Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 26
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is F ormaður Félags grunn- skólakennara segir að boðaðar vinnustöðvanir í maí muni líklega ekki valda mikilli röskun á skólastarfi. Hann segir hugmyndir samninganefndar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um hækkun launa grunnskólakennara m.a. felast í fækkun kennara. Við það uni kenn- arar ekki. Verði samningar enn laus- ir í haust kemur allsherjarverkfall til greina. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir megináherslur sambandsins að færa vinnutíma kennara nær því sem gerist á almennum vinnumark- aði. Grunnskólakennarar hafa sam- þykkt vinnustöðvanir dagana 15., 21. og 27. maí næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma, en kjara- samningar þeirra hafa verið lausir í um tvö ár. Þeir hafa átt í kjara- viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga undanfarna mánuði og framan af virtust þær ganga vel, báðir aðilar lýstu því yfir að verið væri að ræða langtímasamning sem fæli í sér kerfisbreytingar og um 30% hækkun launa. Viðræðunum var vísað til ríkissáttasemjara í mars og hafa aðilar fundað undir hans stjórn reglulega, síðast í gær. Misjafnt er eftir skólum hvern- ig þessar vinnustöðvanir koma niður á skólastarfi. Við lauslega athugun á skóladagatölum nokkurra grunn- skóla víða um land sést að í sumum skólum eru prófadagar þessa daga, í öðrum eru nemendaferðalög og í enn öðrum starfsdagar. Borgi eigin kauphækkun „Við vorum sammála um margt; samningstíma til 2017 og hækkun launa um allt að 30%. En þegar farið var að ræða leiðir til þessa kom í ljós að það var ekki efni í slíkan samning, segir Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara. „Hug- myndir sveitarfélaganna snúast um að láta kerfið sjálft fjármagna þetta, m.a. með afnámi aldursafsláttar, aukinni kennsluskyldu og þar með fækkun kennara. Samningarnir strönduðu á þessari hugmynda- fræði; að láta kennarana sjálfa borga eigin kauphækkanir.“ – Hvað tekur við í haust ef enn verður ósamið þá. Gæti komið til allsherjarverkfalls? „Þá erum við að tala um mjög alvarlega stöðu sem þarf að skoða. Í því sambandi kemur allt til greina, einnig verkfall. En við tökum eitt skref í einu og vonumst auðvitað til að þetta leysist á næstu dögum. Það er algjörlega óþolandi að kennarar þurfi ítrekað að fara í verkstöðvun, ekki síst í ljósi þess að flestir virðast sammála um að það þurfi að hækka launin.“ Vilja breyta vinnutímanum Það sér ekkert fyrir endann á þessum viðræðum, segir Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninga- nefndar Sambands íslenskra sveit- arfélaga. „Þetta eru löglegar að- gerðir sem þeir telja sig hafa ástæðu til að grípa til,“ svarar hún, spurð um afstöðu sambandsins til boðaðra aðgerða grunnskólakennara. Hún segir áherslur sambandsins í kjara- viðræðunum vera mjög skýrar. „Við leggjum áherslu á að aðlaga vinnu- tíma grunnskólakennara nær því sem almennt gerist á vinnu- markaði. Þannig fá skólarnir tækifæri til að þróa skóla- starf í samræmi við opinbera menntastefnu. Þá erum við að leita leiða til hagkvæm- ari rekstrar grunn- skóla sem gætu skapað tækifæri til launahækkana kennara.“ Í haust kemur allt til greina, líka verkfall Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á skólabekk Grunnskólakennarar hyggjast leggja niður störf þrjá daga í maí. Verði enn ósamið í haust verða aðrar aðgerðir skoðaðar, m.a. verkfall. 26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tyrkland erstundumnefnt til sögunnar sem dæmi um ríki sem er árum og áratug- um saman með opna aðildar- umsókn að ESB. Það sé ákjós- anlegt fordæmi fyrir Ísland. Því fer þó fjarri. Tyrkland hefði aldrei sótt um aðild að ESB með yfirlýs- ingu um að helmingur ríkis- stjórnarinnar sem sótti um væri á móti þeirri aðild. Þann- ig ganga eingöngu gerviríkis- stjórnir fram. Í annan stað hefur aðildar- umsókn Tyrkja í raun aldrei verið viðurkennd af samband- inu, þrátt fyrir nokkur látalæti í þeim efnum, bæði í Brussel og í stærstu aðildarríkjum sambandsins. Bretar hafa gjarnan sagt að þeir gætu vel hugsað sér slíka útvíkkun á ESB, því hún hlyti um leið að þýða laustengdara samband, sem þeim hugnaðist, og koma í veg fyrir þróun í átt að einu ríki. Í Þýskalandi býr mikill fjöldi Tyrkja, lengi kallaðir þar „gestkomandi vinnukraft- ur“, en hafa þó sumir búið þar í 2-3 kynslóðir. Opinberar þýskar yfirlýsingar um hugs- anlega aðild að ESB þarf m.a. að skoða í ljósi þessa. Fyrir nokkrum árum gafst tækifæri til að spyrja einn mesta valdamann í Brussel á þeim tíma út í hugsanlega að- ild Tyrkja að ESB í óopinberu samtali. Fyrst var hann spurð- ur að því, hvort Brusselmenn og helstu leiðtogar ríkja ESB vildu Tyrki í sambandið. Hann svaraði því glaðbeittur játandi. Því næst var hann spurður hvort hann teldi að af slíkri aðild yrði. Enn glaðbeittari sagðist hann telja fullar líkur á því. Þegar hann var loks spurður um, hvenær hann teldi að Tyrkir myndu ganga inn svaraði hann hratt og hik- laust: „Á eftir Suð- ur-Kóreu.“ Síðar í samtalinu var bent á hvað stæði helst í vegi þessarar umsóknar. Þar var auðvitað nefnt það sem hefur verið var- lega viðrað opinberlega og snýr að stjórnarfari, stjórn- sýslu, viðkvæmri stöðu dóm- stóla, mannréttindamálum, áhrifum hers og meintri tak- mörkun á frelsi fjölmiðla. Og þar sem umræðan var á bak við luktar dyr var síðan rætt um þann vanda að fella þetta ríki múslima að samevrópskri hugsun en það dæmi væri miklu flóknara en til að mynda vera Tyrklands í Nató. Þar við bættist að það ríki yrði eftir aðild hið fjölmennasta í ESB (ef litið væri til tyrkneska minnihlutans í Þýskalandi) sem væri viðkvæmt þótt það yrði ekki viðurkennt opin- berlega. Slíkt vandamál væri ekki til staðar í Nató þar sem Bandaríkin hefðu svo afger- andi forystu í því bandalagi og samstarf þar gerði ekki kröfu um skert fullveldi bandalags- ríkjanna eins og ESB gerði í sívaxandi mæli. En svo var því bætt við að ESB hefði auðvitað margoft sýnt að vandamál, eins og þau sem nefnd hefðu verið til dæmis í spjallinu, væru ein- ungis til að leysa þau. Því væri engin ástæða til að efast um að umsóknarríkið Tyrkland myndi renna inn í sambandið tiltölulega fljótlega eftir að að- ildarviðræðunum við Suður- Kóreu væri lokið. Kannski mætti friða æstustu evrópusambandssinna á Ís- landi með því að slaka því út að til álita kæmi að íhuga að- ildarumsókn fyrir Ísland, þeg- ar þessi tvö fyrrnefndu ríki hefðu lokið sér af. Opinberar yfirlýs- ingar segja ekki alla söguna, og stundum aðeins pínulítinn bút hennar} Suður-Kórea, Tyrkland og hvað svo? Borgaryfirvöldláta engan bil- bug á sér finna í stríðinu gegn bíla- stæðum. Nú eru hafnar breytingar á Frakka- stíg, sem munu leiða til þess að bílastæðum við götuna mun fækka úr 57 í 19. Í Morgunblaðinu í dag kvarta kaupmenn undan þessum fram- kvæmdum og gagnrýna skort á samráði. Segir Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fast- eignaeigenda við Laugaveg, borið hafa á því að kaupmenn séu ekki upplýstir um breytingar fyrr en þær standi fyrir dyrum eða séu hafnar. Hvað eftir annað er kvartað undan því að ráðist sé í fram- kvæmdir án möguleika á að bregðast við. Þessi háttsemi ráðandi afla í borginni er hætt að vekja furðu, en hún er engan veginn boðleg. Og stríð meiri- hlutans gegn bílastæðunum og þar með íbúum Reykjavíkur ber því vitni að meirihlutinn sé ekki í tengslum við veru- leikann. Enn er ráðist til at- lögu í miðbænum}Stríðið gegn bílastæðum Þ að skiptir sjálfsagt litlu fyrir kosn- ingabaráttuna í borginni hvort Framsóknarflokkurinn býður fram eða ekki. Samt er huggulegt af flokknum að minna á tilvist sína með því að klambra saman lista, en það virðist fremur vera gert fyrir siðasakir en í von um að vinna stóra sigra. Ekki lýsir það háleitu markmiði að fara í kosningabaráttu til að komast í minnihluta, eins og Framsókn- arflokkurinn gerir nú, en rétt er að virða við- leitnina. Eins og framboðsmál Framsóknarflokksins þróuðust síðustu vikurnar var ekki eins og gamall og gróinn stjórnmálaflokkur ætti í hlut, heldur fremur taugaveiklaðir nýgræð- ingar sem fyllast skelfingu við minnsta mót- læti. Þáttur Guðna Ágústssonar, skyndileg innkoma og enn skyndilegri útganga, varð síst til að bæta stöðuna. Stuðningsmenn Guðna bundu miklar vonir við að hann myndi hala inn fylgi fyrir flokkinn en þar hefur sennilega verið á ferð óskhyggja fremur en raunsætt mat. Guðni hefði vissulega náð einhverjum árangri en ekki unnið nein afrek. Jafnágætur maður og Guðni er þá hafa pólitískar áherslur hans verið þannig að hann á ekki erindi í borg- armálin, eins og hann áttaði sig sjálfur blessunarlega á. Reykvíkingar höfðu enga sérstaka ástæðu til að kjósa í borgarstjórnarkosningum mann sem fyrst og fremst er stoltur talsmaður landsbyggðarinnar og hefur lítið fram að færa í borgarmálum annað en það að flug- völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Þótt Reykvíkingar vilji flugvöllinn áfram á sínum stað þá brennur það mál ekki svo á þeim að þeir geri það að skilyrði fyrir atkvæði sínu. Það eru málefni sem varða hag fjöl- skyldufólks sem kjósendur leggja áherslu á. Flokkar sem átta sig ekki á þessu munu ekki ná langt í komandi kosningum. Það er hvorki skynsamlegt né líklegt til árangurs í kosningabaráttu að endurnýta stjórnmálamann sem búinn er að skila sínu. Guðni ætti því að prísa sig sælan að hafa ekki leiðst út í framboð. Hitt er annað mál að þessi lífsglaði maður hefði með framboði sínu gert kosningabaráttuna mun skemmtilegri og fjörlegri en hún verður nú. Baráttan hefði reyndar ekki verið sérlega notaleg fyrir Guðna sjálfan, því pólitískir andstæðingar hans voru að koma sér þægi- lega fyrir í skotgröfunum, greinilega reiðubúnir í alls kyns fólskuverk til að ræna ærunni af þessum geðþekka holdgervingi landsbyggðarinnar. Nú þykist Framsóknarflokkurinn vera búinn að lappa upp á ímynd sína eftir skelfilegan klaufagang. Skamm- tímaminni íslenskra kjósenda er alræmt en varla svo slæmt að þeir gleymi á örfáum vikum að framboðsmál Framsóknarflokksins í borginni eru dómsdagsklúður. Flokkur sem getur ekki staðið sómasamlega að fram- boði sínu er örugglega ekki fær um að stjórna borginni af öryggi og festu. kolbrun@mbl.is Pistill Dómsdagsklúður í Framsókn Kolbrún Bergþórsdóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Spurður um tímasetningu vinnustöðvananna upp úr miðjum maí segir Ólafur það m.a. tengjast gerð annarra kjarasamninga. Hann telur að það skapi aukna pressu á við- semjendurna ef stéttin fari „samningslaus út í sumarið“. „Það ber að hafa í huga að það eru að koma sveit- arstjórnarkosningar og áhuga- vert að sjá hvernig tilvonandi sveitarstjórnarmenn bregðast við,“ segir Ólafur. – Eigið þið von á að þessar aðgerðir beri árangur? „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að þetta hefur ekki eins mikla röskun á skóla- starfi í för með sér og alls- herjarverkfall. En ef það kemur til þessa, þá verðum við með baráttufundi þessa daga þar sem við vekjum máls á þessari al- varlegu stöðu. Það er ekki síst tilgang- urinn með þess- um aðgerðum.“ Skapa aukna pressu LÍTIL ÁHRIF Á SKÓLASTARF Ólafur Loftsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.