Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 01.05.2014, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Blöðrur á loft Í tilefni af alþjóðadegi vitundarvakningar um meðfædda ónæmisgalla var blöðrum sleppt við Barnaspítala Hringsins í gær á vegum Lindar, félags um meðfædda ónæmisgalla. Ómar Þá sjö mánuði, sem ég var borgarstjóri, árið 2008, átti ég fundi með íbúum í öllum hverfum borgarinnar, fyrst og fremst til að hlusta eftir þeirra óskum og áherslum á heimaslóðum. Það kom mér ekki á óvart, að helsti sam- nefnarinn hjá íbúunum var umferðaröryggi í hverfunum og annað öryggi barna þeirra á skólatíma sem utan. Ég hafði verið viðriðinn umferð- ar- og umhverfismálin í borginni allt frá því að ég varð varaborgarfulltrúi árið 1990 og skildi því vel, að þessi mál þarf að vinna í samráði við íbúa og út frá grasrótinni og lýðræðinu, fremur en valdboði að ofan, sem oft er fremur grundvallað á hugmynda- fræði en faglegum vinnubrögðum, eins og hefur komið svo glöggt fram hjá núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þar talar klúðr- ið með Borgartún og Hofsvallagötu sínu máli, þar sem litið er framhjá þeirri stað- reynd, að umferðarteppur beina umferð inn í aðliggjandi hverfi og að hraðahindr- anir eru oft betur til þess fallnar að ná nið- ur umferðarhraða en þrengingar og til- heyrandi umferðartafir. Færa má rök fyrir því, að þrengingarnar á Snorrabraut valdi a.m.k. meiri árekstrarhættu en fyrir var, og að hraðahindranir hefðu verið heppi- legri aðgerð. Göngubrýr og hraðatakmarkanir Göngubrýr eru nauðsynlegar yfir helstu stofnbrautir borgarinnar, eins og Kringlu- mýrarbraut og Miklubraut. Þær sem komnar eru hafa flestar litið dagsins ljós á undanförnum 20 árum. Almennt gengur ekki að setja hraðahindranir á slíkar braut- ir eða þjóðvegi, en undantekningar geta verið á þeirri reglu, t.d. gangbrautin yfir Hringbraut á móts við Háskóla Íslands. Ég hef komið að slysum á þessari gang- braut vegna framúraksturs, sem væri ekki mögulegur, ef hraðahindrun væri til stað- ar. Tillaga mín þar að lútandi fékk engar undirtektir í borgarstjórn Reykjavíkur. Ekki heldur tillaga um að girða fyrir hraðakstur, stundum með banvænum af- leiðingum, á móts við Birki- mel. Hraðatakmarkanir þurfa að nást víðar fram en í hverfum borgarinnar, þar sem hámarkshraði ætti að vera 30 km og þá sérstaklega við skóla eða leiðir í hann. Í borgarstjóratíð minni var í samráði við íbúa komið á hraðahindrandi aðgerðum á Háaleitisbraut, norðan Miklubrautar. Þær eru skólabókardæmi um lýðræðisleg og vönd- uð vinnubrögð, öfugt við verk núverandi meirihluta. Hlustun og samráð Það er grundvallaratriði, að stjórn- málamenn fylgi sannfæringu sinni með hag umbjóðenda sinna að leiðarljósi. En þessi sannfæring þarf að vera byggð á þekkingu, samráði við fagaðila og almenn- ing og síðast en ekki síst umhyggju fyrir öruggu og góðu mannlífi allra landsmanna. Þess vegna er það grafalvarlegt mál, að fjölmiðlar þessa lands flytji fréttir og upp- lýsingar með þeim hætti, að núverandi borgarstjóri er ekki aðeins í mestum met- um meðal almennings, heldur talinn vera í bestu sambandi við almenning. Er fólk bú- ið að gleyma hvað hann sagði og gerði, þeg- ar hann tók á móti undirskriftasöfnun „Hjartans í Vatnsmýri“, þar sem hátt í 70 þúsund landsmenn óskuðu eftir að flugvell- inum í Vatnsmýri yrði þyrmt? Eftir Ólaf F. Magnússon » Þar talar klúðrið með Borgartún og Hofs- vallagötu sínu máli, þar sem litið er framhjá þeirri stað- reynd, að umferðarteppur beina umferð inn í aðliggj- andi hverfi … Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Umferðaröryggi í öndvegi Í umræðunni að undanförnu hefur verið gefið til kynna að með því að knýja bú föllnu bankanna í gjaldþrot og greiða kröfuhöfum í íslenskum krónum megi leysa greiðslujafn- aðarvanda Íslands, sem í stuttu máli felst í því að sá gjaldeyrir sem þjóð- arbúið skapar mun ekki duga fyrir áætluðu útstreymi fjármagns á næstu árum, og aflétta gjaldeyr- ishöftum. Málið er hins vegar ekki jafn ein- falt og gefið hefur verið í skyn, auk þess sem bú föllnu bankanna eru einungis hluti vandans. Mestu skipt- ir þó að til eru aðrar og farsælli leið- ir til að binda enda á slitameðferð hinna föllnu banka. Gjaldþroti fylgir áhætta, óvissa og tafir Íslensk lög heimila stjórnvöldum ekki að þvinga bú föllnu bankanna í gjaldþrot, ekki frekar en bú annarra félaga. Því fylgir auk þess mikil áhætta að þvinga búin í þrot gegn vilja kröfuhafa. Núverandi slita- meðferð nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, m.a. í Bandaríkjunum og á evrópska efnahagssvæðinu. Inngrip í ferlið nú gæti hæglega raskað þeirri vernd sem í þessari viðurkenningu felst, með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Engin fyrirmæli eru í núgildandi lögum um að skiptastjóra beri skilyrðislaust að úthluta eignum þrotabús í íslenskum krónum, þótt það sé heimilt og meginregla í íslenskum rétti. Komi til gjald- þrotaskipta er því ekki hægt að slá því föstu að út- hlutun úr búunum verði í íslenskum krónum. Kröfuhafar munu lögum samkvæmt hafa talsvert um það að segja. Kröfuhafar Kaupþings hafa ótvírætt gefið til kynna að þeir óski þess að slitameðferð ljúki með nauðasamningi og að gjaldeyriseign búsins verði úthlutað til þeirra. Líklegt er því að gjald- þrotaskipti búa hinna föllnu banka muni leiða til tímafrekra málaferla, jafnt hér heima sem erlendis. Þeim fylgir ekki aðeins áhætta og óvissa fyrir búin og kröfuhafa þeirra, heldur einnig fyrir íslenska ríkið. Ólíklegt er að hægt verði að aflétta gjaldeyr- ishöftum fyrr en endanleg niðurstaða er fengin. Útgreiðslur í krónum auka vandann Langstærstur hluti eigna Kaupþings er utan íslenska hagkerfisins og hefur engin áhrif á fjármálastöðugleika á Ís- landi eða greiðslujafnaðarvandann. Um 90% kröfuhafa eru útlendingar. Sterk rök mæla með því að greiðslur til þeirra endurspegli þá staðreynd að eignir bús- ins eru að langstærstum hluta í erlend- um gjaldmiðlum, enda gera lög m.a. ráð fyrir því að forgangskröfur megi greiða í annarri mynt en krónu meðan á slita- meðferð stendur. Slíkt hefði jafnframt minni áhrif á íslenskt efnahagslíf en að umbreyta gjaldeyriseignum búsins í krónur og greiða út í þeirri mynt. Efnahagsleg áhrif þess að skipta gjaldeyriseignum búanna yfir í krónur yrðu m.a. þau að svonefnd snjóhengja stækkaði verulega og peningamagn í umferð ykist. Slíkt leiddi til þenslu og aukinnar verðbólgu á Íslandi, nema samhliða yrði gripið til sértækra mótvægisaðgerða. Þess háttar úrræði, s.s. binding krónueigna kröfuhafa með þeim áhrifum að þær verði þeim ekki til frjálsra umráða, orka hins vegar verulega tví- mælis frá lagalegu sjónarhorni. Nauðasamningur er varanleg og skynsamleg lausn Með nauðasamningi er gerður samningur um lok slitameðferðar sem kröfuhafar kjósa um og íslensk- ir dómstólar staðfesta. Samningurinn bindur alla kröfuhafa og dregur það verulega úr áhættu á málaferlum og óvissu sem þeim fylgir. Takist að selja eignarhlut Kaupþings í Arion banka fyrir gjaldeyri, sem unnt væri að úthluta til kröfuhafa, yrði búið sjálfbært að því er varðar þörf fyrir gjald- eyri. Þannig mætti ljúka slitameðferðinni með nauðasamningi án þess að íslenska ríkið þyrfti að leggja nokkuð til af gjaldeyrisforða sínum. Nauða- samningur Kaupþings gæti ásamt öðru skapað grundvöll fyrir því að unnt yrði að aflétta gjaldeyr- ishöftum á Íslandi. Eftir Jóhannes Rúnar Jóhannsson » Inngrip í ferl- ið nú gæti hæglega raskað þeirri vernd sem í þessari við- urkenningu felst, með ófyrirsjáan- legum afleið- ingum. Jóhannes Rúnar Jóhannsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og situr í slit- astjórn Kaupþings. Gjaldþrot leysir engan vanda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.