Morgunblaðið - 15.03.2014, Page 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2014
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
frá 295
PU flex hanskar
frá 2.995
Bíla- og glugga-
þvottakústar
frá 395
Fötur og balar
frá 1.995
Slöngur
15, 20, 25, 50m
frá 4.995
Bílabónvél
Fjölslípari
m/fylgihluti
8.995
6.995
Verðmætaskápur
frá 1.495
Startkaplar
14.995
Vandað
topplyklasett
92 stk.
Verkfæri í miklu úrvali Súper
helgar-
tilboð
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú stendur þig ekkert endilega betur
þótt þú undirbúir þig rosalega mikið. Varastu
að eyða of miklum peningum í blessuð börnin
eða elskuna þína.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur
þínum nánustu. Mistök þín í ástalífinu munu
verða fyrirgefin.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Einhver vandkvæði koma upp á
vinnustað þínum. Ef menn geta ekki tekið þér
eins og þú ert er það þeirra vandamál.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er hættulegt að trúa öllu sem þú
heyrir og ekki er mælt með að eyða öllu sem
þú átt. Aðeins nýjar staðreyndir eiga að koma
þér á aðra skoðun.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er sama með hverjum þú ert; þú
laðar fram kröftugri hliðar fólks og kímnigáf-
una líka. Á næstu þremur dögum muntu hins
vegar vinna vel úr þeim flækjum sem upp
koma.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gefðu einhverjum sem á það ekki skil-
ið annað tækifæri. Snöggt yfirlit yfir mistök
og velgengni ársins leiðir í ljós einfalt, skýrt,
augljóst og kraftmikið markmið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það stefnir í átakalítinn dag hjá þér en
það þýðir ekki að þú getir slegið slöku við.
Komdu jafnvægi á þetta svo þú getir komið
einhverju í verk.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vanalega ert það þú sem skipu-
leggur óvæntar uppákomur fyrir aðra. Taktu
ekki fleiri undir þinn verndarvæng fyrr en þú
ert komin/n með hreint borð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er góður eiginleiki að geta
snúið hinum margvíslegustu aðstæðum sér í
hag. Þú einbeitir þér að því að festa ráð þitt
og búa þér tryggan grundvöll í lífinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Makar og vinir eru óútreiknanlegir
í dag. Hlustaðu á innsæi þitt en gleymdu því
ekki að gjafmildi á einnig að snúa að þér. Nei-
kvæðnin skapast af því að veita þér ekki nóg.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Skyndilega hefurðu þörf fyrir að
tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinningar
sem fara um hjartað. Taktu ekki fleiri hluti að
þér en þú ræður við og mundu að vera ekki
gagnrýnin/n á börn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þýðingarmiklir einstaklingar leggja sig
fram við að mynda sambönd. Reyndu ekki að
slá ryki í augu fólks eða koma þínum verkum
yfir á aðra.
Síðasta vísnagáta var eftir PálJónasson í Hlíð:
Hann er til að herða ró,
hlutur jakans upp úr sjó,
myndast oft í sinu sá,
sumra manna höku á.
Sigtryggur Jónsson leysir gátuna
svo:
Toppur herðir tyllta ró,
toppur jaka er upp úr sjó,
topp af sinu hólar hafa,
hökutoppinn af má skafa.
Og er rétt hjá Sigtryggi að ég
misritaði „snjó“ fyrir „sjó“ í gát-
unni fyrir viku.
Sigtryggur sendi mér vísnagátur
með, sem eru vel þegnar, en laum-
aði einni limru með:
Mælti ‘ún við manninn sinn fríða:
„Þér mikið mig langar að – stríða;
láttu eftir mér
að leika með þér
og leggjast á gólfið og – skríða.“
Hér er ein af gátum Sigtryggs og
bíður lausnin að venju næsta laug-
ardags:
Gjarna er í garða sett,
göldrum tengd og níði.
Vala henni veldur létt,
veiðimanns er prýði.
Ármann Þorgrímsson kallar
þessar vísur „Barnalærdóm“ og
skýtur inn í að lítið breytist.
Í biblíunni barn ég las
bein var drottins stefna
aldrei leyfa öðrum þras
alls sem mistókst hefna.
Kristur þegar kom og fór
að kenna nýja siði
var á höndum vandi stór
hann var í öðru liði.
Ógnaði hann allri trú
á eldri fyrirmyndir
flestum kenning fjarlæg sú
að fyrirgefa syndir.
Á fyrri stefnu ennþá er,
á mig læt ei ganga
þeir sem eru á móti mér
munu fá að hanga.
Þetta kallar á vísuna góðu úr
Raupararímu, sem mér finnst alltaf
gaman að rifja upp og lærði svona:
Biblían er sem bögglað roð fyrir brjósti
mínu,
gleypti ég hana alla í einu
ekki kom að gagni neinu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af vísnagátum og
heilagri ritningu
Í klípu
„ÞETTA TÓK SKJÓTT AF.
HAFÐIRÐU EINU SINNI FYRIR ÞVÍ
AÐ LESA MIÐANN FRÁ HONUM?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SVO ÞETTA ER BESTA MYND
SEM SYSTIR ÞÍN HEFUR SÉÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að dreyma hann
dreyma þig.
ÞAÐ ER AUGLJÓST
AÐ PEPPRÆÐAN
HAFÐI EKKI TIL-
ÆTLUÐ ÁHRIF Á
MANNSKAPINN!
EINN GLEÐI-
BORGARA, TAKK!
OG EITTHVAÐ FYRIR
FEITU KONUNA Í
PELSINUM?V
íkverji er frekar slappur neyt-
andi því hann kvartar sjaldnast
þegar hann hefur keypt köttinn í
sekknum. Þetta einskorðast helst
við matvæli eins og t.d. skemmt
grænmeti. Tekið skal fram að þessar
hugleiðingar beinast alfarið að Vík-
verja sjálfum og viðbrögðum hans
við aðstæðum.
Þannig er mál með vexti að Vík-
verji keypti súrmjólk um daginn,
venjulega súrmjólk í grænni fernu.
Tekið skal fram að ekki var um að
ræða einhvers konar „létta“ útgáfu á
því. Ekkert athugavert við slík kaup
enda fátt betra en súrmjólk og múslí
í morgunsárið. Eitthvað var áferðin
á súrmjólkinni einkennileg þegar
henni var hellt úr fernunni, þá var
hún lapþunn eins og mjólk og líktist
ekkert þykkri súrmjólk þar sem rús-
ínurnar síga vart til botns þegar
þeim er rétt tyllt ofan á hana.
En fyrst Víkverji var búinn að
hella henni yfir dýrindismúslíið
skyldi það smakkað að minnsta
kosti. En viti menn, gutlið smakk-
aðist alveg eins og súrmjólk þrátt
fyrir að áferðin væri lapþunn eins og
mjólk. Þetta var hreint ekki sem
verst þegar til kastanna kom. Múslí-
ið var borðað og fernan kláruð upp
til agna.
x x x
En vissulega hefði verið réttast aðskila umræddri súrmjólk, fá
endurgreitt eða aðra vöru sem væri í
lagi. En það sem fer í gegnum koll-
inn á Víkverja er að hann hreinlega
nennir ekki að leggja þetta tilstand á
sig. Fullkomin leti í alla staði sem
Víkverji gerir sér grein fyrir. Það
sem meira er að auðvitað hefði um-
rætt fyrirtæki tekið athugasemd-
unum fagnandi, því það líkt og aðrir
vill fá að vita hvernig vörunar reyn-
ast.
x x x
Víkverji hefur nefnilega heyrt út-undan sér að Íslendingar séu
upp til hópa lélegir neytendur og láti
alltof sjaldan í sér heyra ef miðað er
við neytendur í öðrum löndum. Prútt
er viðskiptahættir sem Íslendingar
mættu beita oftar en gera ekki. Um
helgina verður haldið í Kolaportið og
þetta reynt til þrautar. Í það
minnsta gerð heiðarleg tilraun …
víkverji@mbl.is
Víkverji
Engill Drottins setur vörð kringum þá
sem óttast hann og frelsar þá.
(Sálmarnir 34:8)