Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014 Heilir og sælir Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ögmundur Jónasson, þingmaður og fyrrverandi innanríkisráðherra, voru kampakátir þegar þeir hittust á förnum vegi. Ómar Í vikunni gengu ESB, Færeyjar og Noregur frá sam- komulagi um skiptingu makrílaflaheimilda. Í samkomulaginu felst að í ár taka Noregur og ESB 100% af ráð- lögðum heildarafla Al- þjóðahafrannsókn- aráðsins. Ég er vonsvikinn yfir því að ekki hafi tekist að ljúka fjögurra ríkja strandríkja- samkomulagi. Það var einstakt tækifæri til að ná samningi án þess að það hefði neikvæð efnahagsleg áhrif á nokkurt strandríkjanna frá fyrra ári þar sem ráðgjöf hækkaði mjög á milli ára. Nokkrir hafa risið upp og spurt af hverju Ísland sé ekki þátttakandi í samkomulaginu, og hvernig það hafi getað gerst að þessi þrjú ríki sömdu án þess að tala við Ísland? Þessu get ég svarað. Afstaða Íslands í viðræðum um nýtingu makrílstofnsins hefur í meginatriðum verið að standa vörð um hagsmuni Íslands og að makríl- stofninn sé nýttur á ábyrgan hátt. Í samningalotum vetrarins hefur stærsta verkefni samninganefndar okkar verið að tryggja samkomulag sem ekki byggðist á verulegri of- veiði. Þar hefur verið við ramman reip að draga undir stífri kröfu Norðmanna um veiðar umfram ráðgjöf, og gagnvart sinnuleysi Færeyinga þegar kem- ur að sjónarmiðum sjálfbærrar nýtingar. Þessum aðilum var fullljóst þetta sjónar- mið Íslands. Ég get enga aðra ályktun dregið af lyktum mála en þá að þessi þrjú ríki hafi gefist upp á viðræðum á ábyrgum grundvelli, eins og krafa var um af okkar hálfu. Þegar ljóst var að ESB var tilbúið að víkja frá því samkomulagi sem það hafði gert við Ísland, og víkja frá sjálfbærum nýtingarsjónarmiðum, ákvað sam- bandið að freista þess að ná þríhliða samningi utan formlegs strandríkja- fundar. Það gefur auga leið að það þurfti ekki miklar viðræður milli Noregs og ESB um að auka sínar heimildir frá fyrri árum og bjóða Færeyingum far til viðbótar eins og niðurstaðan er. Íslenska samninganefndin hefur staðið vörð um sjónarmið sjálf- bærrar nýtingar á þessum strand- ríkjafundum, og staðið sig með prýði. Það að ætla henni eða rík- isstjórninni að hafa sofið á verð- inum, látið tækifæri framhjá sér fara eða hvernig það hefur verið orðað í þingræðunni er ómerkilegur rógur í garð þeirra sem að málinu koma fyrir Íslands hönd. Ómerki- legur rógur til heimabrúks til að leiða sjónir manna frá því sem raun- verulega gerðist: íslensk stjórnvöld standa utan samkomulags sem stuðlar að veiðum verulega umfram vísindalega ráðgjöf. Við höfum í gegnum viðræðurnar ekki haft áhuga á að vera innan þessa sem hér var um samið, þá hefði líklegast löngu verið komið á fjögurra ríkja samkomulag. Það var alveg skýrt þegar formaður samninganefndar ESB, sem jafnframt boðaði og stýrði fundinum, sleit fundi í Ed- inborg í upphafi mánaðarins, að strandríkjaviðræðum um veiðar á makríl 2014 var lokið. Það kemur glögglega fram í fréttatilkynningu sjávarútvegsstjóra ESB þar sem segir að viðræðum sé nú lokið og hafnar verði tvíhliðaviðræður við Noreg. Eins í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðherra Noregs þar sem segir að strandríkjaviðræðum sé lokið og hún harmi að ekki hafi tekist að ná samkomulagi fyrir 2014. Ólíkt sumum sem hafa tjáð sig, þá misskildi okkar fólk ekkert í þeim samskiptum. Mér finnst íslensk stjórnvöld hafa haldið vel á málinu frá upphafi og pólitísk samstaða verið mikilvæg. Við höfum unnið með það í miklu samráði við utanríkismálanefnd þingsins og út frá sömu sjón- armiðum og unnið hefur verið með frá byrjun. Við erum flest, ef ekki öll, í grunninn sammála um það að Ísland er stolt af orðspori sínu sem ábyrg fiskveiðiþjóð. Við erum líka sammála því að hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi og í samninga- viðræðum beri að verja. Við höfum nálgast viðræðurnar lausnamiðað, verið tilbúin til samninga, lagað okk- ar kröfur að möguleikum til þess að nálgast samkomulag. Þetta nægir ekki ef viðsemjendur okkar, Nor- egur í þessu tilfelli, vilja ekki semja við Ísland, þá einfaldlega verða ekki samningar. Vonbrigðin eru þau að ESB hafi, í stað þess að virða sam- komulag það sem við náðum sem byggðist á sjálfbærri nýtingu, vikið frá þeim loforðum sem það gaf okk- ur. Staðreyndir málsins eru þær að makríll gengur í ógnarmagni inn í íslenskra lögsögu, hér eru beitar- svæði hans, þyngdaraukning er gríðarleg og hann étur fæði frá öðr- um stofnum á okkar miðum með til- heyrandi afleiðingum. Ísland hefur réttilega undanfarin ár nýtt þann rétt sinn að gera verðmæti úr þess- ari auknu gengd makríls. Annað væri vítavert sinnuleysi gagnvart hagsmunum. Á móti spyr ég því nú: Átti Ísland að gefa eftir viðmið sitt um ábyrga nýtingu auðlinda til að vera partur af samkomulagi sem leiðir til ósjálfbærra veiða? Átti Ís- land að gefa eftir þann hlut sem við vorum tilbúin að fallast á ef sam- komulag á grunni vísindalegrar ráð- gjafar næðist? Er það þannig sem að Ísland á að ná samningum á al- þjóðavettvangi, slá af sanngjörnum kröfum? Ég segi nei. Við eigum að standa vörð um hagsmuni okkar til lengri tíma. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Afstaða Íslands í við- ræðum um nýtingu makrílstofnsins hefur í meginatriðum verið að standa vörð um hags- muni Íslands og að mak- rílstofninn sé nýttur á ábyrgan hátt. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra Vísindalegar forsendur – ábyrgar veiðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.