Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Blómapottar Mikið úrval afblómapottum í öllum stærðum og gerðum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Ég hef verið lengi á þessum bát en aldrei séð svona fyrirbæri áður. Við vorum að taka humar úr kassanum og ég tók hann til hliðar, til að skoða nánar. Einn hélt að þetta væri rusl og ætlaði að henda honum í sjóinn aftur en ég tók hann til baka,“ segir Hallur Sigurðsson, bryti á humarbátnum Sigurði Ólafssyni SF-44 frá Hornafirði. Skipverjar fengu kóngakrabba í humartroll í Breiðamerkurdýpi í fyrrinótt og er það talinn fyrsti staðfesti fundur tegundarinnar við Ísland. Hallur sendi krabbann suður til greiningar og vísindamenn Haf- rannsóknastofnunar og Háskóla Ís- lands staðfestu að þetta væri kóngakrabbi. Hallur segir skelfi- legt að fá þessa tegund hingað til lands í ljósi þess tjóns sem hún hafi valdið á lífríkinu við Norður-Noreg. Krabbinn var ungur, um tvö kíló að þyngd, en fullorðnir kóngakrabbar eru um 10 kg. Skipverjarnir á Sig- urði Ólafssyni hyggjast þurrka krabbann og hafa til sýnis í veit- ingahúsi við höfnina, skammt þar frá sem þeir leggja bátnum að bryggju. helgi@mbl.is Ekki áður séð svona fyrirbæri Fyrsti kóngakrabbinn kom í humartrollið hjá Sigurði Ólafssyni SF í Breiðamerkurdýpi Ljósmynd/Hallur Sigurðsson Óvelkomin ný tegund Hallur Sigurðsson með kóngakrabbann sem kom í humartrollið hjá Sigurði Ólafssyni SF. Helgi Bjarnason Una Sighvatsdóttir „Fólk er ennþá í áfalli. Við reynum að gera okkar besta til að hlúa að því og sjá hvað við getum gert til að láta það fá trú á framtíðina,“ segir Berg- ur Elías Ágústsson, bæjarstjóri á Húsavík, um stöðu starfsmanna Vís- is. Hann segir að sveitarfélagið sé að reyna að skapa störf svo starfsfólkið hafi að einhverju að hverfa. Enn er talsverð óvissa hjá starfs- fólki Vísis á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að flytja fiskvinnslu frá þessum stöðum til Grindavíkur. Um 50 starfsmenn eru á hverjum stað. Fyrirtækið hefur lýst því yfir að það muni leitast við að finna önnur verkefni fyrir hluta starfsfólksins á stöðunum en fólki er jafnframt boðin vinna í Grindvík og aðstoð við að koma sér fyrir. Fram hefur komið að 40 starfsmenn Vísis á Húsavík hafi skrifað sig á lista yfir starfsfólk sem væri tilbúið að fara til Grindavíkur og 30 á Djúpavogi. Flytja ekki með glöðu geði „Það er mjög óákveðið hvað er framundan hjá fólki, en það er alla- vega vitað mál að fólki mun fækka hér,“ segir Reynir Arnórsson, trún- aðarmaður starfsmanna Vísis á Djúpavogi. „Hér er náttúrulega hell- ingur af fólki sem þyrfti að rífa sig upp frá sínum heimahögum og fast- eignum að auki. Það er ekki þannig að menn hlaupi bara til Grindavíkur með glöðu geði. Hér er fólk með fjöl- skyldur, hvort sem það eru útlend- ingar eða Íslendingar, og með börn bæði í skóla og leikskóla.“ Von er á fulltrúa Vísis til Djúpa- vogs í næstu viku til að fara yfir stöðu mála og ræða framhaldið. Gauti Jóhannesson sveitarstjóri gagnrýnir að erfitt hafi verið að fá þingmenn kjördæmisins á fund til að ræða stöðu byggðarlagsins. „[...]ég hefði vonast eftir markvissari inn- komu stjórnvalda fyrr,“ segir Gauti. Ekki nógu skýrir í máli Vísir áformaði að flytja fiskvinnsl- una frá Þingeyri eftir ár og nota tím- ann til að leggja grunn að annarri starfsemi. Verkalýðsfélagi Vestfirð- inga barst í gærmorgun tilkynning frá fyrirtækinu um rekstrarstöðvun vegna hráefnisskorts. Lokað verður 1. júní. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður VerkVest, gagnrýnir stjórnendur Vísis fyrir að vera ekki skýrir í máli um fyrirætlanir sínar. Í samtali við Bæjarins besta segir Finnbogi að í tilkynningunni komi ekki fram hvenær ætlunin sé að opna aftur, eins og venja hafi verið. Starfsfólkið enn í óvissu  Reynt að skapa ný störf fyrir starfsfólk Vísis  70 starfsmenn á Húsavík og Djúpavogi tilbúnir að flytja  Óvíst hvenær rekstur hefst á Þingeyri eftir sumarhlé Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgerð Höfuðstöðvar fiskvinnslu- fyrirtækisins Vísis í Grindavík. Örlæti Errós og persónuleg og gagnrýnin sýn hans á umhverfi sitt hefur verið fjöldanum hvatning. Framsýn verk frá löngum ferli hans eru nútímasagan í hnotskurn og sýna jafnframt í hnotskurn óhófið og mistökin sem mannkynið gerir. Þetta sagði Francesco Bandarin, vara- framkvæmdastjóri UNESCO – menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, þegar opnuð var yfirlitssýn- ing á verkum Errós í París í fyrrakvöld. Sendiráð Íslands í París hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar í samráði við listamanninn. Einnig hefur starfólk UNESCO komið að málum, en sýningin er hald- in í höfuðstöðvum stofnunarinnar. Yfirskrift sýning- arinnar er Saga Ameríkumanns – teiknimyndasögur 1973-1999 og eru verkin nokkuð á þriðja tuginn. Við opnun sýningarinnar var Erró heiðraður af UNESCO og honum veitt Picasso-gullorða stofnunar- innar fyrir framlag sitt til lista og framgang hugsjóna stofnunarinnar, en á safni hennar eru um 600 verk eftir fræga listamenn eins og Picasso, Miro, Calder, Giaco- metti, Erró og fleiri. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, flutti opnunarræðu við athöfnina og færði Erró hamingjuóskir og þakklæti íslensku þjóð- arinnar fyrir framlag hans til myndlistar. Sýningin stendur í París til 28. maí nk. sbs@mbl.is Erró fékk gullorðu Picassos Ljósmynd/Vera Pálsdóttir Heiður Erró tekur við viðurkenningu UNESCO frá Francesco Bandarin, aðstoðarframkvæmdastjóra.  Hefur verið fjöldanum hvatning, segir UNESCO Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverf- isráðherra, staðfesti í gær friðlýs- ingu tveggja svæða innan marka Garðabæjar. Um er að ræða annars vegar friðlýsingu Búrfells, Búrfells- gjár og eystri hluta Selgjár sem náttúruvætti sem er 323 hektara svæði. Hinsvegar Garða- og Vífils- staðahraun og Maríuhella í Búrfells- hrauni. Markmiðið með þessu er að stofna fólkvang, útivistarsvæði í þéttbýli, þar sem jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og minjar eru verndaðar. Svæðin verða í umsjá Garðabæjar en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Kristín Linda Árna- dóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, undirrituðu umsjónarsamninga þess efnis. Samkvæmt þeim skuldbindur Garðabær sig til að gæta svæðanna og upplýsa almenning um gildi þeirra. sbs@mbl.is Friðlýsa hraun og hella í landi Garðabæjar Garðabær Horft yfir hraun og gíga sem þykja um margt einstæðir. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra seg- ir að stjórnmálamenn ættu ekki að segja fólki fyrir verkum um það hver eigi að vera lausnin á hverjum stað heldur leysa málin í samráði við fólkið á staðnum. Snarpar umræður urðu á Al- þingi í gær um málefni starfs- manna Vísis. Kristján Möller sagði að stjórnvöld yrðu að grípa strax til aðgerða. „[...]en við munum ekki hér, þingmenn, taka einhliða ákvörðun um það að það eigi að vera tiltekinn at- vinnurekstur á tilteknum stað eða að við ætlum að fara í ákveðnar aðgerðir án samráðs. Við verðum að eiga samráð til þess að þær aðgerðir sem kann að verða ráðist í skili sem mest- um árangri,“ sagði ráðherra. Samráð verði haft við fólkið ÞINGMENN RÆÐA MÁLIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.