Morgunblaðið - 01.05.2014, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð
HD 6/16-4 M
HD 6/16-4 MX
■ Vinnuþrýstingur
30-160 bör
■ 230-600 ltr/klst
■ 15 m slönguhjól
■ Stillanlegur úði
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%
HD 10/25-4 S
■ Vinnuþrýstingur
30-250 bör
■ 500-1000 ltr/klst
■ Stillanlegur úði
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%
Ætlaðir til daglegrar notkunar
Háþrýstidælur
sturtusett
Hitastýrt
Verð frá kr. 66.900
Gæði fara aldrei úr tísku
Stóra blöffið, til-
lögur framsóknar- og
sjálfstæðismanna, er
núna að springa fram-
an í kjósendur. Nið-
urstaðan er ljós. Út-
koman er
hrærigrautur af út-
þynntum skuldaleið-
réttingum sem fáum
gagnast. Allra síst
þeim sem á þurfa að
halda. Hitt er hins vegar alveg ljóst
að þær tillögur sem Hægri grænir
settu fram eiga ennþá fullan rétt á
sér. Þær eru skýrar og vel útskýrðar
og þær hafa verið framkvæmdar í
Bandaríkjunum með góðum árangri.
Lendir alls ekki á ríkissjóði
Skuldaleiðrétting Hægri grænna
kostar almenning ekki krónu. Hún
gengur út á það í stuttu máli að
stofnaður verður sjóður í Seðla-
banka Íslands sem kaupir allar
íbúðaskuldir almennings, leiðréttir
þær um allt að 45% til 50%, eftir því
hvenær lánið var tekið, og breytir
þeim í óverðtryggð lán á föstum
vöxtum til allt að 75 ára. Íbúðareig-
andinn einfaldlega velur árafjöldann
sem passar honum, en markmiðið er
að ekki meira en 20% af ráðstöf-
unartekjum fólks fari í greiðslu á
íbúðaláninu. En hvernig er þetta
fjármagnað? Við gerum þetta eins
og Bandaríkjamenn gerðu þetta.
Seðlabankinn einfaldlega prentar
peninga í þennan sjóð og lánar sjálf-
um sér á til dæmis á 0,1% vöxtum.
Vaxtamunurinn á þessum og inn-
heimtum vöxtum sér um að fjár-
magna sjóðinn.
Skynsamlegar
hliðarráðstafanir
En hvað verður þá um peningana
sem greiddir verða fjár-
málastofnununum fyrir
íbúðalánin? Skapar það
ekki verðbólgu að af-
henda bönkunum alla
þessa milljarða? Nei,
því þannig verður búið
um hnútana að greiðsl-
an til bankanna verður
með 100% bindiskyldu
til að byrja með. Það er
að segja, bankarnir fá
peningana greidda inn
á reikning í Seðlabank-
anum en geta ekki ráðstafað þeim
nema með samþykki Seðlabankans
og ríkisstjórnarinnar.
Áframhaldandi aðgerðir
Í framhaldi af þessu skiptum við
um gjaldmiðil og tökum upp ríkisdal
og tengjum við dollar. Þar af leið-
andi afnemum við verðtryggingu á
neytendalánum á Íslandi. Síðan höf-
um við Hægri grænir í hyggju að
bjóða hrægammasjóðunum að
skipta sínum gömlu krónum yfir í
nýjar með til dæmis 75% afföllum og
í framhaldi af því hrekja þá úr landi
og endurskipuleggja íslenskt banka-
kerfi.
Skuldaleiðrétting
Hægri grænna
Eftir Helga
Helgason
Helgi Helgason
» Íbúðareigandinn ein-
faldlega velur ára-
fjöldann sem passar
honum, en markmiðið er
að ekki meira en 20% af
ráðstöfunartekjum fólks
fari í greiðslu á íbúða-
láninu.
Höfundur er formaður Hægri
grænna, flokks endurreisnar- og
sjálfstæðissinna.
Eftir 40 ára störf
við verslun vann ég
undirritaður á skrif-
stofu borgarverkfræð-
ings til starfsloka
1998. Á hans vegum
var mér meðal annars
falið að kanna eign-
arheimildir ýmissa
bygginga frá stríðs-
árunum á flugvall-
arsvæðinu, og einka-
flugskýlanna sem leyfi fengust
eftir stríð til að byggja nálægt Tí-
volí-svæðinu. Þá sá ég að ríkið á
mestan hluta flugvallarsvæðisins.
Fram að því vissi ég ekki til að
rætt hefði verið um annað, en að
Reykjavíkurborg ætti allan flug-
völlinn. Samkvæmt pappírum emb-
ættisins og korti frá mælingadeild-
inni merkti ég inn á kort úr
símaskránni eignarhlut ríkisins af
flugvallarsvæðinu. Þar kom í ljós
að mesti hluti flugvallarins, ásamt
mörgum byggingum hans, er á
landi íslenska ríkisins.
Fyrir fjórum árum völdu Reyk-
víkingar það fólk sem þeir treystu
best allra til að vinna að hags-
munamálum höfuðborgarinnar og
þar með þjóðarinnar allrar. Nú
þegar ráðningartíminn er á enda
telur hópurinn að stjórn hans á
málefnum borgarinnar hafi tekist
það vel að hann verði örugglega
kosinn aftur. Borgarstjórnin er bú-
in að skipuleggja og samþykkja
byggingalóðir fyrir fjögur þúsund
og fjögur hundruð íbúðir á svæði
Reykjavíkurflugvallar.
Fengið var álit erlends fyr-
irtækis, á „Hagrænni og sam-
félagslegri arðsemi“ af að reka
flugvöllinn í burtu af svæðinu og
allt sem honum tilheyrir. Með
þessum glæsilegu framkvæmdum
fullyrðir foringinn að Reykvíkingar
græði 45 þúsund milljónir króna.
Hann veit að landsvæðið sem
helmingur íbúðanna á að vera á er
alls ekki í eigu Reykjavíkurborgar
og hann veit að það land er ekki til
sölu – og verður ekki selt. Þegar
blaðamaður benti for-
ingjanum á að borgin
ætti ekki landið, sagði
hann eðlilegt að
fulltrúi eigandans
hefði athugasemdir
við það, en þar væri
um fyrirvara að ræða,
og hann þyrfti að láta
sérfræðinga sína ræða
við fulltrúa eigenda
og lagfæra orðalag og
svo væri allt í lagi.
Þegar spurt er: Hvert
fer flugvöllurinn?
Hver greiðir kostnaðinn við bygg-
ingu nýs flugvallar? Hvað tekur
mörg ár að byggja hann? Þurfum
við kannski engan flugvöll? Þá
virðist borgarstjórn Reykjavíkur
ekki þurfa að svara. Þó skal þess
getið að þrír borgarfulltrúar
greiddu atkvæði gegn eyðileggingu
Reykjavíkurflugvallar. Hvaða dulin
öfl eru það sem hafa rænt þetta
fólk heilbrigðri skynsemi?
Reykvíkingar og
Íslendingar allir
Hér er langt kominn undirbún-
ingur að gífurlegu skemmdarverki
gegn þjóðfélaginu. Það mun leggja
í rúst þá einstöku aðstöðu innan-
landsflugs sem Reykjavíkur-
flugvöllur er. Aldrei yrði sá skaði
bættur, hversu miklum fjármunum
sem til þess yrði varið. Aldrei
munu afkomendur okkar geta fyr-
irgefið okkur að horfa aðgerðar-
laus á skemmdarvargana fram-
kvæma það. Engan tíma má missa!
Strax verður að hefjast handa og
koma í veg fyrir þessi afglöp. Hafi
einhverjar aðgerðir verið sam-
þykktar, sem gætu falið í sér trufl-
un á starfsemi Reykjavíkur-
flugvallar, skal þess krafist að
stjórnvöld felli þær nú þegar úr
gildi.
Ég er sannfærður um að það sé
nauðsynlegt, öruggast, fyrirhafn-
arminnst og ódýrast að fram fari
þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykja-
víkurflugvöll samhliða sveit-
arstjórnarkosningum í maí. Þjóðin
verði spurð hvort hún samþykki
algert bann við öllum fram-
kvæmdum sem gætu truflað starf-
semi Reykjavíkurflugvallar á
nokkurn hátt.
Reykjavíkurflugvöllur og eign-
arhlutur ríkisins í landi hans
Eftir Óskar
Jóhannsson
»Hér er langt kominn
undirbúningur að
gífurlegu skemmdar-
verki gegn þjóðfélag-
inu.
Óskar Jóhannsson
Höfundur er fyrrverandi kaupmaður.
Reykjavíkur-
flugvöllur
Landareign
ríkisins