Morgunblaðið - 15.03.2014, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Kosningarnar til
sveitarstjórna í
vor, framhald að-
ildarviðræðna
við ESB, breyt-
ingar á fram-
haldsskólastig-
inu og olíuleit
verða efst á
baugi á flokks-
stjórnarfundi
Samfylkingarinnar, sem fram fer í
dag á Hótel Natura. Dagskráin
hefst kl. 9 með fundi sveitarstjórn-
arráðs flokksins og formanna aðild-
arfélaga Samfylkingarinnar þar
sem rætt verður um undirbúning
kosningabaráttunnar fyrir sveit-
arstjórnarkosningar. Kl. 10.45
munu flokksfélagar ræða málefni
sem eru efst á baugi í þremur mál-
stofum þar sem fjalla á um olíuríkið
Ísland, framhald aðildarviðræðna
við ESB og framtíð framhaldsskóla-
stigsins. Árni Páll Árnason, for-
maður Samfylkingarinnar, flytur
setningarræðu fundarins kl. 13. Að
henni lokinni munu sveitarstjórnar-
fulltrúar Samfylkingarinnar fjalla
um sín hjartans mál, eins og segir í
frétt á vef flokksins og að því búnu
verða almennar stjórnmála-
umræður.
Ræða kosn-
ingarnar og
ESB-málið
Flokksstjórn
Samfylkingar fundar
Árni Páll Árnason
Ekki varð vart við aukningu í fjölda
smásilungs í rannsóknarveiðum í
Mývatni haustið 2013, að sögn Veiði-
málastofnunar. Lítils háttar aukning
var í fjölda stærri bleikju frá fyrra
ári. Holdastuðull bleikjunnar var yf-
ir meðallagi og svipaður eða litlu
lægri en 2012.
Hlutfall rykmýs, langhalaflóar og
kornátu hafði hækkað í fæðu bleikj-
unnar. Hlutfall hornsílis hefur lækk-
að undanfarin tvö ár. Svo virðist sem
meira framboð sé í vatninu af fæðu
sem hentar bleikjunni. Heildar-
veiðin í Mývatni í fyrra var aðeins
2.489 silungar, samkvæmt veiði-
skýrslum. Þar af voru 565 bleikjur
og 1.924 urriðar. Áætlað var út frá
afla í vetrarveiði að stærð bleikju í
upphafi veiðitímans hefði verið 1.058
bleikjur.
„Vegna þess hve stofnstærð
bleikju er orðin lítil hafa verið settar
miklar veiðitakmarkanir í Mývatni.
Með minni sókn standa vonir til að
hrygningarstofn bleikju geti stækk-
að. Aukin hrygning leiði síðan til
aukinnar nýliðunar smásilungs í
kjölfarið sem hefur verið lítil síðasta
áratug. Lagt er til að áfram verði
mjög takmörkuð sókn í bleikju í Mý-
vatni,“ segir í frétt á vef Veiðimála-
stofnunar.
Urriðaafli hefur minnkað frá fyrra
ári, miðað við fyrirliggjandi gögn.
Veiðimálastofnun segir að gefa þurfi
þessari minnkun gaum og hafa í
huga að um lítinn stofn sé að ræða.
gudni@mbl.is
Barningur hjá bleikjunni
Morgunblaðið/Einar Falur
Bleikja Þessi fimm punda bleikja veiddist í Hlíðarvatni í Selvogi.
Veiðitakmarkanir í Mývatni vegna lítillar stofnstærðar
Heiðrún Jónsdóttir, formaður Harpa Ólafsdóttir, varaformaður
Elínbjörg Magnúsdóttir Hjörtur Gíslason
Kolbeinn Gunnarsson Konráð Alfreðsson
Þorsteinn Víglundsson Þórunn Liv Kvaran
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Árni Guðmundsson
Gildi - lífeyrissjóður
Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
lífeyrissjóður
Efnahagsreikningur: 31.12.2013 31.12.2012
Verðbréf með breytilegum tekjum 130.262 111.199
Verðbréf með föstum tekjum 168.855 156.350
Veðskuldabréf 15.271 15.680
Bankainnstæður 19.157 18.978
Kröfur 1.830 1.135
Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 329 241
Skuldir - 1.380 - 1.324
Hrein eign til greiðslu lífeyris 334.324 302.259
Breytingar á hreinni eign: 2013 2012
Iðgjöld 13.624 12.548
Lífeyrir - 10.211 - 9.133
Framlag ríkisins vegna örorku 985 925
Fjárfestingartekjur 28.256 33.087
Fjárfestingargjöld - 223 - 208
Rekstrarkostnaður - 415 - 385
Aðrar tekjur 49 45
Hækkun á hreinni eign á árinu 32.065 36.879
Hrein eign frá fyrra ári 302.259 265.380
Hrein eign til greiðslu lífeyris 334.324 302.259
Kennitölur: 2013 2012
Hrein nafnávöxtun 9,1% 12,2%
Raunávöxtun 5,5% 7,4%
Hrein raunávöxtun 5,3% 7,3%
Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 2,9% - 4,2%
Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 2,5% 3,4%
Eign umfram heildarskuldbindingar (%) - 3,5% - 4,4%
Fjöldi virkra sjóðfélaga 26.772 26.073
Fjöldi launagreiðenda 4.330 4.168
Fjöldi lífeyrisþega 17.110 16.328
(Allar fjárhæðir í milljónum króna)
Stjórn sjóðsins:
Ársfundur sjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl n.k. kl. 17.00 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.
Ársfundur 2014
Afkoma
Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins á árinu 2013 var 9,1% sem jafngildir 5,3% hreinni
raunávöxtun. Ávöxtun innlendra hlutabréfa var 18,8% og erlend hlutabréf hækkuðu um 9,3% í krónum.
Erlend hlutabréf sjóðsins samanstanda af skráðum verðbréfum og óskráðum fjárfestingasjóðum. Til
samanburðar hækkaði heimsvísitala hlutabréfa um 13,9%. Raunávöxtun skuldabréfa var 4,4%. Hrein eign
samtryggingardeildar í árslok 2013 var 331,4 milljarðar króna og hækkaði um 31,9 milljarða frá fyrra ári.
Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt eru eignir sjóðsins 3,5% lægri en heildarskuldbindingar í árslok 2013.
Eignir sjóðsins skiptast þannig: Innlend ríkistryggð skuldabréf eru 42,7%, erlend hlutabréf 24,9%, innlend
hlutabréf 11,9%, veðskuldabréf 5%, önnur skuldabréf 9%, innlán 5,6% og fasteignasjóðir 1%.
Séreign
Hrein nafnávöxtun séreignardeildar sjóðsins var þannig: Framtíðarsýn I skilaði 8,9% ávöxtun,
Framtíðarsýn II skilaði 6,7% og Framtíðarsýn III, sem er verðtryggður innlánsreikningur, skilaði 5,2%.
Hrein raunávöxtun var á sama tíma 5%, 2,9% og 1,5%. Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild námu
samtals 147 milljónum króna á árinu. Hrein eign séreignardeildar í árslok 2013 var 2.943 m.kr. og
hækkaði um 179 m.kr. frá fyrra ári.
Raunávöxtun 5,5%
Starfsemi á árinu 2013
Deloitte og lög-
fræðiaðstoð
Orators bjóða í
dag upp á
ókeypis aðstoð
við gerð skatt-
framtala í Lög-
bergi, Háskóla
Íslands, 3. hæð
frá klukkan 13
til 17.
Um er að ræða árvisst samstarfs-
verkefni lögfræðiaðstoðar Orators
og Deloitte þar sem almenningi
býðst ókeypis ráðgjöf hvernig rétt
skal standa að framtalsskilum á
skatti. Meistaranemar í lögfræði
sem hafa lokið námi í skattarétti
taka á móti almenningi auk þess
sem sérfræðingar Deloitte verða á
staðnum.
Aðstoða við
skattframtal í dag
Á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofn-
unar Íslands, miðvikudaginn 19.
mars klukkan 15.15, mun Einar
Þorleifsson náttúrufræðingur flytja
erindi um landnám fugla á Íslandi.
Fram kemur á vef Náttúru-
fræðistofnunar að á síðustu öld
fjölgaði fuglategundum um 21, en
jafnframt hættu tvær gamalgrónar
tegundir varpi og sú þriðja dó út.
Hrafnaþing er haldið aí Urriða-
holtsstræti 6-8 í Garðabæ.
Fjalla um landnám
fugla á Íslandi