Morgunblaðið - 15.03.2014, Page 35
um þeirra hugheilar samúðar-
kveðjur.
Sóley S. Bender.
Þorgeiri Þórarinssyni kynntist
ég fyrst í aðdraganda þingkosn-
inga 1991. Hann var einn af þess-
um sjálfstæðismönnum, sem
treysta mátti til þess að styðja
okkur Halldór Blöndal jafndyggi-
lega og þeir sögðu okkur umbúða-
laust skoðun sína ef þeim mislík-
aði. Skömmu eftir að ég settist á
þing fóru fram umræður á nætur-
fundi, sjálfsagt um bandorm. Mér
finnst líklegt að þar hafi verið að
finna ákvæði, sem afnam framlög
ríkisins til refaveiða.
Þorgeir Þórarinsson lá á grenj-
um. Það var ekki einungis íþrótt.
Bóndanum í Grásíðu þótti vænt
um lömbin sín, en þó hreifst hann
ekki síður af mófuglinum, sem
hélt tónleika sumarlangt á lyng-
heiðunum suður og upp af sveit-
inni í Kelduhverfi.
Morguninn eftir samþykkt lag-
anna náði Þorgeir símasambandi
við mig. Hann var mjög kurteis að
vanda. „Þetta var ekki góður næt-
urfundur hjá ykkur. Nú munu
refirnir flæða yfir heiðarnar frá
friðlandinu við Jökulsárgljúfur og
tortíma blessuðum mófuglinum,“
sagði Þorgeir mildilega en ákveð-
ið. Mér varð strax ljóst að ég var í
vondum málum.
Ég hugsaði hratt og mikið. Síð-
an sagði ég Þorgeiri að ég gæti
ekki annað en borið fulla ábyrgð á
lögunum. Því væri ekki um annað
að ræða fyrir mig en að ná vopn-
um mínum með hækkandi sól. Ég
lagði til að um sumarsólstöður
vitjuðum við grenja. Ég gat ekki
annað fundið en Þorgeir væri vel
sáttur við þessar málalyktir.
Við mæltum okkur mót 20.
júní. Sonur Þorgeirs, Friðgeir á
Hraunbrún, slóst í hópinn okkur
til halds og trausts. Fyrir utan
skotfæri og svefnpoka tók ég með
mér harðfisk. Þess utan festi ég
kaup á viskípela, sem ég vissi að
Þorgeir kynni að meta.
Á Hraunbrún komst magáll í
nestispakkann. Nú var haldið á
heiðina. Það var ekki ský á himni.
Þeir feðgar voru vel læsir á sauð-
féð, nefndu með nafni ærnar, og
deildu svolítið um eina eða tvær.
Við litum við á öllum 14 grenjum,
sem í heiðinni voru. Í engu þeirra
var búið. Þá var klukkan farin að
hallast að miðnætti.
Við settumst í lyngmóa og tók-
um upp nestið. Heiðin ómaði af
fuglasöng. Þegar leið að miðnætti
sagði Þorgeir: „Hafið hljótt
drengir, því nú gerist það.“ Við
Friðgeir vissum ekki vel hvað átti
að gerast, en það gerðist. Fugla-
kórinn þagnaði eins og sprota
hefði verið veifað. „Við skulum
bíða augnablik,“ hvíslaði Þorgeir
kankvís.
Og þá hófust hljómleikarnir aft-
ur, og innkoman fullkomlega sam-
æfð. Auðvitað lá Þorgeir undir
grun um að hafa falið sprotann, en
hann sór það af sér. Hvað sem því
leið var mér fyrirgefið og aldrei
framar minnst á framlög til refa-
veiða. Allir máttu vel við málalokin
una, refir, heiðlóa og hrossagauk-
ur, ær og lömb, bændurnir tveir
og þingmaðurinn óreyndi.
Þorgeir var alla tíð heilsu-
hraustur. Þó kvaldi hann stirð-
leiki í mjöðminni. Gegn þeirri
meinsemd fékk hann sterkar
sprautur tvisvar á ári ásamt fyr-
irmælum um að taka þær með sex
mánaða millibili. Þorgeir geymdi
sprauturnar hins vegar, og tók
þær báðar í einu, ef tækifæri
fékkst til að liggja á grenjum.
Þessi kviki og prúði maður las
náttúruna eins og opna bók. Hann
kenndi mér mikið í náttúrufræð-
um og kurteisi. Það þótti öllum
vænt um Þorgeir sem honum
kynntust. Hann var bæði athug-
ull, örlátur og fágaður í allri fram-
göngu.
Nú þegar þessi aldraða kempa
er horfin söknum við hans öll.
Heiðin er ekki sú sama og áður.
Kórinn hefur misst stjórnanda
sinn.
Tómas I. Olrich.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
✝ Gylfi Gunn-arsson fæddist í
Reykjavík 6. októ-
ber 1939. Hann lést
í Sebring á Flórída
19. október 2013
eftir skammvinn
veikindi.
Gylfi ólst upp í
Vestmannaeyjum
og voru foreldrar
hans Vilborg Sig-
urðardóttir, klæð-
skeri og saumakona og formað-
ur verkalýðsfélagsins Snótar, f.
9. febrúar 1913, d. 13. nóvember
2005, og Gunnar Sigur-
mundsson, prentari og prent-
smiðjustjóri, f. 23. nóvember
1908, d. 18. júní 1991. Vilborg
var fædd í Reykjavík og voru
foreldrar hennar Sigurður
Kristján Gíslason, f. 23.5. 1884,
d. 8.3. 1974, og Ólafía Ragnheið-
Sigrún f. 25. mars 1962, leik-
kona og deildarstjóri í Kvik-
myndaskóla Íslands, búsett í
Reykjavík, móðir Bryndís
Brynjúlfsdóttir. Sigrún er gift
Guðmundi Jóhanni Ólafssyni
flugstjóra og eiga þau saman
einn son, Tómas Gauta. 2)
Hanne Sund, f. 25. maí 1971,
hjúkrunarsálfræðingur, búsett í
Noregi, móðir Grete Larsen.
Sambýlismaður hennar er
Jimmy Hunstad. Hanne á tvo
syni, Linus og Jonas. Gylfi var
kvæntur Debru Marquardt frá
Pennsylvaníu, þau skildu.
Gylfi fluttist ungur að árum
frá Íslandi og lærði og starfaði í
Danmörku, Bandaríkjunum og
Sádi-Arabíu sem stýrimaður,
ljósmyndari, flugstjóri og þyrlu-
flugmaður. Gylfi bjó síðustu ævi-
árin á Flórída í Bandaríkjunum.
Bálför hans fór fram í Banda-
ríkjunum í nóvember og var ask-
an jarðsett í duftgarðinum í
Fossvogi í kyrrþey að ósk hins
látna.
ur Sigurþórsdóttir,
f. 28.11. 1897, d.
19.11. 1977. Gunn-
ar var fæddur í
Stapadal í Arn-
arfirði á Vest-
fjörðum. Faðir
hans var Sigmund-
ur Sigurðsson
læknir og móðir
Guðný Guðmunds-
dóttir. Gylfi á þrjú
yngri systkini, þau
eru: Gerður f. 1942, mynd-
höggvari og myndlistarkona,
búsett í Garðabæ, gift Grétari
Br. Kristjánssyni lögfræðingi,
Gauti, f. 1945, vélvirki, giftur
Jacqueline Gunnarsson, búsett-
ur í Almoradi á Spáni, og Sig-
urður Ólafur, f. 1950, flugvirki
og flugvélstjóri, búsettur í
Kuala Lumpur.
Gylfi eignaðist tvær dætur: 1)
Gylfi Gunnarsson er fallinn
frá eftir skammvinn veikindi 74
ára að aldri. Gylfa var margt til
lista lagt. Hann var hljóðfæra-
leikari, lærði til prentara, vann
sem ljósmyndari í Kaupmanna-
höfn við Berlingske Tidende,
öðlaðist skipstjóra- og stýri-
mannsréttindi í Danmörku og
var stýrimaður á dönskum og
sænskum skipum til margra
ára.
Hann lærði flug í Oklahoma
og stofnaði flugskóla í Allen-
town, Pennsylvaníu og starfaði
sem þyrluflugmaður og flug-
stjóri seinni hluta ævi sinnar í
Houston Texas, Mexíkóflóa og í
Sádi-Arabíu.
Gylfi lenti ungur að árum í
sjávarháska. Þegar hann sigldi
á sænska skemmtiferðaskipinu
Kungsholm féll hann fyrir borð
í Mexíkóflóa um það bil 60 míl-
um frá Acapulco. Hann og
starfsfélagi hans stóðu við
skipshandriðið og félagi hans
féll frá borði. Gylfi reyndi að
grípa í hann en hann var of
þungur og dróst Gylfi með í
fallinu.
Þeir félagar héldu sér á floti
á opnu hafi á hákarlasvæði í um
það bil 24 tíma og áhöfnin hafði
ekki hugmynd um afdrif þeirra
fyrr en löngu seinna. Aldraðir
sjómenn á smáskektu frá
Mexíkó fundu þá loks fyrir til-
viljun um sólarhring seinna eft-
ir að þeir höfðu velkst um í
sjónum og barist fyrir lífi sínu.
Þeir félagar dvöldu í 12 daga á
sjúkrahúsi í Mexíkó og fóru
þaðan til New York og aftur
um borð í Kungsholm þar sem
höfðinglega var tekið á móti
þeim, þeir heiðraðir af áhöfn-
inni og lífgjöfinni fagnað.
Gylfi Gunnarsson var sterk-
ur karakter, heimsborgari og
ævintýramaður sem fylgdi
draumum sínum. Hann sigldi
um heimsins höf og flaug í
mörgum heimsálfum. Hann var
ljúfur drengur og einfari sem
fór sínar eigin leiðir. Hann bjó
síðustu æviárin í Flórída og
ferðaðist margsinnis á Harley
Davidson-mótorhjóli sínu þvert
og endilangt um Bandaríkin og
naut frelsisins.
Blessuð sé minning Gylfa
Gunnarssonar.
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýjasundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt,
ástin mín, góða nótt.
(Árni úr Eyjum/Ási í Bæ)
Hvíl í friði
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Gylfadóttir, Hanne
Sundt, Gerður Gunn-
arsdóttir, Gauti Gunn-
arsson, Sigurður Ólafur
Gunnarsson og fjölskyldur.
Gylfi Gunnarsson
Það var mér
mikið áfall að
frétta af andláti
þínu. Í kjölfarið fór
ég að rifja upp all-
ar góðu stundirnar sem við höf-
um átt saman. Við höfum geng-
ið í gegnum súrt og sætt saman
og stutt hvor aðra í gegnum
þær stundir. Stuðningur þinn
hefur reynst mér gríðarlega vel
á erfiðum tímum í mínu lífi og
hefur það sýnt hversu góð vin-
kona þú varst. Þú varst alltaf
tilbúin að ráðleggja mér enda
úr þvílíkum viskubrunni að
taka en hugur þinn var mjög
víðsýnn og það var eins og þú
hefðir svör við öllu. Ekki spillti
fyrir að þú varst læknir og var
mjög þægilegt að leita ráða hjá
þér við ýmsum heilsukvillum en
ég var oft að monta mig við vini
og fjölskyldu að eiga vinkonu
sem lækni sem ég gæti leitað
Sigurveig
Þórarinsdóttir
✝ Sigurveig Þór-arinsdóttir
fæddist 29. október
1978. Hún lést 5.
mars 2014. Útför
Sigurveigar fór
fram 14. mars 2014.
til hvenær sem er.
Ég sá þig fyrir
mér eftir svona 10
ár sem einn fær-
asta lækni Íslands
og er ég ekki í
neinum vafa um að
það hefði ræst
hefðir þú ekki
kvatt þennan heim
svo snemma.
Núna get ég
aldrei spurt þig
ráða aftur né hlegið með þér
framar, það var víst að kímni-
gáfan var í fremsta flokki og
voru mörg hlátursköst tekin
með þér. Spilakvöld okkar vin-
kvennanna eru mjög minnis-
stæð þar sem þú lagðir þig alla
fram í að vinna hvert einasta
spil.
Þegar ég horfi á myndir af
þér fyllist ég mikilli sorg að svo
gáfuð og falleg manneskja
þurfti að kveðja þennan heim
svo snemma og mörgum spurn-
ingum er ósvarað. Þú varst ein-
stök manneskja sem var alltaf
tilbúin að hjálpa öðrum og ráð-
leggingar þínar voru oft mikil
huggun.
Þú varst gædd svo miklum
hæfileikum og þrautseigju en
öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur var skilað með full-
komnum árangri. Ég vona að
barnið sem ég ber undir belti
verði eins einlægt, gáfað og
yndislega gott og þú varst.
Ég trúi því að þú sért komin
á betri stað og búin að öðlast
frið. Ég hugsa mikið til þín og
loka stundum augunum og
ímynda mér að þú sért enn
meðal okkar með þína þægilegu
nærveru. Þú munt alltaf lifa í
hjarta mínu, mun aldrei gleyma
þér, kæra vinkona. Elsku Þór-
arinn, María, Sigrún og Loftur,
hugur minn og samúð er með
ykkur öllum í dag.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Helena Ómarsdóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
✝
Faðir okkar og bróðir,
GYLFI GUNNARSSON
þyrluflugmaður,
lést 19. október síðastliðinn í Sebring á
Florida eftir skammvinn veikindi.
Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Gylfadóttir,
Hanne Sundt,
Gerður Gunnarsdóttir,
Gauti Gunnarsson,
Sigurður Ólafur Gunnarsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær systir okkar og föðursystir,
STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
Melgerði 39,
Kópavogi,
áður til heimilis
Granaskjóli 3,
Reykjavík,
lést á Krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 11. mars.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. mars
kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Steinars Mána
Guðmundssonar, kt.: 640811-0210. Reikn. 0537-14-045600.
Guðmundur Kjalar Jónsson,
Guðmundur Ingvar Jónsson,
Guðmundur Örn Ingvarsson,
Lilja Kjalarsdóttir,
Íris Kjalarsdóttir,
Guðmundur Gíslason
og aðrir aðstandendur.
✝
Yndislegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur
og vinur,
ÓMAR HEIÐAR HALLDÓRSSON
húsasmiður,
Nauthólum 14,
Selfossi,
andaðist í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í Reykjavík
þriðjudaginn 11. mars.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 18. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hins látna er bent á menntasjóð yngsta sonar Ómars og
Guðrúnar, kt. 200498-2249. Reiknnr. 325-18-650014.
Guðrún Sigríður Ingvarsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð,
hlýhug og kærleik við andlát og útför okkar
elskulegu
KRISTÍNAR KÁRADÓTTUR,
Naustabryggju 57.
Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða
fólki sem annaðist hana í veikindum hennar.
Albert Sigtryggsson,
Sigurður H. Hlöðversson,Þorbjörg Sigurðardóttir,
Hlín Hlöðversdóttir, Guðmundur Jón Tómasson,
Sigtryggur Albertsson, Ragnheiður Sóley Stefánsdóttir,
Arnar Albertsson, Inga Björg Stefánsdóttir,
Atli Þór Albertsson, Anna Ósk Ólafsdóttir,
Aðalheiður Ísleifsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUÐMUNDUR JÓHANN HALLVARÐSSON
tónlistarkennari og fararstjóri,
Karfavogi 34,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 11. mars.
Útför fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 21. mars kl. 13.00.
Anna Margrét Jónsdóttir,
Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Elvar Már Ólafsson,
Hallvarður Jón Guðmundsson,
Elfa Rún Guðmundsdóttir,
Vala Baldursdóttir, Helge Haahr
og barnabörn.