Morgunblaðið - 15.03.2014, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Við tökum svefninn alvarlega.
Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni,
góðu handverki, stöðugum prófunum
og vandlega völdum efnum.
Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn
á meira en 85 ára rannsóknum og þróun.
duxiana.com
DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950
Gæði og þægindi síðan 1926
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
by
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.
umhverfisvænt tölvuský en tölvu-
búnaðurinn er í íslenskum gagna-
verum og í Seattle.
Aðspurð hvort margar konur
séu í tæknigeiranum, svarar hún
því neitandi og bendir á máli sínu
til stuðnings hve fáar konur hafi
útskrifast úr Háskóla Íslands sem
tölvunarfræðingar. Samkvæmt
þeim gögnum eru um 19% útskrif-
aðra tölvunarfræðinga frá skólan-
um konur.
Þekkist erlendis
Hún segir að verkefni líkt og
Konur í tækni þekkist erlendis og
að markaðsstjóri Greenqloud,
Paula Gould, hafi til dæmis tekið
þátt í því starfi í Bandaríkjunum.
Hún segir misjafnt hve margir
hafi sótt fundina, síðast hafi til að
mynda mætt 70-80 á fundinn.
„Karlmenn eru að sjálfsögðu vel-
komnir. Þeir spyrja oft hvort þeir
megi koma enda erum við oft að
ræða um skemmtilega hluti,“ segir
Ilea.
Konur gera sig gild-
andi í tölvuheimi
Vilja efla stöðu kvenna í íslenskum tækniiðnaði
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Konur í tækni munu blása til
morgunverðarfundar í höfuðstöðv-
um CCP á þriðjudaginn. Armina
Ilea, framkvæmdastjóri verkefnis-
ins Konur í tækni og viðskipta-
stjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu
Greenqloud, segir í samtali við
Morgunblaðið að
tilgangur félags-
skaparins sé að
vekja áhuga á
tæknigreinum og
nýsköpun og efla
stöðu kvenna í
íslenskum
tækniiðnaði.
Hún segist
vilja skapa
stærra og sterk-
ara samfélag
kvenna í tækni- og nýsköpunar-
geiranum, styrkja tengslanet
þeirra og hvetja fleiri konur til að
vinna innan geirans.
Stofnað í haust
Félagið var stofnað síðasta
haust og hefur haldið nokkrar
samkomur, t.d. í Marel. Á fund-
inum á þriðjudaginn verður lögð
áhersla á að kynna og fræðast um
tölvuleikjagerð, heyra reynslusög-
ur kvenna sem vinna í faginu og
bjóða upp á almennar umræður.
„Það er mikilvægt að skapa gott
andrúmsloft þannig að fólk spyrji
spurninga og ræði málin,“ segir
Ilea.
Þrír fyrirlesarar af fimm eru er-
lendar konur, og aðspurð hvort
það sé venjan að erlendar konur
séu með erindi segir hún að þetta
verði í fyrsta skiptið. Aftur á móti
fari fundirnir alltaf fram á ensku.
„Íslendingar eiga ekki í erfiðleik-
um með að tala ensku,“ segir hún.
Ilea bendir á að CCP sé alþjóð-
legt fyrirtæki með fjölda erlenda
starfsmenn, og það sé eflaust þess
vegna sem svo margir fyrir-
lesaranna séu erlendir.
GreenQloud
Raunar vinnur Ilea líka hjá fjöl-
þjóðlegu fyrirtæki, fram kom í
Morgunblaðinu í nóvember að
starfsmenn GreenQloud séu 30 frá
átta löndum. Fyrirtækið rekur
Meðal erinda á
þriðjudaginn:
» Tvær konur segja frá eigin
reynslu að vera kona í tækni-
geiranum.
» Tölur og staðreyndir, konur
hjá CCP.
» Tölur og staðreyndir, staða
kvenna í tölvuleikjum.
» Félagið Konur í tækni var
stofnað síðasta haust og hefur
haldið nokkrar samkomur.
Morgunblaðið/Golli
Strákar CCP þykir eflaust karllægur vinnustaður, með geimskip á borðum.
Armina
Ilea
Rekstur iðnfyrirtækisins Fokker
Technologies, sem Eyrir Invest á
17% hlut í, gekk betur árið 2013 en
árið áður en tekjur stóðu í stað.
Fokker er um fjórðungur af eigna-
safni Eyris, sem er m.a. kjölfestu-
fjárfestir í Marel.
Hagnaður Fokker Technologies
jókst um 6% milli ára og nam 10,9
milljónum evra eða um 1,7 millj-
örðum króna. Tekjur lækkuðu um
1% og námu 762 milljónum evra.
Fram kemur í tilkynningu að veltan
hafi aukist um 25% á árunum 2011
og 2012.
Árni Oddur Þórðarson, sem sett-
ist í forstjórastól Marels í vetur, er
hluthafi í Eyri Invest ásamt föður
sínum Þórði Magnússyni, sem er
formaður stjórnar fjárfestingar-
félagsins, í Landsbankanum og
fleirum.
Eyrir á auk þess hlut í iðnfyr-
irtækinu Stork Technical Services
og fjárfestir jafnframt í sprotafyr-
irtækjum.
Samið um fulla fjármögnun
skuldbindinga
Eyrir hefur ekki birt ársuppgjör
fyrir árið 2013 en árið áður var eigin
fjárhlutfallið um 50% og eignir fé-
lagsins næstum 400 milljónir evra.
Eyrir Invest hefur nýlega náð
samkomulagi um fjármögnun við
innlenda fjármálastofnun. Sam-
komulagið felur í sér fulla fjármögn-
un fjárhagslegra skuldbindinga fé-
lagsins næstu misseri. Þetta kemur
fram í frétt á vef Eyris.
Fjárfesting Eyrir Invest á 17% hlut í Fokker Technologies.
Rekstur Fokker í
eigu Eyris batnar