess að komast hjá því að laun lækki óhóflega. 31. 1. 2011 Með bréfi Andra Árnasonar, lögmanns Más, 31. janúar 2011 er farið fram á endurupptöku ákvörðunarinnar með vísan til 24. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Beiðnin var rökstudd m.a. með því að lög nr. 87/2009 yrðu ekki túlkuð svo að þeim mætti beita afturvirkt um starfskjör seðlabankastjóra. Hefði kjararáði því verið óheimilt að breyta starfskjörumhans til lækkunar á skipunartíma hans í embætti. 7. 6. 2011 Kjararáð hafnar erindinu á fundi og tilkynnir lögmanni Más þá niðurstöðu með bréfi sama dag. 30. 11. 2011 Már stefnir Seðlabanka Íslands vegna launakjara sinna. 30. 4. 2012 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu hins stefnda, þ.e. Seðlabankans, um frávísun á málinu. 30. 9. 2012 Málið höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Stefndi, Seðlabanki Íslands, er sýkn af kröfum stefnanda, Más Guðmundssonar. 13. 11. 2012 Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, leggur fram fyrirspurn á þingi til fjármálaráðherra um kostnað Seðlabankans af málaferlum Más gegn bankanum. Þá er spurt hvort seðlabankastjóri muni greiða bankanum þann kostnað. 1. 11. 2012-20. 11. 2012 Seðlabankinn greiðir málskostnað vegna undirréttar, alls 4.058.825 krónur og er hlutur lögfræðistofu Más 1.882.500 kr. Bankaráð er ekki upplýst um að SÍ greiði kostnað Más. 20. 11. 2012 Már áfrýjar málinu til Hæstaréttar. 30. 11. 2012 Seðlabankinn sendir fjármála- ráðuneytinu svar vegna fyrirspurnar þingmannsins og er þess þar ekki getið að formaður bankaráðs hafi þá ákveðið að Seðlabankinn greiddi kostnað Más af málinu, en sú tilhögun var að hans eigin sögn forsenda áfrýjunarinnar. 31. 1. 2013 Seðlabankinn sendir fjármálaráðuneytinu annað svar og er þar heldur ekki vikið að greiðslu Seðlabankans á kostnaði Más af málinu. 24. 4. 2013 Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur með viðbótarskýringum. Kostnaður við málið fyrir Hæstarétti er 3.372.531 kr. 7. 3. 2014 Morgunblaðið greinir frá því að Seðlabankinn hafi greitt málskostnað Más. Heimildir: Forsætisráðuneytið, dómur Hæstaréttar í máli Más (695/2012). Már Guðmundsson Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um fyrirhugaðan flutning á starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur úr hús- næði dómsins við Lækjartorg í Reykjavík, vill dómstólaráð og Héraðsdómur Reykjavíkur mót- mæla harðlega þeim vinnubrögð- um að ákvörðun virðist hafa verið tekin innan innanríkisráðuneytis- ins og Reykjavíkurborgar að hefja undirbúning að þessum flutningi án nokkurs samráðs við dómstól- aráð eða Héraðsdóm Reykjavíkur. Kemur þetta mjög á óvart. Þetta kemur fram í ályktun, sem dómstólaráð samþykkti í gær. „Dómstólaráð hefur fullan vilja til þess að koma að fyrirhuguðum viðræðum innanríkisráðuneytisins og borgaryfirvalda varðandi mögulega framtíðarstaðsetningu nýs dómhúss. Dómstólaráð leggur áherslu á að vel sé vandað til vals á stað- setningu nýs dómhúss fyrir stærsta dómstól landsins. Héraðs- dómi Reykjavíkur ber að finna stað í hjarta höfuðborgarinnar þar sem er nú þegar að finna helstu stofnanir ríkisins og Reykjavíkurborgar,“ segir í álykt- uninni. Dómstólaráð mótmælir vinnubrögðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.