Morgunblaðið - 05.04.2014, Side 13

Morgunblaðið - 05.04.2014, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 Leggðu grunn að framtíðinni og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Sjötíu fyrirtæki og stofnanir hafa nú bæst í hóp þeirra sem bjóða viðskiptavinum sínum að auð- kenna sig í gegn- um farsíma. Ríf- lega þúsund viðskiptavinir Símans hafa þegar virkjað SIM-kortin sem persónuskilríki. Meðal þeirra fyrirtækja sem nú bjóða viðskiptavinum sínum að auðkenna sig í gegnum farsíma eru Orkuveita Reykjavíkur, Trygg- ingastofnun, Rafræn Reykjavík og Vinnumálastofnun. Tugir fram- haldsskóla bjóða nemendum sínum að auðkenna sig með þessum hætti. Öll ný SIM-kort frá Símanum urðu skilríkjahæf í nóvember – rétt eins og debetkort eru. Tutt- ugu þúsund viðskiptavinir Símans hafa réttu SIM-kortin fyrir auð- kenninguna, samkvæmt upplýs- ingum Símans. Flestir þurfa að virkja þau sérstaklega til að nýta skilríkin í viðskiptum á netinu. Einfalda viðskipti á netinu Persónuskilríki í símanum eru talin öruggt auðkenni og þau ein- falda viðskipti á netinu þar sem þau gera öll notenda- og lykilorð óþörf. Aðeins þarf að muna eitt pin-númer, sama hvert þjónustan er sótt. Þau má nota bæði sem auð- kenningu og til undirritunar. Ekki þarf kortalesara, sérstakan hugbúnað eða öpp til að nýta far- símaskilríkin, aðeins þarf að hafa farsímann við höndina. Sjötíu taka farsíma- skilríki gild Skilríki Fólk notar farsímana.  Öll ný símakort Símans skilríkjahæf Fríkirkjan í Hafnarfirði efnir til kvöldvöku í kirkjunni næsta sunnudagskvöld kl. 20 í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá fæðingu sálma- skáldsins Hall- gríms Péturs- sonar. Karl Sigurbjörnsson biskup mun flytja hugleiðingu um ævi Hallgríms og verk. Kirstín Erna Blöndal söng- kona og Gunnar Gunnarsson org- anisti flytja tónlist við ljóð Hall- gríms ásamt kór kirkjunnar. Kvöldvakan er öllum opin og fólk hvatt til að mæta, nú þegar stytt- ist í lok föstunnar, þar sem Pass- íusálmarnir hafa fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar, segir í tilkynn- ingu. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði Karl Sigurbjörnsson Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestinga- bankasviðs Glitnis, var á meðal vitna í Aurum-málinu í gær, en tölvupóstar hans til samstarfs- manna sinna um Aurum voru til um- fjöllunar hjá héraðsdómi. Hlutverk Einars hjá Glitni var meðal annars að leggja mat á virði óskráðra hluta- bréfa, en mundi ekki eftir neinni að- komu að lánveitingunni. Saksóknari spurði Einar hvort að hann hefði skoðað virði Aurum. Sagðist hann ekki hafa gert það nema mjög hrátt. Hann hefði verið á fundi í bankanum þar sem fulltrúi Baugs hefði einnig verið og forstjóri bankans, þar sem málið hefði verið rætt ásamt fleiri málum. Einar Örn sagði að sér hefðu verið rétt gögn sem hann blaðaði í og hann hefði myndað sér skoðun á virði Aurum í kjölfarið. Hann mundi ekki hver sú skoðun var. Hins vegar kom fram að Einar hafði sent tölvubréf til Lárusar Welding, þáverandi banka- stjóra Glitnis, þar sem virði Golds- mith (Aurum) var áætlað nær einum og hálfum milljarði en fjórum. Sagði í bréfinu að hinn „góði eigandi“ væri að setja Lárus í erfiða stöðu með því að halda öðru fram. Var þar átt við Jón Ásgeir Jóhannesson. Í öðru tölvubréfi til Lárusar, sem sent var kl. 23.35 daginn eftir að lánveitingin var samþykkt, spurði Einar Örn hvort ekki væri einfald- ara að lána Pálma Haraldssyni tvo milljarða til að fela á Cayman- eyjum í stað þess að fara í þessar Aurum-æfingar. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði hvort tölvubréfin væru sett fram í hálfkæringi. Þá sagði Einar að það mætti segja að hann hefði haft óvenjulegan stíl í bæði ritmáli og talmáli til þess að vekja athygli á því sem hann vildi koma á fram- færi. „Þannig að það má ekki taka allt bókstaflega sem ég er að segja,“ sagði Einar og bætti við að hann væri þekktur fyrir að vera svolítið hvatvís. Spurður beint hvort ekkert væri þá að marka verðmatið upp á 1,5 milljarða sagði Einar þetta ekki hafa verið „grun- digt verðmat“, heldur hvatningu til Lárusar til að skoða málið gaum- gæfilega. Með Cayman-eyja póst- inum hefði Einar svo verið að brýna Lárus til góðra verka. Hann hefði verið að benda á að ekki hefði allt verið í blóma hjá þessum aðilum og það þyrfti því að fara varlega. sgs@mbl.is „Hvatvísir“ tölvupóstar til umfjöllunar  Fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs mat Aurum nær 1,5 milljörðum en fjórum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.