Morgunblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Mörgum þykir opinbera um-ræðan öfugsnúin og öfug- astir þeir sem ríkastar hafa skylduna um óhlutdrægni.    Óli Björn Kára-son fjallar um þetta í nýlegri grein.    Hann bendir áað meirihluti borgarstjórnar geri ekkert með vilja borgarbúa.    Kannanir sýni að 71% höf-uðborgarbúa vilji ekki hrófla við núverandi flugvelli og 81% landsmanna, sem höf- uðborgin hlýtur einnig að horfa til, hafa sömu skoðun.    Sjötíu þúsund undirskriftir umsama efni höfðu ekki heldur nein áhrif.    Síðan segir Óli Björn: „Ekkiverður þess vart að fjöl- miðlar fari hamförum yfir því að borgarstjórn gangi freklega í berhögg við vilja mikils meiri- hluta borgarbúa og landsmanna allra.    En fjölmiðlar fóru hins vegaraf límingunum þegar lögð var fram tillaga um að slíta með formlegum hætti aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið, sem þó höfðu verið á ís allt frá árinu 2011.“    Það er löngum látið eins ogþað sé óleyst gáta hvað ræð- ur slíku fréttamati eða fram- göngu af þessu tagi.    Svarið við henni sé eitt af hin-um opinberu leyndarmálum sem öllum séu ljós. Óli Björn Kárason Sláandi dæmi STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 5 léttskýjað Akureyri 4 heiðskírt Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 13 heiðskírt Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 10 skúrir London 18 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 12 alskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 20 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 25 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 15 skýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal 8 alskýjað New York 7 skúrir Chicago 10 skúrir Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:59 21:51 ÍSAFJÖRÐUR 4:49 22:12 SIGLUFJÖRÐUR 4:31 21:56 DJÚPIVOGUR 4:25 21:25 Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag, 1. maí. Alþýðusambandi Íslands hafði í gær borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í 31 sveitarféagi á landinu. Hátíðarhöldin í Reykjavík hefjast kl. 13 með því að safnast verður saman við Hlemm kl. 13.00 og börn fá íslenska fánann. Kröfugangan leggur af stað niður Laugaveg kl. 13.30. Lúðrasveit verkalýðsins og lúðrasveitin Svanur spila í göngunni. Örræður verða fluttar á leið göngu- manna niður Laugaveginn. Útifundur hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10. Þar flytja ávörp Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og Ing- ólfur Björgvin Jónsson, Eflingu stéttarfélagi. Einnig verða flutt tón- listaratriði. Fundarslit verða um kl. 15.00. Stóru stéttarfélögin í Reykja- vík verða öll með kaffisamsæti víðs- vegar um borgina eftir að útifund- inum á Ingólfstorgi lýkur. Nánari upplýsingar um hátíð- arhöldin 1. maí er að finna á asi.is. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hátíðarhöld verða um land allt Á ársfundi Gildis-lífeyrissjóðs, sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í gær, var samþykkt að vísa tillögu Arnar Pálssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands smábáta- eigenda og fulltrúa í fulltrúaráði lífeyrissjóðsins, um mánaðarlaun Finns Árnasonar, forstjóra Haga, til stjórnar. „Ég er mjög ánægður með það að tillögunni hafi allavega ekki verið hafnað,“ sagði Örn í samtali við mbl.is. kij@mbl.is Tillögu um lækkun vísað til stjórnar VM - F É L A G V É L S T J Ó R A O G M Á LM TÆ K N I M A N N A Félagsmenn fjölmennum og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi 1. maí. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13:00 og hefst gangan hálftíma síðar. Kl. 14:10 hefst útifundur á Ingólfstorgi. Boðið verður upp á kaffi að útifundi loknum í Gullhömrum Grafarholti, frá kl. 15:00 - 17:00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.