Morgunblaðið - 01.05.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
Skátarnir bjóða
gestum í miðbæ
Reykjavíkur upp
á skemmtilegan
ratleik í kringum
Tjörnina í dag,
fimmtudag 1.
maí kl. 12.00-
18.00, í tengslum
við Barnamenn-
ingarhátíð. Þeir sem taka þátt leysa
10 skátaþrautir sem reyna á útsjón-
arsemi, samvinnu og að hugsa út
fyrir kassann. „Við hvetjum fjöl-
skyldur, börn og fullorðna til að
koma saman í Ævintýrahöllina í
Iðnó og taka þátt í skemmtuninni
með skátunum okkar,“ segir í til-
kynningu.
Boðið upp á ratleik
kringum Tjörnina
Háskólinn á Bifröst verður með op-
inn dag fimmtudaginn 1. maí, milli
14.00-17.00. Á opna deginum verð-
ur námsframboð skólans kynnt og
boðið verður upp á fjölskyldu-
skemmtun á sama tíma.
Þá verður boðið upp á göngu-
ferðir um þorpið og skólann þar
sem hægt verður að fræðast um
sögu skólans. Einnig verður hægt
að skoða allar byggingar skólans,
aðstöðu nemenda og umhverfið í
kringum skólann. Sviðsstjórar allra
deilda munu vera á staðnum til að
kynna námið ásamt kennurum,
nemendum og starfsmönnum.
Skólinn var stofnaður 1918 í
Reykjavík og hét þá Samvinnuskól-
inn. Þúsundir Íslendinga hafa
menntað sig í skólanum í gegnum
áratugina en skólinn hefur þróast
og breyst eftir þörfum hvers tíma.
Háskólinn á Bifröst
heldur opinn dag
STUTT
Landvernd, önnur umhverfisvernd-
arfélög og ferða- og útivistarfélög
efna til grænnar göngu 1. maí í
samstarfi við stéttarfélög. Efnt er
til göngunnar til að krefjast þess að
almenningur hafi áfram eins og
hingað til frjálsan aðgang að nátt-
úru Íslands. Gengið verður aftast í
1. maí göngu stéttarfélaganna sem
hefst kl. 13.30. Að dagskrá lokinni á
Ingólfstorgi verður gengið að Al-
þingishúsinu þar sem þúsund græn-
um fánum verður stungið niður.
Grænum fánum
stungið niður
Föstudaginn 2.
maí verður
„Reykjavík Got
Talent“ í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Þetta er hæfi-
leikakeppni fyrir
unglinga á aldr-
inum 13-16 ára
en til þess að
vera gjaldgeng í
keppnina þurftu
þau að fara í gegnum undankeppni
í sinni félagsmiðstöð. Keppnin er
byggð á „Breiðholt Got Talent“ sem
hefur slegið í gegn hjá unglingum í
Breiðholti í nokkur ár. Nafnið og
hugmyndin er byggð á „Britain‘s
Got Talent“ en útfærslan er með
öðru sniði og fá áhorfendur í sal til
að mynda að kjósa um besta atriðið.
Unglingar og starfsmenn fé-
lagsmiðstöðva í Reykjavík skipta
með sér hlutverkum og eru starfs-
menn í hlutverkum dómara en ung-
lingarnir sjá um að kynna atriðin
fyrir jafnöldrum sínum. Keppni
verður kl. 19.30-22.30 og eru allir
velkomnir á staðinn.
Hæfileikaríkir ung-
lingar í Ráðhúsinu
Hæfileikar í Ráð-
húsinu á morgun.
Tveggja manna hljómsveitin Hund-
ur í óskilum á tuttugu ára starfs-
afmæli í ár en hún er skipuð þeim Ei-
ríki Stephensen og Hjörleifi
Hjartarsyni. Samstarfið er búið að
vera óvenjulega farsælt af hljóm-
sveit að vera, að sögn Hjörleifs. En
hvernig varð sveitin til?
„Þetta var nú svona eins og hljóm-
sveitir verða til, í einhverju partíi
sem hefur svo staðið í 20 ár. Við byrj-
uðum í kringum Leikfélag Dalvíkur
á sínum tíma og þá sem dinn-
erhljómsveit. Valva Gísladóttir
flautuleikari var með okkur í blá-
byrjun og þá hét sveitin Valva og
drengirnir. Svo þróaðist þetta og við
breyttum um nafn eftir því hvaða
tónlist við vorum að spila; Blóm og
kransar var eitt nafn og Börn hins
látna annað. En svo létum við prenta
nafnspjöld og þá hét sveitin Hundur
í óskilum og við erum ekki búnir með
nafnspjöldin ennþá,“ segir Hjörleif-
ur.
„Við höfum aldrei tekið okkur
mjög alvarlega en einhvernveginn
höfum við verið að spila öll þessi ár,
gefið út tvær hljómplötur en aðallega
spilað tónlist eftir aðra í undarlegum
útsetningum. Við höfum spilað mikið
á árshátíðum og í skólum og á síðustu
árum höfum við spilað í leikhúsum og
verið með eigin leiksýningar.“
Framhald af Sögu þjóðar
Hundur í óskilum hefur tvívegis
fengið Grímuverðlaun fyrir tónlist í
leikverki, fyrst 2010 fyrir tónlist í Ís-
landsklukkunni í Þjóðleikhúsinu og
árið 2012 fyrir tónlist í sýningunni
Saga þjóðar sem þeir sýndu lengi í
Borgarleikhúsinu. Áform eru uppi
um að gera framhald af Sögu þjóðar.
Þeir hafa sinnt Hundi í óskilum í
aukavinnu en Eiríkur er skólastjóri
Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Hjör-
leifur hefur verið í kennslu en meira
sinnt ritstörfum á seinni árum. Hafa
þeir alltaf jafngaman af þessu?
„Já, við höfum það. Annars erum
við voða latir við að halda tónleika,
orðnir miðaldra menn. Við spilum
svolítið á árshátíðum en tókum okkur
tak núna og bókuðum Rósenberg í
nokkur skipti þetta árið svo við neyð-
umst til að halda nokkra tónleika,“
segir Hjörleifur. Hundur í óskilum er
með tónleika á Rósenberg á morgun,
2. maí, kl. 22.
Hjörleifur segir enga plötu vera í
bígerð í tilefni af tímamótunum en
það sé jafnvel von á lagi í spilun.
Spurður hvort hann sjái fyrir sér að
Hundur í óskilum starfi í önnur tutt-
ugu ár telur Hjörleifur það öruggt.
„Þetta er orðinn hluti af lífi manns og
því verður ekkert breytt á meðan
heilsan leyfir.“ ingveldur@mbl.is
Partíið hefur staðið í 20 ár
Hundur í óskilum Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen.
Hljómsveitin Hundur í óskilum hefur starfað óslitið í 20 ár
Aldrei tekið sig mjög alvarlega Tónleikar um helgina
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -