Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 31
aryfirvalda í þessu máli, þó að Hlíð-
arendaráðagerðir þeirra hafi litið
dagsljósið í liðinni viku, enda er
þáttastjórnandinn ötull talsmaður
þeirra „samræðustjórnmála“, sem
eru ástunduð í höfuðborginni.
Að lokum kem ég að yfirstandandi
undirskriftasöfnun, þar sem þess er
krafist, að farið verði í þjóðar-
atkvæðagreiðslu um áframhaldandi
aðildarviðræður við Evrópusam-
bandið. Undirskriftasöfnunin geng-
ur vel og hefur fengið umtalsvert
meiri hlustun en áðurnefnd áskorun
69.722 flugvallarsinna. Yfir 46 þús-
und manns höfðu skrifað undir kröf-
una um þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna ESB hinn 7. mars sl., sem er
engin furða miðað við tilstandið.
Þegar ég leit á frétt um ESB-
deilurnar nýlega, á visir.is, þá birtist
óumbeðið á skjánum stór mynd með
fyrirsögninni: „Já, ég vil kjósa.“ Síð-
an var hægt að setja nafn og kenni-
tölu inn og staðfesta! Án þess að lesa
textann fyrst og án þess að getið
væri um, hvað verið var að kjósa. Er
það furða, að undirskriftasafnanir í
dag séu árennilegri og oft árangurs-
ríkari en á liðinni öld? Alla vega virt-
ist enginn tilbúinn til þess, árið 1999,
að leggja í það risaverkefni, að bjóða
ríkisvaldinu og hagsmunaaðilum
birginn, til að bjarga náttúruperlu
handa komandi kynslóðum. Þess
vegna voru Umhverfisvinir stofnaðir
og lagt til atlögu meðal fólksins og
fjarri skrifborðsstólnum.
» Á þessari öld hafa
undirskriftasafnanir
verið tíðar, sérstaklega
eftir að Icesave-samn-
ingurinn fór til feðra
sinna.
Höfundur er læknir
og fv. borgarstjóri.
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Líklegast er stærsta
vandamál íslenskra
stjórnmála það að ekki
er talað nógu skýrt
heldur með þeim hætti
að sögð orð geta í raun-
inni þýtt margt og allt
annað en átt er við. Þó
svo að stefna viðkom-
andi flokks eða flokka
þýði í rauninni ekkert
annað en það sem
stefnan sjálf býður upp
á. Að tala ekki með skýrum hætti býð-
ur svo upp á að hægt er taka öll um-
mæli úr samhengi og beita þeim á
þann hátt sem hentar hverjum mál-
stað fyrir sig.
Dæmi um þetta er loforð Sjálfstæð-
isflokksins um þjóðaratkvæði vegna
ESB-umsóknar. Þau loforð hljóta að
hafa fallið í því samhengi að flokk-
urinn væri andvígur aðild að ESB.
Loforðið hafi því alltaf verið háð viss-
um aðstæðum. En ekki hvaða að-
stæðum sem er. Loforðið á ekki við
þegar flokkurinn sem andstæðingur
aðildar er í ríkisstjórn með flokki sem
einnig er andvígur aðild. Loforðið er
hins vegar í fullu gildi ef flokkurinn fer
í stjórn með flokki sem vill halda ferl-
inu áfram.
Það er ekki hægt að fabúlera með
þetta loforð á þann hátt að vitað hafi
verið fyrir kosningar eða allt hafi bent
til þess hvernig ríkisstjórn tæki við
völdum að þeim loknum og af þeim
sökum sé loforðið í fullu gildi. Stefna
Sjálfstæðisflokksins er að aðild-
arviðræðum skuli hætt og þeim ekki
áfram haldið nema að undangengnu
þjóðaratkvæði, enda telur flokkurinn
hag Íslands betur borgið utan ESB.
Hvað sem kjósendur
annarra flokka hafa
haldið er líklegra en
ekki að kjarni kjósenda
flokksins hafi því gengið
út frá því að flokkurinn
stefndi ekki á áfram-
haldandi aðild-
arviðræður. Kæmu hins
vegar upp þær aðstæður
við stjórnarmyndun að
loknum kosningum að
flokkurinn færi í sam-
starf með aðildarsinn-
uðum flokki eða flokkum
þá væri það klárt skilyrði af hálfu
Sjálfstæðisflokksins að aðildarferlið
yrði ekki sett af stað án undangengis
þjóðaratkvæðis. Engir flokkar nema
Samfylkingin og Björt framtíð lofuðu
því að taka aðilarviðræður upp aftur
og ljúka þeim á kjörtímabilinu og það
án þess að spyrja þjóðina. Nema auð-
vitað var þjóðin beðin um umboð til
þeirra verka í þingkosningunum vorið
2013. Úrslit þeirra kosninga eru öllum
ljós. Það er kjarni málsins. En ekki
einhver svik loforða sem tekin eru úr
því samhengi sem þau voru gefin í.
Samhengi loforða
Eftir Kristin Karl
Brynjarsson
Kristinn Karl
Brynjarsson
» Að tala ekki með
skýrum hætti býður
svo upp á að hægt er
taka öll ummæli úr sam-
hengi og beita þeim á
þann hátt sem hentar
hverjum málstað fyrir
sig.
Höfundur er verkamaður og situr í
framkvæmdastjórn Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins.
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Dalshraun 13 | 220 Hafnarfjörður | Sími: 565 0000 | glerborg@glerborg.is
Ummánaðarmótin flytur Glerborg í nýtt og
glæsilegt húsnæði í Mörkinni 4, Reykjavík.
TILBOÐSDAGAR Í MOTTUMARS
Verðdæmi á einum fermeter af
okkar algengustu glertýpu:
4/16/4 Climaplus gler
Fullt verð 17.973,-
30% afsláttur út Motturmars á tvöföldu einangrunargleri.
Glerborg greiðir síðan 2% af kaupverðinu inn á Mottumars.
Verð með afslætti 12.581,-
Fylgstu með Glerborg
á www.mottumars.is
Skrifstofuhúsnæði – Grensásvegur
TIL LEIGU glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við
Grensásveg. Um er að ræða 226,6 fm. vandað skrifstofu-
húsnæði. Húsnæðið er eitt opið rými með kaffistofu,
snyrtingum og tölvuherbergi. Húsnæðið hentar vel undir
margskonar rekstur.
Upplýsingar veitir Kristinn B. Ragnarsson
viðsk.fr./lögg. fasteignasali í síma 898-4125