Morgunblaðið - 15.03.2014, Blaðsíða 37
MESSUR 37á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur er sr. Svavar Al-
freð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyr-
arkirkju syngja. Organisti er Petra
Björk Pálsdóttir. Guðmundur Ómar
Guðmundsson predikar og segir frá
starfi Gídeonfélagsins. Samskot til
starfs félagsins í guðsþjónustunni.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu
kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller,
sr. Bolli Pétur Bollason og Ásta Magn-
úsdóttir. Sunnudagaskóli Grenivíkur-
og Svalbarðskirkju koma í heimsókn.
AKURINN | Samkoma kl. 14 í Núpal-
ind 1, Kópavogi. Ræðumaður er Jógv-
an Purkhús. Söngur, bæn og biblíu-
fræðsla.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni
annast samverustund sunnudaga-
skólans. Þorgils Hlynur Þorbergsson
cand. theol. prédikar. Séra Sigurður
Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir alt-
ari. Kór Áskirkju syngur, organisti
Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir
messu. Sjá askirkja.is.
BESSASTAÐAKIRKJA | Kvöld-
messa kl. 20. Lærisveinar HANS spila
undir sönginn undir stjórn Bjarts Loga
organista. Margrét djákni og sr. Hans
Guðberg þjóna fyrir altari.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Helga
Björk, Jón Örn og Guðmundur Jens
hafa umsjón með stundinni.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir.
Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti
er Örn Magnússson. Sunnudagaskóli
á sama tíma í umsjá Steinunnar Leifs-
dóttur. Kaffi og djús í safnaðarheimili
á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11. Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf
fyrir börnin. Jónas Þórir og Gunnar
Óskarsson leika á hljóðfæri. Bára Elí-
asdóttir og Daníel Gautason leiða
samveruna ásamt sóknarpresti. For-
eldrar og afar og ömmur hvött til þátt-
töku með börnunum. Guðsþjónusta
kl. 14. Félagar úr Kór Bústaðakirkju
leiða sönginn. Organisti Jónas Þórir.
Messuþjónar aðstoða. Heitt á könn-
unni eftir messu. Prestur sr. Pálmi
Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr.
Magnús B. Björnsson. Organisti Sól-
veig Sigríður Einarsdóttir. Félagar úr
Samkór Kópavogs leiða safn-
aðarsöng. Helgistund kl. 15. Hugleið-
ing, vitnisburðir og fyrirbænir. Tónlist:
Tríó Gunnars Böðvarssonar. Hugleið-
ing, Sveinn Alfreðsson.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra
Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Fermingarstúlkan Veronika
Sesselja Lárusdóttir les ritning-
arlestur ásamt föður sínum Lárusi Val-
garðssyni. Kammerkór Dómkirkjunnar
syngur undir stjórn Kára Þormar dó-
morganista. Barnastarfið á kirkjuloft-
inu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns
og Sigurðar Jóns. Æðruleysismessa
kl. 20, séra Karl Matthíasson prédik-
ar, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og séra
Bryndís Valbjarnardóttir þjóna. Ást-
valdur Traustason leikur á flygilinn.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Mikill söngur og skemmti-
leg dagskrá. Messa kl. 14. Kór kirkj-
unnar leiðir almennan safnaðarsöng.
Organisti er Torvald Gjerde. Sr. Jó-
hanna Sigmarsdóttir og sr. Sigríður
Rún Tryggvadóttir þjóna. Eftir messu
er boðið upp á kaffihressingu. Guðs-
þjónusta kl. 15 á HSA Egilsstöðum.
Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir þjónar. Kór
kirkjunnar syngur og organisti er Tor-
vald Gjerde.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Kvöldvaka með
fermingarbörnum og foreldrum kl. 20.
Þetta er lokasamveran í fermingar-
starfi vetrarins. Kór og hljómsveit
kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn
Arnar Arnarsonar. Að lokinni kvöld-
vöku bjóða prestarnir, Einar og Sigríð-
ur Kristín, fermingarbörnum og fjöl-
skyldum þeirra upp á heitt súkkulaði í
safnaðarheimilinu.
FRÍKIRKJAN Kefas | Í dag verður
sunnudagaskóli kl. 11 þar sem verður
góð fræðsla, mikill söngur, brúðuleik-
hús o.fl. Hressing í lok stundar. Kl.
13.30 verður almenn samkoma. Tón-
listarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð,
við heyrum frá hjónum sem eru ný-
komin heim frá Ísrael og í lok stundar
verður kaffi og samfélag.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur
Magni Jóhannsson safnaðarprestur
og Erla Björk Jónsdóttir guðfræðingur
leiða stundina. Fermingarbörn taka
þátt. Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykja-
vík leiðir tónlistina ásamt Gunnari
Gunnarssyni organista. Aðstandendur
fermingarbarna eru hvattir til að
mæta og vera með börnum sínum í
guðsþjónustunni.
FÆREYSKA sjómannaheimilið |
Föroysk guðstænasta verður í Grens-
áskirkju kl. 17. Sr. Ann Dahl Hansen
prestur úr Föroyum prætikar og stjórn-
ar guðstænastuni. Aftaná verður drek-
kamuður á Sjómansheiminum Örkini.
Öll eru hjartaliga vælkomin og bjóði
endiliga öðrum við. Færeysk guðs-
þjónusta í Grensáskirkju kl. 17. Sr.
Ann Dahl Hansen frá Færeyjum pre-
dikar og leiðir stundina. Kaffi og sam-
félag á eftir í Sjómannaheimilinu Örk-
inni. Allir hjartanlega velkomnir, takið
með ykkur gesti.
GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór
Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn
Valmar Väljaots. Sunnudagskólinn kl.
11, sameiginlegt upphaf í messu.
Brúðuleikhús, söngur og fjör. Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson þjónar. Krossbandið leiðir
söng.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgu-
dóttir þjónar fyrir altari. Eva Björk
Valdimarsdóttir guðfræðingur prédik-
ar. Stúlknakór Reykjavíkur í Graf-
arvogskirkju syngur. Stjórnandi er
Margrét Pálmadóttir. Organisti er Há-
kon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11
á neðri hæð kirkjunnar. Prestur séra
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Umsjón
hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undir-
leikari: Stefán Birkisson.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Organisti er Björn Steinar Sólbergs-
son. Umsjón barnastarfs Inga Harð-
ardóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Lof-
gjörðarguðsþjónusta kl. 11. Þorvaldur
Halldórsson leiðir sönginn. Sr. Halldór
Reynisson þjónar. Sunnudagaskóli kl.
13.
HJÚKRUNARHEIMILIÐ EIR | Guðs-
þjónusta kl. 15.30. Prestur séra Vig-
fús Þór Árnason. Þorvaldur Hall-
dórsson sér um söng og tónlist og
spilar frá kl. 15.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd |
Sunnudagaskóli kl. 11. Sögð verður
sagan um „Týnda sauðinn“, Rebbi ref-
ur og Gulla gæs koma í heimsókn. Við
dönsum Tófudansinn, syngjum og
gleðjumst. Fáum okkur svo kex og
djús og litum fallegar myndir. Helga
Gunnarsdóttir kennari leiðir stundina.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma kl. 11. Ester Karin Jacob-
sen prédikar. Kaffi og samfélag eftir
samkomuna. Samkoma á ensku kl.
14 hjá Alþjóðakirkjunni. English
speaking service. Kvöldsamkoma kl.
18 með ljúfri lofgjörð og hagnýtri pré-
dikun. Helgi Guðnason prédikar.
KIRKJA heyrnarlausra | Messa kl.
14 í Grensáskirkju. Táknmálskórinn
leiðir söng. Prestur sr. Brynja Vigdís
Þorsteinsdóttir. Kaffi eftir messu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór Kópavogskirkju syngur und-
ir stjórn Lenku Mátéová kantors kirkj-
unnar. Sunnudagaskóli hefst í kirkju
en heldur síðan í safnaðarheimilið
Borgir. Umsjón með sunnudagaskól-
anum hafa Þóra Marteinsdóttir og Sól-
veig Anna Aradóttir.
KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í
Seltjarnarneskirkju kl. 14. Séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir predikar og ræðu-
efni: Uppgjör við okkur og Guð. Stef-
anía Steinsdóttir guðfræðinemi segir
frá trú sinni. Laufey Sigurðardóttir
leikur á fiðlu og Anna Sigríður Helga-
dóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þor-
steinsdóttir stjórnar söng með kór
Kvennakirkjunnar. Kaffi á eftir í safn-
aðarheimilinu.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli í Lindakirkju og Boðaþingi
kl. 11. Gospel tónleikamessa kl. 20 í
Lindakirkju. Kór Lindakirkju ásamt
stjórnanda sínum og undirleikara,
Óskari Einarssyni. Einsöngvarar eru úr
hópi kórfélaga. Prestar Lindakirkju
þjóna. Sr. Kristján Valur Ingólfsson,
vígslubiskup prédikar.
MIÐDALSKIRKJA í Laugardal |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Egill Hall-
grímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna. Organisti er Jón
Bjarnason. Söngkór Miðdalskirkju
syngur. Aðalsafnaðarfundur verður
strax að messu lokinni.
Mosfellskirkja í Grímsnesi | Föstu-
messa verður miðvikudagskvöld 19.
mars kl. 20.30. Sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson Skálholtsbiskup og sr. Egill
Hallgrímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar
úr Háskólakórnum leiða safn-
aðarsöng. Organisti Steingrímur Þór-
hallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur,
sögur, brúður og gleði í barnastarfinu.
Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari.
Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir
messu.
SELFOSSKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Prestur sr. Óskar
Hafsteinn Óskarsson og organisti
Jörg Sondermann. Súpa og brauð á
eftir. Munið vortónleika Barna- og ung-
lingakórs Selfosskirkju laugardaginn
15. mars kl. 15. Stjórnandi: Edit
Molnár. Söngleikjaþema. Sjáumst í
kirkjunni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs-
þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.
Sóknarprestur þjónar. Organisti er
Friðrik Vignir Stefánsson. Sigmundur
Ernir Rúnarsson skáld les ljóð. Fé-
lagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða
almennan safnaðaðarsöng. Kaffiveit-
ingar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sókn-
arprestur annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason.
Orð dagsins:
Kanverska konan.
(Matt. 15)
Morgunblaðið/Eggert
Útskálakirkja
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Álftahólar 8, 204-9115, Reykjavík, þingl. eig. Sirrey ehf, gerðar-
beiðandiTollstjóri, fimmtudaginn 20. mars 2014 kl. 10:30.
Gyðufell 8, 205-2466, Reykjavík, þingl. eig.Tuan Xuan Nguyen,
gerðarbeiðandi Gyðu-, Iðu- og Fannarfell, húsfél., fimmtudaginn 20.
mars 2014 kl. 10:00.
Markholt 17, 208-3887, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hilmar Bergmann,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fimmtudaginn 20. mars 2014 kl.
14:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
14. mars 2014.
tómata, gúrkur og ber. Ég man
alltaf eftir niðursoðnu tómötun-
um hennar og salatblöðunum
sem hún hellti rjóma yfir og
sykraði, með sunnudagssteik-
inni. Dunna var ein þessara
manneskja sem var með svo-
nefnda græna fingur, en garð-
urinn hennar var einstakur,
hvað varðar fegurð og fjölda
blómategunda og trjáa. Það voru
ófáir dagarnir sem við Gugga og
börnin okkar nutum í garðinum,
bæði að hjálpa til við blómabeð-
in, slá gras eða taka upp kart-
öflur. Þau hjónin Dunna og Héð-
inn ræktuðu alla tíð er þau
bjuggu á Aðalstrætinu, eða Grá-
steini eins og húsið var kallað,
kartöflur og aðra rótarávexti. Og
oft stalst maður upp í garð á
haustin og hnuplaði einni og
einni gulrót úr beði eða stakk
upp í sig einu og einu jarðarberi
úr jarðarberjakassanum. Já,
Dunna var mér sem önnur móðir
og mun ég sakna hennar sárt.
En Drottinn gefur og Drottinn
tekur. Nú er Dunna aftur með
Héðni sínum í ríki Drottins og
ræktar þar væntanlega blóm-
skrúð og tré. Ég vil þakka fyrir
öll þessi góðu kynni og Guð
geymi þig, elsku Dunna og hvíl í
friði.
Börnum og öðrum aðstand-
endum votta ég mína dýpstu
samúð.
Þinn tengdasonur,
Hilmar Pálsson.
Minningar um ömmu Dunnu.
Elskuleg amma okkar hefur
kvatt þennan heim og er komin
til afa okkar, en skilur eftir sig
margar ljúfar minningar. Við
höfðum þau forréttindi að geta
umgengist þau þegar við vorum
að alast upp. Aðalstræti 23 var
eins og okkar annað heimili.
Þessar minningar munu lifa
áfram í hjörtum okkar systkin-
anna. Við munum þegar við
systkinin komum eftir skóla/
leikskóla til þeirra, ætíð var tek-
ið vel á móti okkur í Aðalstræti,
við horfðum á Jóladagatalið frá
1992 um Séra Jón (Tveir á báti)
sem Gísli Halldórsson lék svona
eftirminnilega. Þetta gátum við
horft á allan ársins hring þar
sem þessi þáttaröð var til á
spólu. Amma Dunna sat ekki
auðum höndum þegar við vorum
á bæ, allaf var til sjónvarpskaka
eða klattar sem við fengum að
gæða okkur á, ásamt sódastrím
að drekka. Og að ógleymdum ís-
blómunum sem voru alltaf til í
kistunni. Garðyrkja var þeirra
ástríða og sást það á þeirra stóra
og fallega garði. Fengum við þá
systkinin að leika okkur þar og
hjálpa til við að setja niður og
taka upp gulrætur og kartöflur
sem voru ræktaðar þar.
Við þökkum fyrir þær góðu og
ljúfu minningar sem við eigum
um þig, allt sem þú gafst okkur
og allt sem þú kenndir okkur.
Hvíl í friði. Þín barnabörn,
Kolbrún Helga, Stefán
Hrafn og Arnar Kári
Bjarkabörn.
Í dag kveðjum við fjölskyldan
hana ömmu Dunnu sem var okk-
ur svo kær. Minning hennar mun
lifa í hjörtum okkar sem á heim-
ilinu enda margs að minnast og
margir hlutir sem munu minna
okkur á hana. Margt handverkið
eftir hana hefur komið upp úr
pökkum hjá stórum og smáum í
gegnum árin.
Við eigum öll okkar minning-
ar um góðu ömmu Dunnu. Palli
minnist góðu stundanna með
henni og afa í Aðalstrætinu á
Þingeyri, þar sem margt var
brallað og alltaf gott að koma.
Elísa minnist sterkrar konu sem
var ættfróð, hjartahlý og húm-
oristi. Stelpurnar minnast lang-
ömmu sem var alltaf jafnglöð að
sjá þær, alveg fram á síðustu
stund þegar hún beið eftir að sjá
þær í maskabúningunum á bollu-
daginn. Og alltaf átti langamma
eitthvað gott fyrir fjörugar
stelpur og svo má ekki gleyma
því að hún þekkti Hurðaskelli.
Einu sinni svaraði hún spurning-
um í skólaverkefni hjá Hrefnu
Dís og var ein spurningin „Hvað
vildir þú verða þegar þú yrðir
stór?“ Amma Dunna: Skipstjóri
en var svo sjóveik að ég gat það
ekki.
Núna síðustu vikurnar höfðu
Elísa og Dunna rætt um stóra
skemmtiferðaskipið sem biði
hennar en ein samferðakona
hennar sem kvaddi fyrr á árinu
væri að finna það fyrir þær og
hafa allt tilbúið. Stór skjár fyrir
allar sápurnar sem þarf að fylgj-
ast með og allir um borð með
hlutverk. Dunna skipstjóri, Gína
skemmtanastjóri og Björney átti
að sjá um öryggismál.
Góða ferð og hvíl í friði, elsku
amma Dunna.
Hver siglir byrlaust um hafið hratt
hver getur róið án ára,
hver getur vininn sinn vænsta kvatt
og varist grátinum sára.
Ég get siglt byrlaust um hafið hratt
og báti róið án ára.
En aldrei vininn minn vænsta kvatt
og varist grátinum sára.
Páll Janus (Palli), Elísa
og stelpurnar.
Nú er hún farin frá mér,
elskuleg amma mín, á 94. aldurs-
ári. Ég var eitt af þeim börnum
sem var svo heppið að fá að vera
á sumrin á Þingeyri við Dýra-
fjörð hjá ömmu og var það sú
besta barnæska sem hægt er að
hugsa sér í litlu fiskiþorpi á
Vestfjörðum laus við hættur og
maður fékk að vera frjáls að
leika sér þangað til kallað var í
mat. Á hverjum degi kom
Brandur með mjólk á litlum
brúsum og var það mikið sport
að fá að setja brúsann á tröpp-
urnar og koma með hann inn
þegar hann var fullur.
Amma bakaði þær bestu kök-
ur og ástarpunga sem ég hef
smakkað og passaði hún alltaf
upp á að við krakkarnir, sem
vorum nokkur, fengjum nóg. Á
haustin var tekið slátur eins hefð
er á mörgum heimilum og fannst
mér alltaf gaman að taka þátt í
því, sérstaklega þegar ég fékk að
fara með nýrun upp í garð og
gefa hröfnunum.
Amma hafði mikinn áhuga
fyrir hestum eins og ég og átti
hún vindóttu hryssuna Gyðju
þegar hún var ung og lá ekkert
annað fyrir en að skíra fyrsta
merfolaldið mitt Gyðju.
Hún fylgdist alltaf með hvað
var að gerast hjá mér og mínum
manni, Steinari Nóna, við bú-
störfin og gladdi það okkur
ómælt þegar amma kom suður í
Villingaholt, þar sem við bjugg-
um, á 90 ára afmælisdaginn sinn
og kíkti á okkur, Gyðju og hin
dýrin í sveitinni.
Aldrei minnist ég þess að hafa
séð ömmu mína öðruvísi en
glaða, brosandi og í góðu skapi
með nóg fyrir stafni og kem ég
til með að sakna hennar mikið,
þessarar yndislegu hjartahlýju
konu sem hún var.
En nú er hún komin til afa,
Gunnars og Rúnars sem ég veit
að hafa tekið vel á móti henni
þegar hún kvaddi okkar heim og
ég vil trúa því að nú líði henni
betur enda búin að lifa langa og
viðburðaríka ævi. Ég þakka guði
fyrir það að þú varst amma mín
og mun ég minnast þín og þess
sem þú kenndir mér alla ævi.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
(Sigga Dúa.)
Þín ömmustelpa.
Hugrún Lilja.