Morgunblaðið - 15.03.2014, Qupperneq 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Vilji fólk gefa mér afmælisgjöf þá bendi ég því á að fara á vefABC Barnahjálpar (www.abc.is) og finna barn til að styrkja.Okkur vantar stuðning við fleiri börn. Eins getur fólk keypt
afmælispakka ABC og sjálft fengið óvæntan vinning. Það er vinn-
ingur í hverjum afmælispakka,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og einn stofnenda ABC Barnahjálpar. Hún er
55 ára í dag.
Á þessu ári verða 26 ár liðin frá því að hjálparstarfið var stofnað.
Tilgangur þess er að styðja fátæk börn til náms og veita þeim var-
anlega hjálp. Nú njóta um 11.000 börn í átta löndum Asíu og Afríku
stuðnings. Þar af búa um 3.000 börn í heimavistarskólum. ABC er
nú að byggja heimavistarskóla í Pakistan og Kenía.
„Við erum með tónleikaröð til fjáröflunar fyrir byggingu heimilis
og skóla í Kenía. Tónleikarnir eru á fimmtudögum í Listamiðstöð-
inni Líf fyrir Líf á Laugavegi 103, rétt neðan við Hlemm,“ sagði
Guðrún Margrét. Margir góðir tónlistarmenn og myndlistarmenn
leggja lið og gefa vinnu sína. „Tónleikagestum býðst að kaupa 50
kíló af sementi á 1.000 krónur. Peningarnir fara í pott. Í lok tón-
leikanna er dregið úr nöfnum kaupenda og sá heppni fær að velja
sér málverk að andvirði þess sem í pottinum er.“
ABC selur einnig súkkulaði til fjáröflunar og er með nytjamarkað
í Súðarvogi 3 og Hakuna Matata á Laugavegi 103. gudni@mbl.is
Guðrún Margrét Pálsdóttir, 55 ára
Ljósmynd/Úr einkasafni
ABC Barnahjálp Guðrún Margrét Pálsdóttir í skóla ABC í Pakistan.
Um 11.000 börn njóta nú stuðnings í gegnum ABC Barnahjálp.
Óskar eftir stuðn-
ingi í afmælisgjöf
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Mosfellsbær Þessar systur fæddust 7. mars 2014. Sú eldri fæddist kl. 14.10.
Hún vó 3.408 g og var 50 cm löng. Sú yngri fæddist kl. 14.32. Hún vó 2.982 g og
var 50 cm löng. Foreldrar þeirra eru Eva Hrönn Jónsdóttir og Þorvaldur Ásgeirs-
son.
Nýir borgarar
M
agnús Þór fæddist í
Reykjavík 16.3.
1974 en flutti ungur,
ásamt fjölskyldunni
til Hamborgar:
„Pabbi starfrækti söluskrifstofu SH
í Hamborg svo við vorum þar búsett
1981-86. Ég hóf því grunnskóla-
námið þar og á þaðan margar góðar
minningar.
Þegar við fluttum heim bjuggum
við í Laugarnesinu. Ég gekk í Laug-
arnesskóla og síðan Tjarnarskóla við
Tjörnina. Þá var ráðhúsið í byggingu
í næsta nágrenni en það átti töluvert
eftir að tengjast mínum starfsferli.“
Magnús lauk stúdentsprófi frá
MH, stundaði nám í viðskiptafræði
við HÍ og lauk síðar prófum í við-
skiptafræði við HR: „Ég gekk í kór
MH og síðar Hamrahlíðarkórinn,
undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur. Það var ákaflega gefandi að
Magnús Þór Gylfason, yfirm. samskiptasviðs Landsvirkjunar – 40 ára
Í sumarblíðu á Þingvöllum Elva Dögg í göngutúr með börnunum, Agli Tómasi, Matthildi Maríu og Gylfa Þór.
Eldar heimsins bestu
humarsúpu um áramót
Með móður og systur Systkinin Magnús Þór og Helga Björg Gylfadóttir,
með móður sína, Sigríði Dóru Jóhannsdóttur myndlistarmann á milli sín.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD
FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS -
ÚRVA
L - G
ÆÐI
- ÞJÓ
NUST
A