Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
flottir í flísum
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Fyrir nokkrum dögum kvað um-
hverfis- og auðlindaráðuneytið upp
úrskurð í stjórnsýslukæru 26 íbúa
Eyja- og Miklaholtshrepps en þeir
kærðu útgáfu Heilbrigðisnefndar
Vesturlands á starfsleyfi til Fé-
lagsbúsins Miðhrauns 2 til endur-
vinnslu fiskúrgangs.
Starfsleyfið var gefið út 3. nóv-
ember 2011 og kæran lögð fram um
hálfum mánuði síðar. Úrskurður var
kveðinn upp í apríl 2014.
„Það má segja að þetta sé lang-
þráð niðurstaða,“ segir Gísli Hall lög-
maður kærenda. Ráðuneytið biðst
afsökunar á því í úrskurðinum hvað
málið hefur dregist og ber fyrir sig
annir.
Á Miðhrauni 2 er starfrækt fisk-
vinnsla og sneri leyfið að endur-
vinnslu fiskúrgangs sem var síðan
dreift sem lífrænum áburði á land
Miðhrauns. Kærendur töldu að Heil-
brigðisnefnd Vesturlands hefði ekki
verið bær til þess að gefa út starfs-
leyfið fyrir endurvinnsluna. Um-
hverfisstofnun hefði átt að gera það
því starfsemin fæli frekar í sér förg-
un úrgangs í atvinnuskyni en áburð-
ardreifingu. Þá hefði ekki átt að veita
starfsleyfið vegna mengunaráhrifa
sem slógdreifing hefur í för með sér.
Í úrskurðinum segir að mat ráðu-
neytisins sé það að hráefnið sem
kærði meðhöndlar á grundvelli hins
kærða starfsleyfis teljist vera auka-
afurð dýra en ekki úrgangur, því sé
ekki hægt að skilgreina það sem úr-
gang. Það er mat ráðuneytisins að
umrædd starfsemi hafi ekki falið í
sér endurvinnslu á úrgangi heldur
tiltekna nýtingu á aukaafurðum dýra
og að Heilbrigðisnefnd Vesturlands
sé ekki lögbært stjórnvald til að veita
starfsleyfi vegna umræddrar starf-
semi. Því eigi að fella úr gildi starfs-
leyfið fyrir endurvinnslu fisk-
úrgangs.
Gísli segir að ábúendur Miðhrauns
2 geti ekki haldið áfram að dreifa
fiskislógi á túnin eins og þeir hafi
gert síðan 2011.
ingveldur@mbl.is
Mega ekki lengur
dreifa fiskislógi á túnin
Áburður Fiskislógi hefur verið
dreift á tún Miðhrauns 2.
Nefndin ekki bær
til að gefa út leyfi
Pálmi Freyr Randversson, borg-
arhönnuður hjá Reykjavíkur-
borg, segir framkvæmdirnar á
Frakkastíg þátt í hjólreiðaáætl-
un borgarinnar. „Þarna er s.em
sagt verið að bæta við hjólastíg
öðrum megin, þannig að þú sért
í fríi frá umferðinni þegar þú ert
að komast upp, því það er mikið
púl,“ segir Pálmi. Hann segir að
við framkvæmdirnar muni
stæðum í götunni fækka úr 57 í
19 en gert sé ráð fyrir að bíla-
stæðahúsin og stæði í aðliggj-
andi götum anni eftirspurn.
Hann segir að með fram-
kvæmdunum við Frakkastíg sé
verið að hlúa að gangandi og
hjólandi sérstaklega. „Það er
ofsalega mikil umferð af gang-
andi frá Skólavörðuholtinu og
niður að Sólfarinu, mjög mikil
umferð ferðamanna, og það er
verið að bæta þessar leiðir og
fegra götuna,“ segir hann en í
því felist m.a. standsetning al-
menningsgarðsins Frakklands,
efst við götuna.
Enn nóg af
stæðum
FEGRA GÖTUNA
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Kaupmenn við Laugaveg eru afar
ósáttir við fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á Frakkastíg, þar sem til
stendur að leggja hjólarein vestan
megin í götunni, frá Skólavörðuholti
og niður að Lindargötu. Búið er að
leggja reinina niður að Njálsgötu en
Björn Jón Bragason, framkvæmda-
stjóri Samtaka kaupmanna og fast-
eignaeigenda við Laugaveg, segir
ljóst að þegar yfir lýkur verði að-
eins nokkur bílastæði eftir í göt-
unni.
„Menn hafa mjög miklar áhyggj-
ur af þessu,“ segir Björn um fram-
kvæmdina. „Þegar Hverfisgata var
tekin í gegn voru hátt í 60 stæði tek-
in þar og þetta er náttúrulega bara
orðin mjög mikil fækkun á stæðum
á sama tíma og þörfin er að aukast
vegna allra þessara hótela,“ segir
hann. Hann segir að sýnt hafi verið
fram á að þriðjungur hótelgesta
ferðist um á bílaleigubíl og ljóst sé
að þeir þurfi einhvers staðar að
leggja.
Björn gagnrýnir að lítið hafi verið
um mótvægisaðgerðir, t.d. vanti al-
veg strætó í miðborgina. Hann segir
mikilvægt að verslunin í miðborg-
inni sé ekki í langri göngufjarlægð.
„Það má alveg segja að bílastæða-
húsin eru illa kynnt og það mætti al-
veg gera átak í því að bæta nýtingu
á stæðum í heild
sinni. En það
skiptir máli að
það séu bílastæði
í nágrenni við
verslanirnar
engu að síður,“
segir hann en sú
verslun og þjón-
usta sem geri
ekki út á ferða-
menn eigi undir
högg að sækja. „Ég held að menn
verði að horfast í augu við það að ef
við tökum bílastæðin þá fer versl-
unin,“ segir hann.
Segir skorta á samráð
Björn segir sárlega skorta á sam-
ráð en borið hafi á því að kaupmenn
séu ekki upplýstir um framkvæmdir
fyrr en þær standa fyrir dyrum eða
eru þegar hafnar.
„Við héldum stóran fund núna í
mars, Samtök kaupmanna við
Laugaveg, með fulltrúum allra
framboða og það var svona stefið
hjá flestum sem töluðu á þeim fundi
að það þyrfti samráð. Og samráð
felst ekki í því að tilkynna það sem
búið er að ákveða,“ segir Björn.
Hann segist fagna því að menn
hafi verið tilbúnir til þess að eiga
samræður um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á Laugavegi á næsta ári,
þó að aðila greini á um mikilvægi
þeirra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir Búið er að útbúa hjólarein vestan megin á Frakkastíg, frá Skólavörðuholti og niður að Njálsgötu.
Gagnrýna fækkun
stæða í miðborginni
Bílastæðum á Frakkastíg fækkar brátt úr 57 í 19
Björn Jón
Bragason
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
200 milljóna króna viðbót á fjárlög-
um til hjúkrunar- og dvalarheimila á
landsbyggðinni, sem ákveðin var við
afgreiðslu fjárlaga í desember síð-
astliðnum, er nú farin að nýtast við
að auka þjónustu og stytta biðlista
eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum
aldraðs fólks víða um land, m.a. á
Suðurlandi þar sem um fjórum
hjúkrunarrýmum hefur verið bætt
við á undanförnum vikum.
Að sögn Óla Björns Kárasonar, að-
stoðarmanns Kristjáns Þórs Júl-
íussonar heilbrigðisráðherra, hefur
undanfarna mánuði verið unnið að
því að kortleggja þörfina og mögu-
leikana sem eru fyrir hendi þannig
að fjármagnið nýtist sem best.
„Þetta er ekki komið til fram-
kvæmda alls staðar, en í flestum til-
vikum er um að ræða hjúkrunar-
rými,“ segir Óli Björn. Hann segir
ekki liggja fyrir á þessari stundu
hversu mörg rými gætu bæst við á
landsvísu fyrir þessar 200 milljónir,
en að reiknireglan sé sú að hvert og
eitt hjúkrunarrými kosti níu milljón-
ir á ári, dvalarrými kosti um helm-
inginn af því.
Þetta viðbótarframlag hefur nýst
vel í heilbrigðisumdæmi Suðurlands,
en þar var hjúkrunarrýmum nýverið
fjölgað í Rangárþingi um þrjú og
hálft rými og eru þau þegar skipuð.
Við sama tækifæri urðu nokkrar til-
færslur á rýmum innan umdæmisins.
„Við höfðum beðið eftir þessu um
tíma,“ segir Unnur Þormóðsdóttir,
formaður færni- og heilsumats-
nefndar heilbrigðisumdæmis Suður-
lands og hjúkrunarstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Suðurlands. „Nú fækkar
á biðlistunum. Það munar um allt.“
Fleiri rými á
Suðurlandi
Viðbót á fjárlögum kemur sér vel
„Veist þú kæra foreldri hvað gerist ef
bíll á 50 km hraða ekur á barnið
þitt?,“ spyr borgarbúi sem ritaði opið
bréf á Fésbókinni í vikunni í von um
að vekja foreldra til vitundar um
notkun barna á rafmagnsvespum.
Bréfritarinn ók næstum því niður tvo
hjálmlausa drengi á vespu nýverið
þegar þeir svínuðu fyrir hann svo
hann þurfti að snarhemla. Hann bein-
ir orðum sínum til foreldra barnanna
enda á ábyrgð þeirra að fræða börnin
sín um umferðarreglurnar og sjá til
þess að barnið noti hjálm. Nokkrir
hafa skrifað athugasemdir við bréfið
og segja það algengt að sjá hjálmlaus
börn tvö til þrjú saman á vespu, þau
virði ekki umferðarreglur og séu
jafnvel svo ung að þau nái ekki niður
á pedalana og haldi varla jafnvægi.
Rafmagnsvespur komast upp 25
km/klst og sömu reglur gilda um þær
og reiðhjól. Börn 15 ára og yngri eru
þó skyldug til að nota hjálm og ekki
má reiða farþega á vespunum. Ný-
lega varð slys þegar rafmagnsvespu
var ekið á 6 ára dreng á gangbraut í
Reykjavík. Þrettán ára stúlka ók
vespunni og var með jafnöldru sína
sem farþega.
Þórhildur Elínardóttir upplýsinga-
fulltrúi Samgöngustofu segir að
kvörtunum vegna rafmagnsvespa
hafi þó ekki fjölgað. „Það geta orðið
alvarleg slys en upplýsingar um
óhöpp sem ekki eru skráð af lögrelu
berast okkur ekki endilega,“ segir
Þórhildur. „Það er sérstaklega mik-
ilvægt að foreldrar brýni fyrir börn-
um sínum aðgæslu og þá miklu
ábyrgð sem fylgir því að vera á svona
hjóli. “
Breytingar á umferðalögum liggja
nú fyrir Alþingi og ef þau fara í gegn
verða rafmagnsvespur skráning-
arskyldar og skylda að ökumaðurinn
sé með skellinöðrupróf.
ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Til fyrirmyndar Með hjálm á vespu.
Mikilvægt að brýna
aðgæslu fyrir börnum